Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 16
16 13. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN Böðvar Böðvarsson skrifar um tillögur að Listaháskóla. Af þeim tillögum sem komu fram í samkeppni um verkið Listaháskóli í Reykjavík hefur umræðan snúist mest um þá tillögu sem dómnefndinni leist best á. Aðrar tillögur voru þó nær því að falla að því byggingamagni sem hentar á staðnum. Svo sem tillaga númer 14, ef fórna á húsunum númer 43 og 45. Ég hef ekki heyrt annað en að höfundur hafi unnið sitt verk af fagmennsku. En þessi gífurlegi byggingarmassi á ekki stærri reit verður að teljast helmingi of mikið á svo rólegum stað. Í það minnsta að mati þeirra sem alist hafa upp í hverfinu. Hvað viðkemur stærð eða því rými sem þarf í 200 þúsund manna byggð hlýtur það að vera umdeilt eða misjafnar skoðanir þar um. Það getur því ekki talist óeðlilegt að sá aðili sem situr í stól borgarstjóra gefi sér tíma til að leyfa borgarbúum að átta sig á því hvað er að gerast. Undirritaður, sem hefur haft þessa götumynd fyrir augunum í hálfa öld, hefur ekki heyrt menn kvarta undan því sem við blasir hvern dag. Allavega sé ég ekki að það gangi upp í varðveislu húsa á svo viðkvæmu svæði. Það er eins gott að nýja götumyndin verði ekki réttlætt með klisjunni um „barn síns tíma“. Auðvitað hafa teiknarar eytt tíma í þetta verk, en strokleðrið er ódýrara en loft- pressan. Eftir umsögn dómnefndar er þarna hæft fólk sem fer létt með að laga sig að öðrum og betri leiðum. Höfum við ekki horft upp á að hús hafi verið teiknuð tvisvar eða þrisvar sinnum þar til komist er að farsælli niðurstöðu? Eða hvað liggur svona mikið á? Eru þetta síðustu árin sem Reykjavíkurborg heldur sínum lóðaréttindum? Þarf að loka öllum reitum þar sem sólin fær að skína – er ekki í lagi að börnin sem prýða leikskól- ana í dag fái tækifæri til að hafa eitthvað með borgina að gera í framtíðinni? Svo ekki sé talað um þá ókomnu sem enginn sér. Auðvitað er eðlilegt að framkvæmdir gangi hratt fyrir sig eftir að þær eru komnar í startholurnar en við eigum nóg af stórum mistökum, sem hafa orðið vegna fljótfærni, þótt við gefum ekki skipulagsfræðingi fleiri tækifæri sem falla að ummælum hans: þar sem hann taldi Reykjavík með ljótustu borgum í Evrópu, eða í heimi, ásamt Prag. Ekki náum við saman þar. Höfundur er húsasmíðameistari í Reykjavík. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Þegar þessar línur eru ritaðar er sennilega fullsnemmt að spá um það hver verði talinn helsti menningarviðburður sumarsins í Frakklandi, en eitt hefur þó séð dagsins ljós sem reynist vafalaust skæður keppandi um þennan eftirsóknarverða titil, og það er nýr geisladiskur hinnar vinsælu vísnasöngkonu Cörlu Bruni. Þótt þessi fjölmiðlastjarna væri fræg fyrir hitt og þetta, m.a. fyrir það að vera fyrirsæta á toppinum með öllu sem því fylgdi, svo og ekki síst fyrir að vera fyrirmyndin að persónu (og reyndar hinni verstu norn) í umtalaðri skáldsögu, vakti hún einkum athygli árið 2002 þegar hún sendi frá sér sinn fyrsta geisladisk, sem hét „Einhver sagði mér“ og mun hafa selst óhemju vel. Titillagið flutti hún jafnframt á netinu og var þar endurtekið æ ofan í æ viðlagið: „Einhver sagði mér það, hann elskar mig enn.“ Þar gátu menn heyrt og séð að hún hefur ákaflega litla rödd, en er eigi að síður lagviss, hún hvíslaði lag og texta á mjög „intímískan“ hátt ef svo má segja og sló gítargrip undir. Næsti geisladiskurinn, þar sem hún söng ensk ljóð undir sínum eigin lögum, vakti ekki eins mikla athygli, en í þessum þriðja geisladisk sínum snýr hún aftur til upprunans og er það talið lofa góðu. Hann ber heitið „Eins og ekkert hafi gerst“, og er öllum ljóst að þessi orð víkja að því að í millitíðinni er Carla Bruni orðin spúsa Nikulásar Sarkozys Frakklandsforseta; um leið og búið var að taka til eftir brúðkaupsveisluna lét hann setja upp upptökuherbergi í forseta- höllinni og þar var geisladiskur- inn síðan tekinn upp. Nú er það vitanlega mjög algengt að ungar konur á öllum aldri rauli ástarsöngva og spili undir þeim vinnukonugripin á gítar, með fáeinum viðbótum kannske sóttum utar í fimmunda- hringinn, en þegar söngkonan er jafnframt forsetafrú landsins verður atburðurinn stærri. Fréttamenn hafa nú skilið heiti geisladisksins sem vinsamlega ábendingu til hlustenda og gagnrýnenda um að gleyma því, en býsna hætt er við því að slíkt takist mismunandi vel. Þetta reyndi gagnrýnandi blaðsins „Le Monde“ þó að gera, hann tók að sér það hlutverk „að leika strút“, eins og það var orðað, og fannst honum geisla- diskurinn svona upp og niður. Bestu dómana fengu eldri lög sem Carla Bruni tók þar upp, t.d. bandaríska lagið „You Belong to Me“ frá 1952, sem hún syngur óneitanlega nokkuð fallega í sínum stíl. Hann hælir einnig lagi hennar við texta eftir rithöfund- inn Ullabjakk sem Íslendingum er kunnur af blautlegum svart- sýnissögum sínum. En honum líkaði miður vel við lög og texta Cörlu Bruni í franskri vísna- söngshefð og taldi að sá stíll hentaði henni ekki vel. En meðan geisladiskurinn var í undirbúningi, hermdu blaðafregn- ir að forsetinn treysti því ekki að hlustendur yrðu eins hlutlausir og gagnrýnandi „Le Monde“ reyndist vera. Jafnvel var sagt að hann hefði komið á fót „kreppunefnd“ í forsetahöllinni til að fylgjast grannt með og koma í veg fyrir allt sem illar tungur kynnu að mistúlka. Og það kom í hlut þessarar nefndar, eins og blöð skýrðu frá áður en geisladiskur- inn sjálfur birtist, að velta vöngum yfir hugljúfum ástaróð eftir Cörlu Bruni sem nefndist „Dópið mitt“ og byrjar á þessa leið (þess verður að geta að á frummálinu yrkir rímið nokkurn hluta af textanum og er merking- in stundum sveigð undir það, en slíkt fer forgörðum í þýðingu): „Þú ert dópið mitt, eiturlyfið mitt, mín æðsta nautn, þú blómstrar í mestu sætindum sálar minnar. Þú ert dópið mitt, þú ert mín sort af unaðssemdum á dagskrá, ég anda þér að mér, ég anda þér frá mér og ég fell í yfirlið, ég bíð eftir þér eins og maður bíður eftir manna. Þú ert dópið mitt, ég elska þín augu, þitt hár, þinn ilm, komdu hingað svo ég geti bragðað á þér, teygað í mig ilminn, þú ert mín fagra ást, mitt öfugritunarorð. Þú ert dópið mitt, banvænni en heróín frá Afganistan, hættulegri en hvíta duftið frá Kólumbíu, þú ert mín lausn, mitt blíða vandamál.“ Þetta mun nefndin hafa lagt blessun sína á, því ekki ber á öðru en að lagið og textinn séu á geisladisknum. En sendiráð Kólumbíu í París mótmælti hins vegar hástöfum. Þótt maður skapi menningarviðburð er sem sé ekki hægt að þóknast öllum. „Þú ert dópið mitt“ EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Menning BÖÐVAR BÖÐVARSSON Listaháskóli við Laugaveg Ekki aðdáandi sönghópa? Álitsgjafar keppast nú við að eggja Óskar Bergsson til að ganga milli bols og höfuðs á núverandi borgar- stjórnarmeirihluta og stofna til nýs samstarfs við sjálfstæðismenn, sem hljóti að vera orðnir þreyttir á að reyna að eiga við ólíkindatólið í borgarstjórastólnum og langeygir eftir raunverulegum völdum. Þegar Ólafur hljóp frá borði hundrað daga meiri- hlutans mátti heyra stóryrtar yfirlýsingar úr ranni liðs- manna Tjarnarkvartettsins þess efnis að fjórmenning- arnir, oddvitar minnihlutans auk Margrétar Sverrisdóttur, myndu standa saman í gegnum súrt og sætt. Enginn styngi af eins og Ólafur hefði gert. Þann örlagaríka dag var Björn Ingi Hrafnsson hins vegar enn höfuð Framsóknar í borg- inni og því væri forvitnilegt að vita hvort Óskar er jafn dyggur stuðnings- maður kvartettsins og Björn Ingi var. Kalt á toppnum Ákveði Óskar að ýta Ólafi til hliðar og komast þannig til valda hefur hann risið ansi hátt – og töluvert hærra en ætla mátti fyrir hálfu þriðja ári. Óskar hafnaði nefnilega í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir kosningar, á eftir Birni Inga og Önnu Kristinsdóttur. Forlögin hafa hins vegar hagað málum þannig að nú situr Óskar einn á toppnum og gæti viljað klífa þann næsta. Þar getur hins vegar verið ansi kalt, eins og dæmin sanna, og óvíst hvort Óskar er nægilega vel búinn. Tímaþjófar ríkis og sveitar Haft er eftir Kristjáni L. Möller sam- gönguráðherra á Eyjunni að skipulags- vinna hjá sveitarfélögum á Suðurlandi hafi tafið fyrir tvöföldun vegarkaflans á milli Hveragerðis og Selfoss. Þá skilur hann eflaust hvernig Húsvíkingum er innanbrjósts en þeir vilja meina að einhver sem er honum nærri í pólitíkinni sé að tefja fyrir þeim með fyrirhugað álver á Bakka. stigur@frettabladid.is/ jse@frettabladid.is U ndanfarna mánuði hefur Geir Haarde forsætis- ráðherra mátt sitja undir því af sívaxandi þunga að búa ekki yfir nægum leiðtogahæfileikum. Hafa þær raddir komið úr öllum hornum, líka innan úr hans eigin flokki. Þetta er alvarleg gagnrýni. Stjórnendur sem skortir leiðtoga- hæfileika verða sjaldnast langlífir í starfi. Og örugglega ekki þegar þeir eiga að vera í forystu fyrir heila þjóð. Þeir sem hafa gripið til varnar fyrir forsætisráðherra benda á að hann gjaldi fyrir alþjóðlega niðursveiflu vegna hækkandi vöruverðs og hremminga á helstu fjármálamörkuðum heimsins. Hvorutveggja hitti þjóðina illa fyrir, en hann fái eðli málsins samkvæmt ekki ráðið við. Þetta er hárrétt. Hitt er annað mál að gjarnan kemur ekki í ljós hvort menn séu gæddir alvöru forystuhæfileikum fyrr en þeir lenda í mótvindi. Þá má greina sauðina frá höfrunum. Og viðbrögð forsætisráðherra við kúvendingu í efnahagsmálum landsins hafa ekki verið sannfærandi. Vissulega er hægt að hafa misjafnar skoðanir á ásökunum um meint aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs. Það er til dæmis fylli- lega í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins að gefa hagkerfinu kost á að leita jafnvægis án inngrips ríkisvaldsins. Óumdeildara er að það hefur ekki verið mikill foringjabragur á forsætisráðherra í viðtölum við fjölmiðla undanfarna mánuði. Geir hefur hreint ekki glansað í samræðum við fólkið í landinu. Það er fáum gefið að geta horft í augun á þjóð sinni og stappað í hana stálinu. Þegar Davíð Oddsson var upp á sitt besta var hann þeim hæfileika ríkulega búinn. Sama má segja um Steingrím Hermannsson. Geir virðist einfaldlega ekki vera gefin þessi kúnst. Greinilegt óþol er tekið að myndast innan Sjálfstæðisflokksins yfir ástandinu. Ekki bætir úr skák að Geir missti af tækifærinu til að ná fram kynslóðaskiptum í forystusveit flokksins í kjölfar kosninganna í fyrra. Þar vann Sjálfstæðiflokkurinn glæsilegan sigur undir forystu Geirs og hann hafði í hendi sér að fela mönn- um á borð við Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson stór hlutverk. Það gerði hann ekki. Guðlaugur Þór Þórðarson endaði hins vegar í heilbrigðisráðuneytinu, en hann, Bjarni og Illugi hafa allir verið nefndir sem líklegir forystumenn til framtíðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ráðstafanir Geirs hafa tryggt að þeir eru ekki í stöðu til að sýna hvað í þá er spunnið. Hingað til hefur heilbrigðisráðuneytið verið nánast örugg ávísun á megnar óvinsældir, enda hafa sjálf- stæðismenn glaðir falið öðrum flokkum það ráðuneyti í ríkis- stjórnarsamstarfi, þar til Guðlaugur tók það að sér. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gráta örugglega ekki óróleikann þar innan borðs. Forystukreppa í flokknum er hins vegar háskaleg fyrir þjóðina vegna fyrirferðar hans í stjórn- málalífi landsins. Hræðslan við að taka Evrópuumræðuna föst- um tökum er ein birtingarmynd skaðans á landsvísu. Önnur er dæmalaus staða í stjórn Reykjavíkur. Þar brást Geir fyrst leiðtogaskyldum sínum síðastliðið haust þegar borgarstjórnar- flokkur hans logaði stafnanna á milli út af REI-málinu og aftur þegar hann blessaði feigðarför Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Kjartans Magnússonar á fund Ólafs F. Magnússonar nú í árs- byrjun. Það þarf styrkari handtök við stjórn stærsta flokks landsins en Geir hefur sýnt. Sjálfstæðisflokkurinn er á tímamótum. Háskalegur skortur á forystu JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.