Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2008 19 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Ég er skírð í höfuðið á ömmu minni. Það eru nokkrar Ásur í fjölskyldunni minni en flestar eru líka með millinafn,“ segir Ása Baldursdóttir, blaðamaður á 24 stundum. Ása segist oft hafa íhugað að kaupa sér millinafn þar sem nafnið hennar er með stysta móti. „Það er í gangi millinafnasam- keppni meðal vinahópsins til að reyna að finna millinafn fyrir mig sem ég gæti keypt mér í þrítugsafmælisgjöf. Það verður svo atkvæðagreiðsla á þeim topp fimm milli- nöfnum sem koma til greina sem mér verður afhent á sjálfan afmælisdaginn,“ segir Ása. Hún lendir stundum í því að fólk heldur að nafn hennar sé stytting á nafninu Ás- gerður en sú er ekki raunin. Ása hefur alla tíð verið ánægð með nafnið sitt og þegar hún var í sex ára bekk var endalaust verið að lesa bækur um hana. „Það vissu allir hvað ég hét af því að við vorum alltaf að lesa um Ásu sem borðaði ís og Ásu sem rólaði,“ segir Ása og hlær. Erlendis hefur hún lent í smávægilegum vandræðum með nafnið sitt. „Ég var í ljós- myndanámi í Danmörku þar sem nafnið mitt er borið fram Asse og í skólanum var ég oft kölluð 400 Asse, en það var allt í lagi því með mér í náminu var sænskur strákur að nafni Kalle og hann var kallaður framkalle.“ NAFNIÐ MITT: ÁSA BALDURSDÓTTIR Millinafnasamkeppni í gangi fyrir stórafmælið Ása hefur alla tíð verið hæstánægð með nafnið sitt. „Það er stutt og laggott,“ segir hún. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Kristjánsdóttir Skálagerði 5, Reykjavík, lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar þriðjudaginn 29. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðistofnunar Patreksfjarðar. Haukur Már Kristinsson Guðrún Helga Sigurðardóttir Jóhanna S. Kristinsdóttir Sigmundur Þór Friðriksson Birna H. Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Björn Steinar Guðmundsson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. ágúst. Útförin fer fram í Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.00. Anna Stefanía Þorvaldsdóttir Guðmundur Ellert Björnsson Björn Stefán Björnsson Linda Jafetsdóttir Þórunn Anna Björnsdóttir Friðbjörn Marteinsson Sigurbjörg Árný Björnsdóttir Vigfús Davíðsson barnabörn og barnabarnabarn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Páll H. Pálsson Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 14. ágúst 2008 kl. 13.00. Blóm eru afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóði Kiwanishreyfingarinnar eða Frímúrarareglunnar. Bryndís Guðmundsdóttir Hildur Pálsdóttir Hafsteinn Garðarsson Gísli Pálsson Katrín Pálsdóttir Ingibjörg Pálsdóttir Steinar Berg Ísleifsson Birna Pálsdóttir Helgi Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð sína og hluttekningu við fráfall Brynju Benediktsdóttur leikstjóra, með kortum, skeytum, blómasendingum og heimsóknum. Fyrir hönd fjölskyldu hinnar látnu, eiginmaður, sonur, tengdadóttir og þrjár sonardætur. Erlingur Gíslason. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rósa Eiríksdóttir Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt mánudagsins 11. ágúst. Davíð Guðmundsson Fanney Þ. Davíðsdóttir Hulda Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Grímsson Kristín Davíðsdóttir Gunnar R. Magnússon Guðbjörg Davíðsdóttir Katrín Davíðsdóttir Sigurður Ingi Geirsson Sigríður Davíðsdóttir Gunnar Guðnason Guðmundur H. Davíðsson Svanborg A. Magnúsdóttir Eiríkur Þ. Davíðsson Solveig U. Eysteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkæru eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Rannveigar Lilju Sveinbjörnsdóttur / Lillý Keldulandi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar í Kópavogi og deildar 11E á Landspítala við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Pétur Bjarnason Sveinbjörn Fjölnir Pétursson Birna Imsland Þóra Birna Pétursdóttir Júníus Guðjónsson Fjóla Pétursdóttir Pétur Sverrisson Olga Björk Pétursdóttir Sigurður Sigurþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn Sveinsdóttir frá Sveinsstöðum, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju, föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Valgerður Valtýsdóttir Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir Rut Meldal Valtýsdóttir Gylfi Haraldsson Guðmundur Valur Valtýsson Steinunn Dóra Garðarsdóttir Valtýr Friðgeir Valtýsson Ásdís Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Petrea Hansdóttir Fellaskjóli, Grundarfirði, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 16. ágúst kl.14.00. Gunnar Erling Sigurjónsson Þorsteinn Björgvinsson Helga Stolzenwald Guðlaug Kristín Björgvinsdóttir Einar Ingi Jónsson Hanna G. I. Björgvinsdóttir Hlynur Jörundsson Kristján Björgvinsson Smári Björgvinsson Helena M. Jónsd. Stolzenwald Reynir Björgvinsson Trausti Grundfjörð Björgvinsson Smári Örn Árnason Bergljót Kristjánsdóttir ömmubörn og langömmubörn.Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Fjóla Veronika Bjarnadóttir, Jaðarsbraut 23-5, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 10. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14. Hinrik Haraldsson Haraldur V. Hinriksson Hrönn Hafliðadóttir Bjarney R. Hinriksdóttir Alex Hinrik, Hjörvar og Húgó Haraldssynir. Ólöf Jóhannesdóttir Oddeyrargötu 12, Akureyri, sem andaðist að Dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, hinn 5. ágúst, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar láti Dvalarheimilið Hornbrekku njóta þess. Sigurbjörg Unnur Þengilsdóttir Stefán Ásberg Jóhannes Þengilsson Seselía María Gunnarsdóttir Jón Marteinn Þengilsson Erla Vilhjálmsdóttir Guðmundur Þengilsson og fjölskyldur þeirra. Landssamband æskulýðs- félaga, skammstafað LÆF, opnaði formlega Æskulýðs- gáttina www.aeska.is í gær á alþjóðadegi unga fólks- ins. Þess var einnig minnst við það tækifæri að fimm- tíu ár eru liðin frá stofnun Æskulýðssambands Íslands og var hinn nýi vefur opnað- ur af fyrrverandi formanni þess, Herði Gunnarssyni. Vefurinn www.aeska. is er gagnvirkur. Þar eru birtar upplýsingar um fjöl- margt sem að æskulýðsmál- um lýtur, skipan æskulýðs- nefnda, styrki til æskulýðs- starfs og viðburðadagatal þeirra félaga sem mynda sambandið. Nú eru þar 24 félög af pólitískum og trúar- legum toga, ungliðahreyfing Rauða krossins, stúdenta- félög og félög framhalds- skólanema, bindindisfélög og skiptinemasamtök. „Við vonum að félögum fjölgi enn,“ segir Agnar Bragi Bragason, framkvæmda- stjóri LÆF. - gun LÆF opnar gagnvirkan vef LIFANDI BÓKASAFN. LÆF mun standa fyrir lifandi bókasafni á menn- ingarnótt. bækurnar eru lifandi einstaklingar sem lesandinn getur fengið að láni í stuttan tíma. MYND/WWW.AESKA.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.