Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 13. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Annas Sigmundsson, Björn Þór Arnarson, Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold- arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. annas@markadurinn.is l bjorn.ingi@markadurinn.is l bjornthor@markadurinn.is l gudny@ markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@markadurinn. is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Víða þrengir að í íslensku efnahagslífi um þessar mundir og fyrir- tæki jafnt og heimili bregðast við með aukinni ráðdeild og margvís- legri hagræðingu. Markaðurinn kemur nú út í nokkuð breyttri mynd frá því sem verið hefur síðustu misseri, bleiki pappírinn horfinn og efnisþættir endurskipulagðir. Fréttablaðið og þar með Markaðurinn hefur tekjur sínar af auglýs- ingum og þegar samdráttur verður á þeim markaði um lengri tíma endurspeglast það í útgáfunni. Pappír og prent eru stórir kostnaðar- liðir og styrkur að geta brugðist hratt við breytt- um aðstæðum. Margvíslegur annars konar rekst- ur krefst mun lengri aðdraganda að breytingum auk þess sem huga þarf mjög vel að umhverfi rekstrarins því þegar breytinganna gerist þörf má vera að aðstæður geri það erfiðara að bregð- ast við. Í þennan flokk falla fjármálafyrirtæki og ekki að ástæðulausu sem þeim eru ströng skilyrði sett um hluti á borð við eiginfjárstöðu. Gengi fjármálafyrirtækja snertir enda ekki einung- is viðskiptamenn þeirra eða starfsfólk, heldur þjóðarbúið í heild. Við viðkvæmar aðstæður sem þessar, þar sem torvelt er að útvega rekstrar- fé vegna alþjóðlegrar lausafjárkreppu, gætu fregnir af gjaldþroti fjármálafyrirtækis hér heima jafnvel ógnað hér fjármálastöðugleika. Ábyrgðarhluti er því að láta afkomu slíkra fyrirtækja ráðast af gengi á hlutabréfamarkaði líkt og raunin virðist hafa verið með suma sparisjóðina, þar sem grunnrekstur bankans virðist hafa verið á mörkum þess að bera sig. Þegar harðnar í ári í alþjóðlegri lausafjár- kreppu og öll fjármögnun verður dýrari er ekki gott að búa við slíka bresti í rekstri, hvað þá þegar hlutabréfaverð hrapar um leið. Varhugavert er þó að alhæfa um of og má vera að einhverjir minni sparisjóðir nái að fjármagna rekstur sinn með innlánum. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því hve hagræði stærðarinnar er mikið í bankarekstri, því lítil fjármálastofnun þarf að standa undir sömu kröfum og gerðar eru til þeirra stærri, svo sem um reikningsskil og MiFID-reglur um fjármálagjörninga. Engin tilviljun er hve ört spari- sjóðum hefur fækkað síðustu ár. Fagnaðarefni er ef litlir sparisjóðir fá lifað af í þeim ólgusjó sem skapast hefur í alþjóðlegri fjármálakreppu. Njóta þeir enda velvild- ar í sínum nærsamfélögum og leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð, auk þess sem viðskiptavinir þeirra láta vel af þjónustunni. Um leið þýðir ekki að gráta nauðsynlegar aðgerðir til að bjarga þeim sem hættara er við að fái ekki staðið af sér veðrið. Þannig ættu menn fremur að fagna því að hér séu til fjármálastofnanir með nægilegan styrk til að koma inn í rekstur sjóða á borð við SPRON og Sparisjóð Mýrasýslu. Viðbrögðum sumra þeirra sem hvað mest hafa sett sig upp á móti fyrirhuguðum samruna SPRON og Kaupþings má líkja við við- brögð drukknandi manns, sem farið er að líða vel í ísköldum sjónum, og reynir að lemja af sér björgunarmann sinn. Í Borgarbyggð hefur í dag verið boðað til íbúafundar þar sem ræða á þá stöðu sem upp er komin hjá Sparisjóði Mýrasýslu, en þar mun Kaupþing fara með sjö- tíu prósenta eignarhlut eftir stofnfjáraukningu. Vonandi bera þar fundargestir gæfu til að láta vera að berja á bjargvættinum þótt ein- hver muni sjálfsagt velta upp spurningunni um hvernig sjóðurinn hafi ratað í núverandi stöðu. Ör samdráttur á sér margvíslegar birtingarmyndir. Sums staðar hefði undirbúningur átt að vera betri. Óráð er að berja af sér bjargvættinn Óli Kristján Ármannsson skrifar Fagnaðarefni er ef litlir sparisjóðir fá lifað af í þeim ólgusjó sem skapast hefur í alþjóðlegri fjármála- kreppu. Hugtakið óðaverðbólga skýtur oft upp kollinum hér á landi og sérstaklega undanfarna mánuði þar sem verðbólga í landinu hefur verið mikil. Þrátt fyrir að vísitala neyslu- verðs hafi hækkað um 13,6 prósent undanfarna tólf mánuði erum við enn langt frá því að glíma við óðaverðbólgu. Hagfræðingar skilgreina óðaverðbólgu yfirleitt sem verð- bólgu umfram 50 prósent á mánuði. Þetta þýðir að verðlag meira en hundraðfaldast á einu ári. Það gerir 12.875 prósenta verðbólgu á ári. Kaffibolli, sem kostaði 100 kr. í ársbyrjun, kostar tæpar 13.000 kr. í árslok. Óðaverðbólga stafar yfirleitt af því að ríkisvaldið prent- ar of mikið af peningum til að standa straum af útgjöldum. Þekktustu dæmin um óðaverðbólgu er t.d. Þýskaland eftir fyrri heimsstyrjöldina og síðan Simbabve um þess- ar mundir. Í Simbabve mældist ársverðbólga 2,2 milljónir í síðasta mánuði. Óðaverðbólga Meðal hlutverka hvers seðla- banka er að vera „lánveitandi til þrautarvara“ fyrir banka við- komandi lands. Eins og orðasam- bandið gefur til kynna þýðir það að seðlabankar veiti lánafyrir- greiðslu í neyð, þ.e. þegar bank- ar geta ekki fjármagnað sig eftir hefðbundnum leiðum. Tilgangur- inn er alls ekki að bjarga illa reknum og gjaldþrota bönkum, heldur að koma í veg fyrir banka- áhlaup og fjármálakreppur. Seðlabankar setja ströng skil- yrði fyrir lánveitingu til þrautar- vara, meðal annars þá að eignir viðkomandi banka séu meiri en skuldir. Vandamál slíkra banka felast þá fyrst og fremst í lausa- fjárskorti, þ.e. að þeir geti ekki losað eignir nægilega fljótt og vel til að greiða skuldbindingar sem eru á gjalddaga. Alkunna er að ef einhver er þvingaður til að losa um eignir á mjög skömmum tíma, er lítil von til þess að viðkomandi fái „eðli- legt“ verð. Slíkri sölu er enda oft líkt við bruna útsölur og áhrifin geta verið alvarleg fyrir fjár- málakerfið. Hætta er á að útsölu- virði eignanna dugi ekki fyrir skuldum viðkomandi banka, sem verði þar með gjaldþrota „að óþörfu“, innlán almennings tap- ist o.s.frv. Einnig er hætta á að útsalan valdi því að verð á sambæri- legum eignum lækki veru- lega með tilheyrandi áhrifum á eignar stöðu annarra banka, fjár- festa og almennings. Með því að veita tímabundna lausafjár- fyrirgreiðslu gefa seðlabankar bönkum frest til að koma eignum sínum í verð. Þannig draga þeir úr líkum á fjármálakreppum og úr líkum á því að einhverjir sjái sér hag í því að framkalla þær aðstæður að banki þurfi að setja eignir sínar á útsölu. BARA EIN PRENTVÉL Í HVERJUM SEÐLABANKA Engan þarf því að undra að al- þjóðlegir fjárfestar velti fyrir sér hvort bankar hafi trú- verðugan lánveitanda til þrautar- vara þegar þeir taka ákvörðun um að lána bönkum peninga. Í alþjóðlegri fjármálakreppu er lausafé af skornum skammti og fjársterkir fjárfestar geta valið úr gnótt tækifæra. Ef ein- hver vafi er á því hvort bak- land banka er nægilega sterkt, velja flestir fjárfestar að fara með peningana sína annað. Við það minnkar aðgangur Íslend- inga að erlendu lánsfé, lánskjör versna og lífskjör rýrna. Yfir- leitt eiga seðlabankar ekki við trúverðugleikavandamál að etja í hlutverki sínu sem lánveitandi til þrautarvara. Seðlabankar geta prentað peninga og verða því ekki uppi- skroppa með peninga til að styðja við sína banka. Ef starfsemi bank- anna er hins vegar í gjaldmiðl- um annarra myntsvæða verður málið flóknara. Til þess að taka á þessu hafa helstu seðlabank- ar heims meðal annars samið um gjaldmiðlaskipti ef vandi skyldi koma upp. Slíkir gjald- miðlaskiptasamningar byggja á gagnkvæmum hag viðkomandi landa; bandarískir bankar hafa aðgang að evrum og evrópsk- ir bankar að Bandaríkjadal. Ís- lenski seðlabankinn hefur gert slíka samninga við þrjá norræna seðlabanka og getur á grundvelli þeirra fengið 1,5 milljarða evra í skiptum fyrir íslenskar krónur. Þessa samninga verður þó lík- lega að kalla vinargreiða, fremur en gagnkvæman hag þjóðanna, þar sem ólíklegt er að norræn- ir bankar lendi í vanda vegna skorts á íslenskum krónum. GJALDEYRISFORÐI Í STAÐ ÞESS AÐ SKIPTA UM MYNT 60 til 70 prósent af efnahag þriggja stærstu íslensku bank- anna eru í erlendri mynt og efnahagur þeirra er samtals tí- föld landsframleiðsla (ríflega 14 þúsund milljarðar króna). Þar sem íslenski seðlabank- inn getur einungis prentað ís- lenskar krónur er styrkur hans sem lánveitandi til þrautarvara minni en annarra vestrænna seðlabanka. Hér getur gjald- eyrisforði komið til hjálpar og Seðlabankinn gripið til hans í stað prentvélarinnar. Hafa al- þjóðastofnanir og lánshæfis- fyrirtæki eindregið mælt með því að forði Seðlabanka Íslands verði efldur verulega. Forðinn er í dag tæplega 230 milljarðar króna, en við hann bætist skiptasamningur- inn við norrænu seðlabankana, tæplega 200 milljarðar króna. Þrátt fyrir 430 milljarða króna varasjóð, er hann agnarsmár í hlutfalli við skuldbindingar fjármálakerfisins. Það er hins vegar auðvitað afar kostnaðar- samt og erfitt að efla sjóðinn í miðri fjármálakreppu. Jafn- vel þótt ástandið væri eðlilegt og lánakjör góð, þá er það stað- reynd að það kostar mikið að halda úti gjaldeyris forða sem dugar til að skapa traust í kring- um jafn stórt bankakerfi og það íslenska. Sá kostnaður skrifast á íslensku krónuna og vegur á móti (þverrandi) kostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. HVAÐA KOSTIR ERU Í STÖÐUNNI? Staðreyndir málsins eru eftir- farandi. Seðlabanki Íslands getur einungis prentað íslensk- ar krónur. Gjaldeyrisforðinn er lítill og vandasamt að efla hann við núverandi aðstæður. Menn eru ekki sammála um nauðsyn þess að efla forðann og margir telja að lánakjör ríkisins þurfi að batna áður en það komi til greina. Lánakjör ríkisins eru ríflega helmingi verri í dag en í mars síðastliðnum og þá þóttu kjörin einnig óviðunandi. Láns- fjárkreppa ríkir í heiminum og líkur eru á að hún dragist á lang- inn með tilheyrandi óvissu um þróun lánskjara íslenska ríkis- ins. Umræðan hér á landi um Evrópusambandið og upptöku evru er óþroskuð og stór hluti stjórnmálamanna er á móti hug- myndinni. Við þessar aðstæður hljóta bankarnir að skoða allar leiðir til að flytja starfsemi sína úr landi, annaðhvort með því að færa höfuðstöðvarnar eða með því að flytja eignir og um- svif yfir í erlend dótturfélög. Það verður ekki bæði sleppt og haldið, því miður. Gjaldeyrisforða eða nýja mynt SEÐLABANKI ÍSLANDS Greinarhöfundur segir ljóst að við þær aðstæður sem nú séu uppi hljóti bankar að skoða allar leiðir til að flytja starfsemi sína úr landi. MARKAÐURINN/HEIÐA Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. O R Ð Í B E L G 6

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.