Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 13. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Ég myndi segja að þetta væri svona 10 til 25 prósenta hækkun. Sumir hlutir hækka ekki neitt en hæsta hækkunin er 25 prósent,“ segir Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri Ikea. Nýr verðlisti tekur gildi 15. ágúst en um tíu dagar líða áður en öllu verði hefur verið breytt. „Það er því millibilsástand frá 15. ágúst til mánaðamóta. Við munum breyta um það bil einni deild á dag. Þangað til verður gamla verðið í gildi.“ Innkaups- verðið frá Ikea breytist á hverju ári. Miklar verðhækkanir verða á olíutengdum vörum, t.d. öllu sem er svampur í. Aftur á móti hefur vefnaðarvara farið lækkandi. „Við ætlum ekki að velta öllu gengisfallinu og verðbólgunni á verðlagið. Við erum að festa verðið í eitt ár og við vonumst til að gengið styrkist á þeim tíma. Ef við ætluðum að vera með sömu væntingar til framlegðar og í fyrra þá þyrftum við að hækka um 30 til 40 prósent. Það verður ekki gert þó einhverjar hækkan- ir verði“, segir Þórarinn. - ghh Verð hækkar í Ikea Tíu daga tekur að breyta verði í allri búðinni. Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Fasteignamarkaður á enn eftir að gefa eftir, að mati Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greining- ardeildar Kaupþings. Lækkunin segir hann munu koma misjafnlega fram eftir svæðum og tegund- um húsnæðis. „Í sjálfu sér hafa aðstæður til að kaupa íbúð oft verið hagstæðari en nú og út frá því er betra að bíða. Það veltur þó að sjálfsögðu á því hvaða verð fólki heppnast að semja um og hvort draumaeignin sé loks komin í skotfæri,“ segir Ásgeir. Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæð- inu fækkaði um 28, frá 81 til 53, milli vikna sam- kvæmt Fasteignamati ríkisins. Heildarveltan var 1.775 milljónir króna í síðustu viku en það er langt undir meðalveltu þinglýstra kaupsamninga síðustu 6 mánuðina en hún er 2.186 milljónir. Veltan á fast- eignamarkaði hefur dregist saman um 64 prósent og íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækk- að um 3,2 prósent á nafnverði á síðustu tólf mán- uðum. Sé litið til raunvirðis er lækkunin talsvert meiri vegna verðbólgu. „Vandamálið er að það er of lítil velta og viðskiptin eru svo lítil. Verðgildi húseigna hefur þegar lækkað á markaðinum vegna hárra vaxta, efnahagsaðstæðna og aukins fram- boðs sem hefur leitt til hálfgerðs frosts á markaðn- um sem verður að þíða með verðlækkunum og auk- inni veltu. Fasteignamarkaðurinn getur ekki tekið almennilega við sér fyrr en vextirnir lækka. Vaxta- kostnaðurinn er alltof hár í dag. Um leið og vaxta- lækkunarferlið byrjar og jafnvel aðeins fyrr þá er líklegt að vextirnir fari lækkandi á fasteignalánum. Markaðurinn getur ekki komist á rétt ról fyrr en vextirnir lækka,“ segir Ásgeir. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast- eignasala, segir að ákvörðun Íbúðalánasjóðs að lána samkvæmt kaupverði en ekki brunabótamati hafi liðkað fyrir fasteignaviðskiptum. Heildarútlán sjóðsins hafa aukist um 38 prósent í júlí ef miðað er við sama tíma í fyrra. Námu þau 8,7 milljörðum og hafa ekki verið meiri í einum mánuði síðan í júní 2004. „Fólk er farið að fjármagna fasteignakaup sín í auknum mæli með Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóð- um enda eru skilmálarnir yfirleitt mun hagstæðari en í bönkunum,“ segir Júlíus Jóhannsson, sölustjóri fasteignasölunnar Stórborgar. Útlánavextir Íbúðalánasjóðs lækkuðu á mánu- dag í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Fyrir voru vextirnir 5,05 prósent en verða núna 4,9 prósent með uppgreiðsluákvæði. Án uppgreiðsluákvæðis verða vextirnir 5,4 prósent í stað 5,55 prósenta. Vaxtaákvörðunin byggist á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var fyrir helgi ásamt vegn- um fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Lægri vextir myndu koma á jafnvægi Veltan á fasteignamarkaði hefur dregist saman um 64 pró- sent á einu ári. Þá hefur íbúðaverð lækkað um 3,2 prósent. Íbúðalánasjóður hefur lækkað útlánavexti sína. FASTEIGNIR Fólk fjármagnar frekar fasteignakaup sín með lánum frá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum en bönkum, segir Júlíus Jóhannsson, sölustjóri Stórborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Vika Frá ára mót um Alfesca -0,1% -2,2% Atorka 0,7% -44,2% Bakkavör 9,3% -52,0% Exista 13,7% -61,4% Glitnir 1,0% -30,5% Eimskipafélagið -1,0% -59,2% Icelandair 2,0% -36,8% Kaupþing 1,8% -18,4% Landsbankinn 0,2% -34,9% Marel 0,4% -17,8% SPRON 15,5% -61,7% Straumur 1,3% -38,1% Teymi -25,0% -77,3% Össur 1,2% -11,7% *Miðað við lokagengi í Kauphöll á mánudag. G E N G I S Þ R Ó U N Hamleys leikfangaverslunarkeðj- an, sem er í eigu Baugs, opnar verslanir í Mumbai og Nýju Delí á Indlandi síðar á árinu. Báðar verslanirnar eru sagðar verða mjög stórar, að fyrirmynd aðal- verslunarinnar í Lundúnum. „Ég er afar spenntur yfir því að færa töfra Hamleys til Indlands,“ segir Paul Currie, viðskiptastjóri Hamleys í tilkynningu sem fyrir- tækið sendi frá sér. Móttökurnar þar hafi nú þegar verið góðar. Fyrirtækið hefur verið í útrás að undanförnu en í júní var opnuð verslun í Amman, höfuðborg Jórdaníu, og ráðgerð er opnun í Dublin á Írlandi í október. - ghh Hamleys í útrás Eignarhald á Kistu hefur breyst umtalsvert. SPRON og Spari- sjóður Keflavíkur eiga nú 98 prósenta hlut í félaginu. Spari- sjóður Svarfdæla og Spari sjóður Mýrasýslu eiga eins prósenta hlut hvor. Kista var upprunalega stofnað sem fjárfestingarfélag sparisjóð- anna. Ein helsta eign félagsins hefur verið stór hlutur í Existu. „Þetta hefur ekki gengið sem skyldi að undanförnu en við höfum innleyst umtalsverðan hagnað á undanförnum árum,“ segir Friðrik Friðriksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla. Annars segir Friðrik stöðu sparisjóðsins góða. „Við ætlum að einbeita okkur að hluta- félagavæðingu sem ætti að klárast seinni part þessa árs,“ segir hann og kveður Sparisjóð Svarfdæla ekki hafa leitað til Íbúðalánasjóðs eftir fjármögn- un í nýjum lánaflokki en komi til með að gera það þegar fram líða stundir. Kista var lengst af í eigu sex sparisjóða; SPRON, Sparisjóðs Keflavíkur, Sparisjóðs Mýra- sýslu, Sparisjóðs Vestfirðinga, Sparisjóðs Húnaþings og Stranda og Sparisjóðs Svarfdæla. - bþa Kista á færri hendur Vöxtur í veltu dagvöruverslun- ar hefur aldrei verið meiri frá því að farið var að mæla smá- söluvísitöluna árið 2001. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinn- ar sem birti í upphafi vikunn- ar smásöluvísitöluna fyrir júlí. Aukningin var rúm 22 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Ef miðað er við fast verðlag þá nam veltuaukningin 3,2 pró- sentum. Veltuaukningin er því að mestu tilkomin vegna hækk- unar verðlags en verð á dag- vöru hækkaði um rúm 18 pró- sent á einu ári. Áfengissala jókst um rúman fjórðung miðað við breytilegt verðlag en 17 pró- sent á föstu verðlagi en áfengis- verð hefur hækkað um 8 prósent á milli ára. Sala á fatnaði jókst einnig en aukningin nam 7 pró- sentum á breytilegu verðlagi og nærri 4 á föstu verðlagi. Verð á fatnaði hækkaði um 3,1 prósent á síðustu 12 mánuðum sem er þó minni hækkun en í flestum öðrum vöruflokkum. Samanlögð velta í smávöru- verslun eykst um tæp 7 prósent á milli ára á föstu verðlagi en 23 prósent á breytilegu. Af öllum vöruflokkum vega dagvara og áfengi þyngst í hækkuninni. - ghh Dagvöruvelta aldrei verið meiri VERSLUN Af öllum vöruflokkum vega dagvara og áfengi þyngst í hækkuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. „Það hefur aldrei gengið eins vel og síðustu fjórar vikur,“ segir Guðni Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, en innlán á Kaup- þing Edge-reikningum í Bret- landi hafa aukist mikið undan- farið. Ástæðan er meðal annars sú að undanfarið hafa margir bresk- ir viðskiptabankar lækkað inn- lánsvexti sína. Barclays hefur lækkað vexti á mörgum reikn- ingum um 0,25 prósent og Abbey hefur lækkað vexti á flestum reikningum sínum um 0,2 pró- sent. Þetta er liður í tilraunum breskra banka til að verja eig- infé sitt og auka arðsemi í ljósi mikilla afskrifta að undanförnu. „Menn eru að kalla yfir sig reiði neytenda með svona að- gerðum,“ segir Guðni, en vaxta- lækkanirnar hafa allar orðið á eldri reikningum sem bank- arnir eru hættir að bjóða upp. Bankarnir vonast til þess að við- skiptavinir þeirra gæti ekki að sér og flytji sparifé sitt yfir á reikninga sem bjóða betri kjör. „Við erum að vinna okkur nafn í Bretlandi og höfum einsett okkur að vera mjög samkeppnis- hæfir, sérstaklega á bundnum reikningum,“ sagði Guðni. - msh LONDON Innlánsvextir á Edge-reikn- ingum Kaupþings laða að eftir að breskir bankar lækka sína innlánsvexti. MARKAÐURINN/GETTY Breskir vextir lækka Stóraukin viðskipti hjá íslenskum bönkum. Guðbjörg Edda Eggertsdótt- ir hefur verið ráðin aðstoðar- forstjóri Actavis í stað Sig- urðar Óla Ólafs sonar sem hefur tekið við for- stjórastóln- um. Eins og kunnugt er hætti Ró- bert Wess- man sem forstjóri Act- avis í síðustu viku. Guðbjörg Edda hóf störf hjá Actavis eftir sam- runa við lyfjafyrirtækið Delta. Hún kom til Delta árið 1983 og var síðast aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri útflutn- ings- og þróunarsviðs félags- ins. - as GUÐBJÖRG EDDA EGGERTSDÓTTIR Ný í sæti aðstoðarforstjóra Námskeið í sýningaþátttöku Námskeið í sýningaþátttöku verður haldið miðvikudaginn 3. september, kl. 9.00–17.00 á Radisson SAS Hótel Sögu. Leiðbeinandi verður Þjóðverjinn Hans-Jörg Klecha sem hefur áratuga reynslu sem faglegur ráðunautur við uppsetningu, framkvæmd og þátttöku á alþjóðlegum vörusýningum. Á námskeiðinu verður farið yfir faglega þætti sýningaþátttöku, hvernig finna skuli hentugustu sýninguna, hvernig mæta eigi sem best undirbúinn til leiks og hvernig hægt sé að fá sem mest út úr sýningunni með eftirfylgni. Þátttökugjald er kr. 19.900 með hádegisverði. Skráning fer fram í síma 511 4000 eða utflutningsrad@utflutningsrad.is. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Nánari upplýsingar veita: Ásgerður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri, asgerdur@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is. Vilt þú kynna fyrirtæki þitt eða vörur á sýningum erlendis? Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.