Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 2008 27 FRJÁLSAR Íslenska frjálsíþrótta- fólkið er síðast til að hefja keppni á Ólympíuleikunum í Peking. Stef- án Jóhannsson segir Ísland senda flottan hóp á leikana en keppend- um í frjálsum hefur fjölgað um einn frá því á leikunum í Aþenu fyrir fjórum árum. „Í frjálsum íþróttum þarft þú að vera framar en í mörgum öðrum greinum því tímaseðillinn er þannig að það mega ekki vera of margir í hverri grein. Lágmörkin eru því mjög ströng í frjálsum. Það er því frábært fyrir þessa krakka að hafa náð þessum lág- mörkum. Þau hafa öll sýnt feyki- legan dugnað við að vinna sig upp,“ segir Stefán, annar þjálfari hópsins í Peking. Þórey Edda Elísdóttir hefur glímt við erfið meiðsli í þrjú ár, Ásdís Hjálmsdóttir fór í aðgerð á kasthendi sinni fyrir rúmu hálfu ári og þurfti síðan líkt og Bergur Ingi Pétursson að bæta sig mikið til þess að ná lágmarkinu. Þórey Edda Elísdóttir keppir í stangarstökki á þriðju leikunum í röð. Hún varð í 22. sæti er hún stökk 4,00 metra í Sydney 2000 en náði síðan stórglæsilegum árangri á síðustu leikum í Aþenu er hún stökk 4,55 metra og tryggði sér fimmta sætið. „Þórey hefur verið að glíma við meiðsli en það er vonast til þess að hún sé að jafna sig af þeim. Hún hefur verið að gera mjög margt til þess að ná sér góðri og hefur kost- að miklu til þess,“ segir Stefán um Þóreyju. „Hún er gífurlega keppnisreynd og það kemur henni til góða á þess- um leikum. Það skiptir miklu máli að hún sé að stökkva sársaukafrítt og finni sig vel því ef hún gerir það á hún að geta gert stóra og góða hluti. Þórey hefur sýnt það að hún er einn besti íþróttamaður okkar frá upp- hafi. Hún vill kveðja vel og ég vona að henni takist það,“ segir Stefán. Hann segir að markmiðið hljóti að vera metnaðarfullt þrátt fyrir meiðslin. „Þórey Edda er búin að fara yfir 4,30 í sumar en við vitum að hún getur farið miklu hærra. Ef hún nær sér sæmilega heilli þá á hún að geta farið mjög hátt. Hún hefur verið í úrslitum á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum og hún heldur áfram að setja það markmið að komast í úrslit. Það þarf samt eigi- lega allt að ganga upp til þess að fólk fari í úrslit,“ segir Stefán. Íslendingar senda nú tvo kast- ara til leiks á Ólympíuleikum en enginn kastari var með á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum sem voru þá fyrstu Ólymp- íuleikarnir í 40 ár þar sem enginn íslenskur kast- ari var með. Bergur Ingi Péturs- son tekur þátt í sleggjukasti fyrstur Íslendinga á Ólympíu leikum og Ásdís Hjálms- dóttir verður fyrsta íslenska konan í tut- tugu ár til þess að kasta spjóti á leikunum, eða síðan að Íris Grönfeldt náði 26. sæti í Seúl 1988. „Ég er alveg viss um að þetta verði ekki síðustu leikarnir hjá Ásdísi og Bergi og ég tel að þau eigi bæði bjarta framtíð fyrir sér,“ segir Stefán. Stefán býst við góðri frammistöðu hjá þeim báðum. „Ásdís hefur sannað það að hún er stórmótamanneskja og ég á alveg eins von á því að hún kasti mjög vel á þessu móti. Hún er númer 33 í heiminum í dag og ég sagði þegar hún kastaði spjótinu 59,80 metra að þá hefði hún kastað sér úr alþjóðlegum klassa upp í heims- klassann,“ segir Stefán en Ásdís fór í aðgerð í nóvember. „Það er dugnaður hennar og atorkusemi sem hefur orðið til þess að hún er búin að ná sér svona vel,“ segir Stefán. Hann vonast til að sjá Ásdísi fara í úrslit. „Tak- markið er að kasta vel. Við vitum það að ef hún kastar vel og hittir á sitt besta þá getur hún alveg farið í tólf manna úrslit. Hún getur líka orðið tuttugasta en takmarkið er aðallega að kasta vel,“ segir Stef- án. Bergur Ingi Pétursson hefur eins og Ásdís bætt sig mikið á þessu ári. „Bergur þurfti að bæta sig verulega til þess að komast á Ólympíuleikana og hann hefur gert það. Þetta ár hefur verið stór- glæsilegt hjá honum og ég veit að hann hefur æft mjög vel. Hann er búinn að bæta Íslandsmetið um fleiri, fleiri metra,“ segir Stefán, sem játar að hann hafi mjög gaman af að fylgjast með honum í keppni. „Bergur er orðinn virkilega skemmtilegur keppnismaður. Möguleikarnir hjá honum eru mjög góðir og ég hef trú á því að hann setji Íslandsmet miðað við hvernig hann kastaði á meistara- mótinu. Hann verður að kasta 76 metra til þess að eiga möguleika á að komast í úrslitin en ég er ekki frá því að hann eigi möguleika á því. Hann getur verið hæstánægð- ur ef hann nær að setja Íslands- met,“ segir Stefán. ooj@frettabladid.is Frjálsíþróttafólkið hefur síðast keppni á Ólympíuleikunum þar sem Þórey Edda Elísdóttir setur nýtt met: Reynsluboltinn og nýliðarnir tveir PEKING 2008 Jakob Jóhann Sveins- son var aftur mjög svekktur með sjálfan sig eftir að hafa orðið 38. af 52 keppendum í 200 metra bringusundi í gær. Jakob synti á 2:15,58 mínútum, sem er hans besti tími á árinu en nokkuð frá Íslandsmeti hans. “Þetta var ekki nógu gott. Þegar ég ætlaði að keyra upp hraðann eftir 100 metra var ég ekkert að komast hratt. Ég komst bara ekki hraðar né fram úr þeim sem var fremstur. Ég hélt að ég væri hraðari,“ sagði Jakob, sem telur sig vera betri en úrslitin sýni. „Ég hef verið að æfa með Evrópumethafanum og öðrum og verið að synda svipað og þeir. Ég fer hraðar þegar ég næ kraftinum upp. Ég á heima meðal þeirra bestu. Ég veit það alveg,“ sagði Jakob Jóhann kokhraustur. - hbg Jakob Jóhann Sveinsson: Á heima meðal þeirra bestu BESTI TÍMINN HANS Í ÁR Jakob Jóhann Sveinsson sést hér á fleygiferð í 200 metra bringusundinu á Ólympíuleikun- um í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Ragnheiður Ragnars- dóttir stingur sér til sunds í Pek- ing í dag er hún tekur þátt í 100 metra skriðsundi. Það er önnur af tveimur greinum sem Ragnheið- ur tekur þátt í en hún mun einnig synda 50 metra skriðsund. „Mér líður mjög vel en þetta hefur verið svolítið erfitt síðustu vikur. Fyrst voru þjálfaraskipti hjá mér og svo hefur verið erfitt að aðlagast hitanum og tímamis- muninum. Þess utan lenti ég í því úti í Singapore fyrir leikana að léttast svolítið þar sem maturinn var ekki alveg að gera sig. Kjúkl- ingalappirnar voru til að mynda ekki mjög gómsætar. Ég er búin að ná því aftur og er að jafna mig,“ sagði Ragnheiður og bætti við að maturinn í Ólympíuþorp- inu væri aftur á móti mjög góður. „Ég er nokkuð bjartsýn á að ná mínum besta tímum hér og þá helst fyrir 50 metra sundið. Hef verið að einbeita mér meira að því enda er það seinna sundið mitt og mér gekk ekki vel í fyrra sundinu í Aþenu,“ sagði Ragn- heiður, sem segist ekki vera eins stressuð núna og hún var í Aþenu fyrir fjórum árum. „Það er samt alltaf smá spenna og maður titrar pínu að vera komin í nýjan laug og nýja heims- álfu. Ég er mikið í slökun og hug- leiðingu til þess að róa taugarn- ar,“ sagði Ragna, sem lenti í pirrandi uppákomu á æfingu. „Ég passaði ekki alveg í sund- gallann sem ég var að fara í og hann rifnaði í tvennt þegar ég var að fara í hann. Ég reyni samt að láta svona litla hluti ekki trufla mig of mikið,“ sagði Ragnheiður. - hbg Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir er bjartsýn þrátt fyrir erfiðleika í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana: Kjúklingalappirnar voru ekki gómsætar RAGNHEIÐUR Keppir í Peking í dag í 100 metra skriðsundi. Hún lætur hnökra á undirbúningnum ekkert á sig fá. RÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSLENSKI KRAFTURINN Kastararnir og nýliðarnir Bergur Ingi Pétursson og Ásdís Hjálmsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FIMMTA SÆTI Þórey Edda Elísdóttir náði bestum árangri Íslendinga á síðustu Ólympíu- leikum þegar hún endaði í 5. sæti í stangarstökki kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR PEKING 2008 Kóreubúar sýndu og sönnuðu í gær að þeir tefla fram frábæru handboltaliði. Suður- Kóreumenn gerðu sér þá lítið fyrir og skelltu Evrópumeistur- um Dana með einu marki, 31-30, í frábærum leik. Kóreubúar náðu yfirhöndinni um miðbik síðari hálfleiks og það var ekki síst stórleik Suyong Jung að þakka að Kórea vann leikinn. Sá drengur fór gjörsamlega hamförum í leiknum, skoraði níu mörk og þar á meðal sigurmarkið. Lítill og snöggur strákur sem minnir um margt á hinn frábæra Kang sem Íslendingar muna eflaust vel eftir. Kóreumenn velgdu Þjóðverjum einnig undir uggum í fyrsta leiknum en þeir spila gríðarlega „aggressívan“ varnarleik og ótrúlega hraðan og lifandi sóknarleik. Er því ljóst að íslenska liðið þarf toppleik í fyrramálið til að stöðva Kóreu, sem er aftur komin með lið í heimsklassa. - hbg Danir lágu í því í gær: Kóreumenn eru ógnarsterkir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.