Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 13.08.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Egill fór í tæplega fjögurra vikna ferðalag til Japans og var heillaður af menningunni í Tókýó. „Eftir að við horfðum á Lost in Translation í bíó vorum við staðráðnir í að fara til Japans,“ segir Egill Moran Friðriksson sem fór í eftirminnilegt ferðalag ásamt vini sínum Matthíasi Arnalds sumarið 2005. Strákarnir dvöldu mestmegnis í Tókýó en þeir fóru einnig til Kyoto, Osaka og Hiroshima ásamt því að sækja þriggja daga rokkhátíð. „Tókýó var klárlega það svalasta við ferðina. Allt var svo öfga- kennt og menningin svo súr. Við horfðum til dæmis á þátt í klukkustund án þess að skilja neitt bara því hann var svo steiktur,“ segir Egill hlæjandi. Strák- arnir skipulögðu lítið í Tókýó og sögðu að nóg hefði verið að fara út á götu til að finna sér eitthvað að gera. „Maður skemmti sér við fáránlegustu hluti; bara að horfa á risastór auglýsingaskilti á japönsku fannst okkur geðveikt kúl.“ Egill og Matthías eru tækninördar og því var nóg að gera fyrir þá í borginni. „Í tæknihverfinu Akiha- bara duttum við til dæmis nokkrum sinnum inn á margra hæða spilasali. Þar vorum við kannski í þrjá til fjóra tíma og kláruðum heilu tölvuleikina.“ Egill nefnir einnig skemmtilega reynslu sem hann átti inni á salerni í Sony-verslunarmiðstöð. „Þetta var ruglaðasta klósett sem ég hef farið á; þú gast hitað setuna, sett útvarpið í gang og þegar búið var á klósettinu var hægt að sprauta vatni á tiltekna lík- amsparta. Besti fídusinn var síðan takki sem fram- kvæmdi sturtuhljóð til að deyfa óæskileg hljóð.“ Japanir voru einstaklega hjálplegir og kurteisir að sögn Egils. „Það reyndu allir að hjálpa manni eftir fremsta megni þótt þeir skildu ekkert í ensku. Síðan var nánast enginn hvítur þarna svo það var horft sjúklega mikið á mann, ég tala nú ekki um Matta sem er snjóhvítur í framan. Honum var þrisvar boðið módelstarf,“ segir Egill hlæjandi. „Það var skemmtileg reynsla að koma í land þar sem engnn talar ensku og allir stara á mann.“ mariathora@frettabladid.is Japanirnir störðu á okkur Egill stendur hér fyrir framan japanska verslun í Hiroshima en þeir vinirnir fóru í dagsferð til borgarinnar. MYND/MATTHÍAS ARNALDS FRUMLEG HÖNNUN Eldhúsljós geta verið ýmiss konar eins og hönnuðurinn Nicholas Furrow hefur sýnt fram á. HEIMILI 3 ÖRYGGIÐ FYRST Sérstök öryggisnefnd Aksturs- íþróttanefndar LÍA/ÍSÍ mun endur skoða keppnis- reglur í rall- og brautar- keppnum í vetur. BÍLAR 2 Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is Komdu á vinalegu húsgagna lagersöluna Almennur opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardagar 11 - 16 Út með gamalt Inn með nýtt m ó t o r s p o r t ú t i v i s t Allt fyrir jeppamanninn á einum stað Rýmum fyrir nýrri sendingu og bjóðum síðustu pallhúsin á gamla verðinu með frírri ásetningu K2Icehobby Dalsbraut 1 600 Akureyri sími 464-7960www.k2icehobby.is Pallhús á Hilux SAVAGE Torfærukeppnin, keppni fjarstýrðra bíla verður haldin sunnudaginn 17. ágúst á athafnarsvæði Gæðamoldar í Grafarvogi. Skráning kepp- enda er á staðnum. Frekari upplýsingar eru í Tómstundahúsinu, sími 587 0600

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.