Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 12
12 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR FÉLAGSMÁL „Það er mikilvægt að fólk viti að það getur fengið hjálp ef um ofbeldi er að ræða,“ segir Guð- rún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um neyðarkortið Við hjálpum. Kortið er ætlað konum í nánum samböndum sem sæta ofbeldi og þurfa að leita sér hjálpar. Það er útgefið af samráðsnefnd félags- og tryggingamálaráðuneytis, heil- brigðisráðuneytis, menntamála- ráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga en nefnd- inni er ætlað að hrinda í fram- kvæmd áætlun um aðgerðir vegna ofbeldis gegn konum í nánum sam- böndum. Kortið er á stærð við nafnspjald en þar er að finna símanúmer Neyð- arlínu, Kvennaathvarfs, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Hjálparsíma Rauða kross Íslands. Á kortinu eru upplýsingar á fimm tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku. „Ástæðan er auðvitað sú að það er meiri hætta á að útlenskar konur hafi ekki sama aðgang að upplýs- ingum og við hinar,“ segir Guðrún. Hún segir mjög mikilvægt að dreif- ing kortanna verði tryggð. Í tilkynningu frá félags- og trygg- ingamálaráðuneytinu segir að kort- in verði send víðs vegar um landið, á heilsugæslustöðvar, félagsþjón- ustu sveitarfélaga, félagsmiðstöðv- ar, í sundlaugar, á bókasöfn og svæðisskrifstofur málefna fatlaðra. - ovd Aukin aðstoð við konur sem sæta ofbeldi: Neyðarkort gefið út á fimm tungumálum MENNING „Miðborgin verður meira og minna lokuð almennri bílaumferð á menningarnótt,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Hann segir löggæslu háttað með svipuðum hætti og síðustu ár. Lögreglumenn gangi um miðborgina og njóti aðstoðar björgunarsveit- arfólks og sjálfboðaliða. Upp úr kvöldmat fari gestum venjulega að fjölga mikið í miðborg- inni og þá muni lögreglumönnum einnig fjölga. Lögreglumenn á bifhjólum verði svo til að liðka til með umferð til og frá miðborginni. „Við bendum fólki á að nýta sér þau bílastæði sem eru fjarri miðborginni og nýta sér strætisvagna eða ganga niður í bæ.“ Geir Jón segir tónleikagesti á Miklatúni ekki þurfa að fara langt til að sjá flugeldasýn- inguna sem haldin verður á sjónum úti af Sæbrautinni. „Frá Sjómannaskólanum má til dæmis sjá flugeldasýninguna mjög vel.“ Hann segir lögregluna ætla að framfylgja útivistarreglum ungmenna. „Þetta er fjölskylduhátíð og það á ekki að skilja börnin eftir í miðborginni á menningar- nótt. Enda er engin dagskrá fyrir börn eftir að flugeldasýningunni lýkur.“ Hann hvetur gesti menningarnætur til að gefa sér tíma. „Það tekur lengri tíma að komast um miðborgina en hefðbundið er vegna þess að það er mikil umferð og því verður ekki breytt.“ - ovd Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar aðstoða lögregluna á menningarnótt: Víða lokað fyrir bíla í miðborginni VIÐ LÍRUKASSANN Árni Friðleifsson varðstjóri hafði gaman af spilamennsku Geirs Jóns Þórissonar yfirlög- regluþjóns sem tók lagið á lírukassa utan við kynning- arfund menningarnætur. MYND/SÓLBJARTUR ÓLI UTLEY Viltu fá upplýsingar um hraða, tíma, vegalengd og kaloríur sem þú hefur brennt á meðan þú hleypur? Með Nike+ getur þú fengið allar þessar upplýsingar um leið og þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína. Nemi í Nike hlaupaskónum þínum fylgist með hverju skrefi sem þú tekur og skilar upplýsingunum í iPodinn þinn. Kynntu þér NIKE+ á næsta sölustað og upplifðu hlaupin þín á nýjan og skemmti- legri hátt Kíktu á nike.is og kynntu þér málið GEORGÍA, AP Rússneskir hermenn grófu í gær skotgrafir og settu upp varðstöðvar í miðri Georgíu langt út fyrir svæðið sem þeim er heimilt að halda sig á. Brottflutn- ingur herliðs Rússa frá Georgíu virðist ganga afar hægt fyrir sig. Í gær sendi Abkasíustjórn erindi til rússneskra stjórnvalda með beiðni um viðurkenningu á sjálfstæði Abkasíu. Abkasía er, rétt eins og Suður-Ossetía, hérað innan landamæra Georgíu, sem hefur þó frá því skömmu eftir fall Sovétríkjanna í reynd farið með alla stjórn á eigin málum. Georgíustjórn fór á þriðjudag- inn fram á það að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um að Rússar færu án tafar að ákvæðum vopnahléssam- komulagsins, sem bæði Rússar og Georgíumenn hafa undirritað. Bandaríkin og Evrópusamband- ið hafa lýst stuðningi við þessa kröfu Georgíu. Rússar hafa til þessa ekki leyft neinum að ferðast til Suður-Osse- tíu, en talsmenn Rauða krossins sögðu í gær að starfsfólk samtak- anna, alls sautján manna hópur, væri á leið til Tskhinvali, höfuð- borgar Suður-Ossetíu. Rauði krossinn hafi fengið samþykki til þess frá stjórn Suður-Ossetíu. Rauði krossinn telur að um 80 þúsund Georgíumenn hafi flúið að heiman vegna átakanna, bæði frá Suður-Ossetíu og einnig frá Gori og borgum í vestanverðri Georgíu. Einnig er talið að um 37 þúsund Ossetíumenn og átta þúsund Georgíumenn hafi flúið til Norð- ur-Ossetíu, sem er innan landa- mæra Rússlands, þegar Georgíu- menn hófu loftárásir á Tshkanvali fyrir hálfum mánuði. Alþjóðlegi stríðsglæpadóm- stóllinn í Haag er byrjaður að kanna vísbendingar um stríðs- glæpi, sem grunur leikur á að framdir hafi verið í átökunum. Einkum beinist rannsókn dóm- stólsins að fjórtán klukkustunda sprengjuárásum Georgíuhers á Tshkinvali og síðan að árásum rússneska hersins á borgina Gori í Georgíu. gudsteinn@frettabladid.is Brottflutningi herliðs Rússa miðar hægt Abkasía biður Rússland um viðurkenningu á sjálf- stæði. Starfsfólk Rauða krossins á leið til Tskhinvali. Rússneski herinn grefur nýjar skotgrafir í Georgíu. RÚSSNESKIR HERMENN Í TSHKINVALI Stór mynd af Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, blasir við í höfuðborg Suður-Ossetíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÁ ELSTI LÁTINN Indverjinn Habib Miyan sagðist vera elsti maður heims. Hann var 138 ára þegar hann lést í Jaípúr á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÍNA, AP Hua Guofeng, sem stjórnaði Kína í nokkur ár eftir fráfall Maós Tsetung, lést í gær, 87 ára að aldri. Hua tók við völdum árið 1976 en strax tveimur árum síðan tók að fjara undan völdum hans þegar Deng Xiaoping komst til metorða og fór af stað með efnahagsumbætur sem lögðu grunninn að uppgangi í efnahagslífi Kína. Hua var síðan þröngvað úr formannsembætti Kommúnista- flokksins árið 1981 og hefur síðan verið lítt áberandi. Hann hélt þó áfram stöðu sinni lengi vel í innsta valdahring flokksins. - gb Fyrrverandi Kínaleiðtogi: Hua Guofeng látinn í Kína HUA GUOFENG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.