Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 54
34 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is KIM CATTRALL Á 52 ÁRA AFMÆLI Í DAG. „Ég hef verið ástfangin mestallt mitt líf, en sú ást hefur verið á vinnu minni.“ Kim Cattrall fæddist á Eng- landi árið 1956 en fluttist ung til Kanada. Hún er þekkt- ust fyrir að túlka Samönthu í bandarísku þáttunum Beðmál í borginni. Í dag eru 97 ár síðan málverkinu fræga, Monu Lisu, var stolið af lista- safninu Louvre. Það var málarinn Louis Béroud sem uppgötvaði stuldinn þegar hann kom að auðum veggnum morguninn eftir. Hann hafði samband við öryggisvörð sem taldi að mynd- in hefði verið tekin niður fyrir mynda- töku. Það reyndist hins vegar ekki rétt og safninu var því tafarlaust lokað í viku meðan á rannsókn málsins stóð. Franska ljóðskáldið Guillaume Ap- ollinaire, sem hafði áður sagt opinber- lega að Louvre-safnið ætti að brenna til kaldra kola, lá fjótlega undir grun. Hann var fangelsaður en Guillaume reyndi að koma sökinni yfir á vin sinn, Pablo Picasso, sem einnig var yfirheyrður. Vinirnir voru þó fljótlega leystir úr haldi. Þegar tvö ár voru liðin frá hvarfi verksins og fólk búið að gefa upp alla von á að finna það aftur komst upp um þjófinn. Það var starfs- maður Louvre-safnsins, Vincen- co Peruggia, sem farið hafði inn á safnið um miðjan dag, falið sig inni í kústaskáp þar til safnið lok- aði og gengið síðan út með verk- ið falið undir frakka sínum. Perugg- ia var ítalskur þjóðernissinni sem áleit verkið þjóðareign Ítala. Eftir að hafa geymt verkið í íbúð sinni í tvö ár gerðist hann óþolinmóður og reyndi að selja Uffizi-safninu í Flór- ens það. Verkið var sýnt á helstu söfnum Ítalíu en var síðan sent aftur til eigenda sinna í Frakklandi. Peruggia var hylltur um alla Ítalíu fyrir verknað- inn og fékk aðeins nokkra mánuði í fangelsi. ÞETTA GERÐIST: 21. ÁGÚST 1911 Málverkinu Monu Lisu var stolið „Þetta verður góð blanda af fræðslu og skemmtun,“ segir Sesselja Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá utanríkisráðuneyt- inu, um opið hús sem þar verður á Menningarnótt. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt ráðuneyti opnar dyr sínar fyrir al- menningi. „Þetta var hugmynd sem vaknaði hér síðastliðinn vetur vegna áhuga ráðherra og menningarfulltrúa ráðuneyt- isins á menningu og því að tengjast þessum glæsilega við- burði sem Menningarnótt er. Við ræddum þetta við skipu- leggjendurna og þeim leist mjög vel á hugmyndina.“ Sesselja segir tilganginn með opnu húsi að setja starfsemi utanríkisþjónustunnar í samhengi fyrir hinn almenna borg- ara. „Fólk áttar sig kannski ekki alveg á því hvað við erum að gera og hvað það getur leitað til okkar með. Við erum að þjón- usta Íslendinga og íslensk fyrirtæki úti um allan heim,“ segir Sesselja. Hún hóf störf á skrifstofu Evrópumála hjá ráðu- neytinu fyrir rúmum tveimur árum. „Ég hef alltaf haft rosa- lega mikinn áhuga á alþjóðasamfélaginu og alþjóðasamstarfi og einbeitti mér svolítið að því í náminu mínu. Mér fannst þetta því spennandi vettvangur og eitthvað sem ég gat vel hugsað mér að fá að kynnast betur.“ Utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg 25 verður opið milli klukkan tvö og sex á laugardaginn og verður þar margt í boði. „Ráðherra sem og aðrir starfsmenn ráðuneytisins munu taka á móti almenningi á skrifstofum sínum og kynna starf sitt. Þá verður boðið upp á fræðslusýningu um utanríkisþjónust- una, um friðargæsluna og einnig munum við kynna borgara- þjónustuna sem er neyðarvakt utanríkisráðuneytisins fyrir Íslendinga erlendis. Síðan verða fyrirlestrar á hálftíma fresti um Evrópu-, viðskipta-, varnar- og þróunarmál ásamt fram- boði okkar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“ Það verður þó boðið upp á fleira en fræðslutengt efni á opna deginum. „Hér verður mjög skemmtileg ljósmyndasýning eftir Pál Stefánsson um lífið í Afríku sem og verk listamanna sem tóku þátt í Feneyjatvíæringnum. Enn fremur ætlar Ólöf Arnalds að koma og leika lög fyrir gesti og gangandi.“ Einn- ig verður ýmislegt við að vera fyrir börnin. „Við verðum með barnadagskrá þar sem meðal annars verður boðið upp á hopp- ukastala, teiknisamkeppni og andlitsmálningu. Þetta verður rosalega skemmtilegur dagur, við hvetjum fólk til að koma við.“ mariathora@frettabladid.is UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Á MENNINGARNÓTT: FYRST RÁÐUNEYTA MEÐ OPIÐ HÚS Starfsemi ráðuneytisins kynnt fyrir almenningi SESSELJA SIGURÐARDÓTTIR, LÖGFRÆÐINGUR HJÁ UTANRÍKISRÁÐU- NEYTINU Sesselja er meðal þeirra sem hafa verið að undirbúa opið hús á menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Elskuleg fóstra mín og systir, Guðrún Bergrós Tryggvadóttir Svertingsstöðum 1, Eyjafjarðarsveit, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 1. ágúst, verður jarðsungin frá Kaupangskirkju laugardaginn 23. ágúst kl 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Hansína María Haraldsdóttir Haraldur Tryggvason. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Brynjólfur Sæmundsson frá Borðeyri, Dalbraut 27, sem lést 13. ágúst, verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00. Minningarathöfn verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. ágúst klukkan 13.00. Dagmar Brynjólfsdóttir Georg Jón Jónsson Jóhanna Brynjólfsdóttir Sveinbjörn Jónsson Jóna Pálína Brynjólfsdóttir Gylfi Þór Helgason barnabörn og fjölskyldur þeirra. Okkar yndislega eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Þórsdóttir húsfreyja á Bakka á Svarfaðardal, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 13. ágúst 2008, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði. Ingvi K. Baldvinsson, börn og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, Steinunn Brynjúlfsdóttir lífeindafræðingur, Hegranesi 28, Garðabæ. Lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 19. ágúst. Halldór Guðbjarnason Lilja Dóra Halldórsdóttir Jónas Fr. Jónsson Elín Dóra Halldórsdóttir Atli Knútsson Brynjúlfur Jónatansson Brynjúlfur Jónatansson Lilja Þorleifsdóttir Steinunn Dóra, Jónas Rafnar, Halldór Andri og Valur Björn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Þórhallsson húsasmiður, Brúnavegi 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 12. ágúst. Verður jarðsunginn föstudaginn 22. ágúst kl. 15.00 frá kirkju Óháða safnaðarins. Halldóra K. Guðjónsdóttir Elín Birna Harðardóttir Ársæll Gunnsteinsson Katrín Úrsúla Harðardóttir Guðni B. Guðnason G. Svafa Harðardóttir Þórhallur G. Harðarson Brynja Björk Rögnvaldsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Stefán Hafliðason Kríuhólar2, 111 Reykjavík lést á Borgarspítalanum 18. ágúst. Fanney S. Halldórsdóttir Karl Friðrik Thomsen María Vigfúsdóttir Helga Jóna Thomsen Sigrún Eygló Guðmundsdóttir Elvar Þór Þorleifsson Ósk Reykdal Guðmundsdóttir Ævar Kr. Bragason Hafdís Bylgja Guðmundsdóttir Hermann Þorleifsson Fanney Erla Hansdóttir Sigurður G. Karlsson Ólöf Guðmundsdóttir Sigurður Guðmundsson Andrés Guðmundsson (látinn) barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1011 Njáll Þorgeirsson og fjöl- skylda hans eru brennd inni á Bergþórshvoli í Landeyjum. 1810 Jean-Baptiste Bernadot- te er kosinn krónprins Svíþjóðar. Hann ríkti yfir landinu í 34 ár eða allt til dauðadags. 1821 Kóraleyjan Jarvis í Suður- Kyrrahafinu er uppgötvuð. 1932 Þverárbrú í Rangárvalla- sýslu er vígð að viðstödd- um fimm þúsund manns. 1942 Baráttan um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni hefst. 1958 Friðrik Ólafsson verður fyrsti íslenski stórmeistar- inn í skák, 24 ára gamall. 1991 Ríkisstjórn Lettlands lýsir yfir fullu sjálfstæði eftir 47 ára yfirráð Sovétríkjanna. AFMÆLI CARRIE-ANNE MOSS leikkona er 41 árs í dag. PÁLMI MATTHÍ- ASSON prestur er 57 ára í dag. ARTHÚR BOGA- SON smábáta- eigandi er 53 ára í dag. EIRÍKUR JÓNS- SON ritstjóri er 56 ára í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.