Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 30
30 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Finnur Árnason skrifar um verðlagseftirlit. Undanfarna daga hefur starfsfólk ASÍ brugð- ist harkalega við niður- stöðu dómkvaddra mats- manna, sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvaddi til, til þess að fara yfir hversu mikið verð- lag lækkaði í 10-11 1. mars 2007, þegar virðisaukaskattur á matvæli lækkaði í 7 prósent. Niðurstaða matsgerðarinnar hefur opinberað ónákvæm vinnubrögð verðlagseft- irlits ASÍ og sýnt fram á að þau end- urspegli ekki að neinu leyti verð- breytingar á matvörumarkaði hér á landi. Viðbrögð ASÍ koma á óvart, ekki síst sú nálgun að segja að nið- urstaða matsmanna, sem héraðs- dómur kvaddi til verksins, komi verðlagseftirliti ASÍ ekkert við. Niðurstaða matsgerðarinnar er fal- leinkunn á vinnubrögð verðlagseft- irlitsins og því með ólíkindum að því sé haldið fram að hún komi ASÍ ekki við. Meinleg villa Málavextir eru þeir að ASÍ sendi frá sér fréttatilkynningu þann 16. apríl 2007, þar sem sagði að verð- lækkun í verslunum 10-11 frá febrúar til mars árið 2007 hefði verið 4,4 prósent. Þetta var nokkru minni lækkun en vænta mátti vegna breyttrar virðisaukaskatt- sprósentu á matvæli. Hagar mót- mæltu þegar í stað þessari frétta- tilkynningu, þar sem hún var röng og augljóst að m.a. hafði verið gerð meinleg villa við framkvæmd hennar. Í fréttatilkynningu ASÍ frá 16. apríl 2007, sem enn er á vef Alþýðusambandsins, er tafla sem sýnir verðbreytingar hinna ýmsu vöruflokka nokkurra verslana á umræddu tímabili. Glöggt má sjá í umræddri töflu að í vöruflokknum sykur, súkkulaði og sæt- indi segir ASÍ að verðlag hafi HÆKKAð um 8,9 pró- sent í verslunum 10-11, en ekki lækkað (sjá töflu). Virðisaukaskattur á sykri, súkkulaði og sætindum lækkaði úr 24,5 prósent- um í 7 prósent auk þess sem vörugjöld voru lögð af. Því hefði mátt vænta mikillar lækkunar á þessum vöru- flokki. Hækkun var fráleit. Aug- ljóst er því að ASÍ gerði mistök, þar sem 8,9 prósenta lækkun var skráð sem 8,9 prósenta hækkun og viðurkenndu starfsmenn ASÍ það strax þegar bent var á villuna. Það var þó ekki fyrr en daginn eftir sem ASÍ sendi frá sér leiðrétta fréttatilkynningu, þar sem sagði að verðlag í 10-11 hefði lækkað um 6,1 prósent. Aftur mótmæltu Hagar fréttatilkynningunni, sem rangri og að leiðréttingin nægði ekki til þess að sýna fram á þá lækkun sem sann- arlega hafði orðið í verslunum 10- 11 á umræddu tímabili. Hagar litu á þessar fréttatilkynningar sem aðför að orðspori 10-11, sem hafði sagt að öll skattalækkunin kæmi til með að skila sér til viðskiptavina strax, sem hún og gerði. ASÍ afhenti ekki gögn ASÍ neitaði að leiðrétta mistök sín. Hagar leituðu því í kjölfarið til Héraðsdóms Reykjavíkur og ósk- uðu eftir að matsmenn yrðu dóm- kvaddir til þess að komast að réttri niðurstöðu og hreinsa orðspor sitt í þessu máli. Dómurinn kvaddi til tvo matsmenn, löggiltan endur- skoðanda og dósent við Háskóla Íslands. Matsmennirnir voru óbundnir að öllu leyti við öflun gagna og gerðu þær skoðanir á gögnum og tölvukerfum 10-11 sem þeir óskuðu eftir. Þeir höfðu algjörlega frjálsar hendur til þess að komast að réttri niðurstöðu. Einnig leituðu þeir til ASÍ, sem vildi ekki gefa upplýsingar um „aðferðafræði“ sína við verðlags- eftirlit og ekki veita þeim aðgang að gögnum sínum. Vönduð mats- gerð sem nú liggur fyrir ber mats- mönnum gott vitni og er aðgengi- leg á vefnum hagar.is fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hennar. Meginniðurstaða matsmanna er eftirfarandi: „Það er samdóma álit matsmanna að sú raunlækkun í prósentum talið á útsöluverði verslana 10-11 sem varð við breyt- ingu á virðisaukaskattslögum þann 1. mars 2007 hafi verið í fullu samræmi við það sem vænta mátti. Þannig lækkaði „innkaupa- karfa“ matvæla 10-11 verslananna um 8,99 prósent en vænt lækkun var 8,98 prósent.“ Þessi niðurstaða þýðir að viðskiptavinir 10-11 nutu að fullu lækkunar á virðisauka- skatti, sem er þvert á það sem ASÍ hafði haldið fram í fréttatilkynn- ingum sínum. Starfsfólk ASÍ hefur í kjölfar þessarar niðurstöðu reynt að gera hana tortryggilega og slá ryki í augu almennings. Þannig hafa bæði framkvæmdastjóri ASÍ og verk- efnisstjóri verðlagseftirlitsins lagt áherslu á að Hagar hafi kallað til matsmenn, sem eru ósannindi. Hér- aðsdómur Reykjavíkur dómkvaddi matsmenn að beiðni Haga, svo hlut- leysi væri tryggt. Dómkvaddir matsmenn eru óháðir fagaðilar og á engan hátt tengdir aðilum málsins. Til að gera lítið úr vinnu matsmann- anna sagði framkvæmdastjóri ASÍ í fjölmiðlum að Hagar hefðu látið matsmenn „fá útprentaða verðlista og beðið þá að reikna“. Þetta eru einnig ósannindi. Dómkvaddir matsmenn láta ekki segja sér fyrir verkum, þeir afla þeirra gagna sem þarf. Í Kastljósi þann 18. ágúst sagði Henný Hinz, verkefnisstjóri ASÍ, að þegar umræddar fréttatilkynn- ingar voru sendar út hafi verið í gildi samkomulag um verklag verð- kannana á milli verslunarinnar og ASÍ. Enn og aftur er um að ræða ósannindi. Því samkomulagi sem Henný vísar til var sagt upp í desember árið 2005 eftir að hafa verið í gildi í aðeins 3-4 mánuði. Vinnubrögðin standast ekki faglega skoðun Hvernig stendur á því að laun- þegasamtök meginþorra starfs- fólks Haga kemur fram með þess- um hætti gagnvart fyrirtækinu og starfsfólki þess? Hvað gengur framkvæmdastjóra og verkefnis- stjóra ASÍ til með þessum vinnu- brögðum og ósannindum? Telur ASÍ virkilega að launþegum og neytendum sé unnið gagn með slík- um vinnubrögðum? Hvernig getur ASÍ alhæft um alla verðþróun í 10- 11 með því að heimsækja eina verslun af 25 og kanna verð á 50– 100 vörum af 3.500 sem eru þar til sölu? ASÍ kannar 1,5 til 3 prósent af vöruvali verslunarinnar. Stað- reyndin er að tölfræðileg skekkju- mörk aðferða þeirra eru alltof mikil til að fullyrðingar þeirra standist. Viðskiptaráðherra hlýtur í fram- angreindu ljósi að endurskoða fjárframlög til þessa verkefnis. Vinnubrögð verðlagseftirlits ASÍ standast enga faglega skoðun. Fagleg vinna dómkvaddra mats- manna hefur staðfest það svo ekki verður um villst að sú aðferð sem ASÍ notar við gerð verðkannana endurspeglar ekki að neinu leyti raunverðbreytingar í verslunum. Við slík vinnubrögð verður ekki unað lengur. Höfundur er forstjóri Haga. ASÍ á villigötum VERÐBREYTINGAR Á VÖRUFLOKKUM Hagkaup Nóatún Kjarval 10-11 11-11 des- feb feb- mars des- feb feb- mars des- feb feb- mars des- feb feb- mars des- feb feb- mars Brauð og kornvörur 1,8% -5,4% 1,5% -6,6% 0,9% -6,6% 4,2% -5,4% 3,0% -7,4% Kjöt 1,7% -4,9% -0,8% -2,2% 3,3% -1,0% 0,1% -3,8% 1,1% -6,6% Fiskur 8,7% -7,2% 12,4% -7,6% 5,6% -1,3% 6,7% -10,6% 13,8% -3,4% Mjólk, ostar og egg 0,0% -6,0% 3,1% -3,6% 1,2% -5,8% 1,3% -4,7% 0,6% -6,7% Olíur og feitmeti 1,3% -3,3% 7,8% -10,1% 2,5% -6,6% 9,6% -6,6% 3,8% -6,6% Ávextir -3,4% -9,1% -4,2% 6,7% 1,1% -6,2% 5,1% -5,8% -1,9% -8,0% Grænmeti og kartöflur 3,1% -5,6% -4,0% 0,2% 7,2% -6,9% 12,2% -5,2% 3,5% -11,2% Sykur, súkkulaði og sætindi 0,8% -11,6% 1,6% -10,7% 0,8% -10,3% 7,9% 8,9% 0,7% -12,4% Aðrar matvörur 0,9% -6,1% 2,3% -6,4% 2,1% -6,2% 5,0% -5,2% -0,4% -3,3% Kaffi, te og kakó 5,7% -10,2% 5,3% -8,2% 4,2% -6,6% 3,5% -5,9% 3,4% -7,7% Gos, safar og vatn 2,1% -19,0% -0,7% -20,8% 5,9% -15,4% 5,4% -13,9% 2,4% -17,3% TAFLA ÚR FRÉTTATILKYNNINGU ASÍ FRÁ 16. APRÍL 2007 TEKIN AF VEF ASÍ 20. ÁGÚST 2008 FINNUR ÁRNASON Dell Inspiron eða XPS DELL fartölvur eru með Intel örgjörva og eru fáanlegar í öllum regnbogans litum. Val um 13,3” eða 15,4” skjái og allar eru þær uppsettar með Microsoft Vista Home Basic eða Premium stýrikerfinu. Tilboðsverð frá 89.900 kr. Apple Tilboðsverð frá 124 .900 kr. Apple fartölvur eru með Intel örgjörva og eru fáanlegar me ð 13,3” skjá. MacBook Pro eru fáanle gar með 15,4” og 17” skjái. Allar eru þær uppsettar með Mac OS X Leop ard stýrikerfinu með FrontRow og iLife’0 8. Vefverslun Omnis á www.omnis.is Verslun Reykjanesbæ – sími 422-0300 | Verslun Akranesi - sími 433-0300 | Verslun Borgarnesi – sími 433-0310 ÖLL HELSTU VÖRUMERKIN Í FARTÖLVUM Á EINUM STAÐ HP Pavilion HP fartölvur eru mest seldu fartölvur í heimi og eru fáanlegar með annað hvort AMD eða Intel örgjörva. Val um 15,4” eða 17” skjái og allar eru þær uppsettar með Microsoft Vista Home Premium stýrikerfinu. Tilboðsverð frá 89.900 kr. Omnis lán í allt að 59 mánuði Með hverri fartölvu færðu fría vefafritun fyrir gögnin þín í 3 mánuði * Lenovo Thinkpad Tilboðsverð frá 114.900 kr. Lenovo ThinkPad fartölva er frábær kostur fyrir skólafólk. Fæst í mörgum verðflokkum. Allt að 5 klukkustunda rafhlöðuending, skarpur breiðskjár og vefmyndavél. Góð afköst á frábærum kjörum. *36 mánaða greiðslukortalán eru með breytilegum vöxtum og jöfnum afborgunum. Útreikningar sýna meðal afborgun yfir samningstíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.