Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 72
52 21. ágúst 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur komið eins og storm sveipur inn í íslenska landsliðið á Ólympíuleikunum. Sýnt frábær tilþrif og toppaði sig síðan í gær með ótrúlegum leik gegn Pólverjum. Björgvin varði alls 23 skot frá Pólverjum í leikn- um eða átta skotum meira en pólski markvörð- urinn Slawomir Szmal. Björgvin varði 9 skot í fyrri hálfleik og 14 skot í þeim síðari. „Það er alveg yndislegt að hafa hitt á svona leik og vera kominn í undanúrslit. Það er ekki annað hægt en að verja svona vel þegar maður er með tvo geðsjúklinga fyrir framan sig í Didda og Sverre sem berjast í öllu og gera þá skíthrædda. Þá verður vinnan auðveldari fyrir mig,“ sagði Björgvin Páll sem er yfirvegaður og með báða fætur á jörðinni. „Ég er fullur sjálfstrausts og hausinn er í lagi. Ef þessir hlutir eru í lagi þá gengur manni vel. Óli Stefáns á mikinn þátt í að koma okkur í gírinn en við höfum stillt öllum leikjunum upp sem úrslitaleikjum. Andlega hliðin er góð, allir í hópnum eru fínir félagar og til í að vinna hver fyrir annan,“ sagði Björgvin Páll en varla er hægt að trúa því að hann sé að spila á sínu fyrsta stór- móti. Slík er frammistaðan. „Fyrir kannski mánuði síðan var ég ekki á leið á Ólymp- íuleikana. Svo byrjaði ég að berjast fyrir hverjum bolta, hverri æfingu og hverjum leik. Takmarkið að komast á ÓL náðist og næsta markmið var að standa sig vel hérna. Það er að takast. Við erum samt ekkert búnir með neitt enn þá og verðum að halda áfram. Við erum komnir hingað til þess að vinna medalíu,“ sagði Björgvin ákveðinn en forráðamenn þýska liðsins Bit- tenfeld, sem hann samdi við í vor, eru örugglega í skýjunum yfir því að vera að fá þennan snjalla markvörð í sitt lið. MARKVÖRÐURINN BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON: ER BÚINN AÐ SLÁ Í GEGN Í PEKING Erum komnir til þess að vinna medalíu >Árangur Íslands vekur heimsathygli Erlendir fjölmiðlar eru farnir að gefa íslenska hand- boltalandsliðinu mikinn gaum í kjölfar frábærs árangurs liðsins á Ólympíuleikunum. Þeim fjölgar stöðugt, erlendu blaðamönnunum sem vilja tala við strákana okkar og þeir skilja einfaldlega ekki hvernig 300 þúsund manna þjóð getur náð slíkum árangri í hópíþrótt. Okkar maður Henry Birgir Gunnarsson lenti sjálfur í tveimur slíkum í gær þar sem hann þurfti að útskýra eftir bestu getu af hverju Íslendingar væru svona góðir í handbolta. Flestir halda að árang- urinn sé grís og einn blaðamaður spurði hann: „Svaraðu mér í fullri alvöru, getur Ísland unnið gullið í handbolta?“ Þeirri spurningu var að sjálfsögðu svarað játandi. PEKING 2008 Það er ekkert lát á stórkostlegri framgöngu íslenska handboltalandsliðsins í Peking. Liðið átti enn einn glansleikinn þegar Pólverjar voru lagðir, 32-30, í átta liða úrslitum í gær. Frábær sigur og ljóst að íslenska liðið getur farið enn lengra á þessum leikum spili það af sömu getu og í gær. Fyrri hálfleik verður aðeins lýst með einu orði – stórkostlegur. Klárlega langbesti hálfleikur liðs- ins síðan það kjöldró franska landsliðið á eftirminnilegan hátt á HM í Þýskalandi 2007. Strákarnir voru algjörlega til- búnir í slaginn frá fyrstu sekúndu. Ótrúleg stemning, mikil grimmd, ákefð og ekki síst ofurtrú á verk- efninu og eigin getu. Vörnin svo gott sem fullkomin og Björgvin Páll í ótrúlegu formi þar fyrir aftan. Sóknarleikurinn var listi- lega leikinn, ákaflega fjölbreyttur og lifandi. Mörk í öllum regnbog- ans litum. Þegar 30 mínútur voru liðnar leiddi Ísland með fimm mörkum, 19-14. Ótrúlegar tölur og ekki á hverjum degi sem hið sterka sókn- arlið Pólverja skorar aðeins 14 mörk í einum hálfleik. Vel útfærður varnarleikur íslenska liðsins sló Pólverjana algjörlega út af laginu. Skytturnar komust ekki á loft og ef þær gerðu það varði Björgvin oftar en ekki. Ákaflega ánægjulegt þar sem íslenskir markverðir hafa í gegn- um tíðina verið í vandræðum með langskot. Það mátti svo sem búast við því að Pólverjar kæmu til baka og það gerðu þeir. Minnkuðu muninn í 23- 22 þegar 42 mínútur voru búnar af leiknum. Þegar íslenska liðið virt- ist vera við það að brotna sýndi það enn og aftur þann andlega styrk og magnaða karakter sem það býr yfir. Pólverjar náðu aldrei að jafna, aðeins að klóra í bakið á íslensku strákunum og það ætlaði allt um koll að keyra þegar ljóst var að Ísland var komið í undanúr- slit. Stórkostlegur árangur hjá lið- inu. Þjálfarateymið er að vinna frábæra vinnu í að undirbúa liðið, strákarnir vita alltaf hvað á að gera og gera það með stæl. Inn- koma nýliðanna Ingimundar og Björgvins hefur haft mjög jákvæð áhrif á liðið. Það sem vekur þó mesta athygli er að Ísland er ekkert lið nokkurra einstaklinga lengur. Það er enginn skortur á breidd í þessum hópi eins og oft hefur verið. Hér skila allir leikmenn sínu, eru fullkom- lega meðvitaðir um sitt hlutverk og eru til í að berjast fram í rauð- an dauðann hver fyrir annan. Það er enn mikið hungur í þessu liði og það gæti hæglega haldið áfram að koma á óvart. Með álíka spilamennsku eru liðinu allir vegir færir og miðað við stemninguna sem ég upplifi í hópnum kæmi það mér ekkert á óvart ef liðið færi í úrslitaleikinn. Getan er svo sann- arlega til staðar. Ísland mætir Spáni í undanúr- slitunum og sá leikur fer fram í hádeginu á föstudaginn. Frakkar og Króatar spila á undan í hinum undanúrslitaleiknum. Ævintýrið í Peking heldur áfram Strákarnir okkar eru komnir í undanúrslit á Ólympíuleikunum og spila því um verðlaun á leikunum. Strákarnir lögðu Pólverja, 32-30, í frábærum leik. Sigur Íslands var sanngjarn og glæsilegur. FORSETINN FAGNAR Herra Ólafur Ragnar Grímsson fagnaði strákunum í leikslok. Hér heilsar hann Sigfúsi Sigurðssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOMNIR Í UNDANÚRSLIT Félagarnir úr Val, Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson, sjást hér fagna gríðarlega í leikslok þegar var orðið ljóst að íslenska handboltalandsliðið myndi spila um verðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísland-Pólland 32-30 (19-14) Mörk Íslands (skot): Alexander Petersson 6 (10), Guðjón Valur Sigurðsson 5 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (11/2), Logi Geirsson 4 (7), Ólafur Stefánsson 4/1 (8/1), Arnór Atlason 3 (6), Róbert Gunnarsson 3 (3), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Ingimundur Ingimundarson 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 23/1 (53/3) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Guðjón 2, Alexander, Ólafur, Ingimundur). Fiskuð víti: 3 (Snorri 2, Róbert). Utan vallar: 16 mínútur. Mörk Pólverja (skot): Mateus Jachlewski 6 (8), Gregorz Tkaczyk 6 (9), Bartlomiei Jaszka 4 (4), Mariusz Jurasik 4 (9), Karol Bielecki 3 (7), Bartosz Jurecki 3 (4), Tomasz Tluczynski 2 (3). Varin skot: Slawomir Szmal 15/1. Hraðaupphlaup: 6 Utan vallar: 6 mínútur. Undanúrslitin Frakkland-Króatía föstudagur 10.00 Ísland-Spánn föstudagur 12.15 TÖLFRÆÐIN PEKING 2008 Það er alveg ljóst að Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarmenn hans hafa unnið vinnuna sína vel hér í Peking því strákarnir mæta nánast undan- tekningalaust tilbúnir til leiks og vita vel hvað þeir þurfa að gera. „Ég er mjög stoltur af liðinu sem spilaði frábærlega og taktíkin okkar í vörninni gekk fullkomlega upp. Síðan átti Björgvin stórkostlegan leik. Það er ólýsanleg gleði að hafa náð þessum áfanga. Varnarleikurinn var hrikalega grimmur og sóknarleikurinn var sérstaklega góður í fyrri hálfleik, algjörlega frábær,“ sagði Guðmundur kátur en úttaugaður. „Liðið hefur sýnt það í öllum leikjunum að það er mikill karakter í þessu liði. Liðið er líka í góðu líkamlegu ástandi og það leynir sér ekki. Þessi leikur tók mikið á og síðari hálfleikur virtist aldrei ætla að taka enda. Hann var óendanlegur. Við vissum að þeir myndu gefa meira í þetta en það slapp,“ sagði Guðmundur sem sparar ekki stóru orðin til lærisveina sinna. „Þetta er ótrúlegt ævintýri og gaman að taka þátt í þessu. Það er hópur fólks sem stendur á bak við liðið sem allt er að vinna sem einn maður að settu marki. Hvað varðar leikmennina þá er þetta besti hópur sem ég hef starfað með,“ sagði Guðmundur en hvað getur liðið farið langt? „Við tökum bara einn leik fyrir í einu og spörum allar yfirlýsing- ar.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson: Besti hópurinn HVAÐ GERIST NÆST? Landsliðsþjálfarinn spenntur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 Ólafur Stefánsson var í sæluvímu eftir sigurinn á Pólverjum og ánægjan af því að vera kominn í undanúrslit á Ólympíuleik- um leyndi sér ekki. Ólafur hefur áður talað fjálglega um það hversu mikið hann vilji vinna til verðlauna á ÓL en það er eitt af fáu sem hann hefur ekki afrekað á glæstum ferli. „Draumurinn, hann lifir. Við skulum hafa þannig. Eldurinn er til staðar og við höfum ekkert verið að slökkva hann með einhverj- um óþarfa áhyggjum. Við förum þetta á jákvæðninni og nú er að halda áfram. Vera einbeittir og flottir. Höndla stressið og njóta þess að gera strandhögg. Fylgja í fótspor for- feðranna og vera brjálaðir. Germanarnir, for- feður okkar, gátu verið í tvo til þrjá daga heima í rólegheitum og svo þurftu þeir að fara og eyðileggja eitthvað. Það er bara stríð og allt þetta. Við fórum yfir það,“ sagði Ólaf- ur á sinn einstaka hátt. „Auðvitað getum við gert allt hér á þessu móti. Við verðum að njóta stundarinnar, vera afslappaðir og þakklátir fyrir að vera hérna. Menn hafa verið með draum í kollin- um og hann stækkar eftir því sem maður kemst nær draumnum. Um leið verður minna súrefni og kaldara þannig að einbeitnin þarf að vera í lagi,“ sagði Ólafur og bendir á að stemningin í kringum hópinn sé einstök. „Mér hefur sjaldan liðið eins vel allan tímann. Þó svo við höfum tapað hefur stemn- ingin verið góð og þessi ferð alveg frábær. Það er heiður að vera fyrirliði í þessu liði. Það eru allir að setja í sínu horni. Við verðum að halda áfram að njóta ferðarinnar,“ sagði Ólafur. - hbg Ólafur Stefánsson var í sjöunda himni eftir sigurinn á Pólverjum og sá stöðuna á sinn einstaka hátt: Það er heiður að vera fyrirliði í þessu liði EINSTAKUR Ólafur Stefánsson var með 4 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum á móti Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.