Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 34
Myglusveppir geta myndast innandyra þar sem raki nær að safnast fyrir. Oft er myglusveppi að finna inni á baðherbergjum, í lofti og í fúgu milli flísa og sturtu- botnum, en einnig þar sem leki hefur orðið. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir hjá fyrirtækinu Hús og heilsa ehf. segir tegundir myglusveppa mishættulegar en þó alltaf óæskilegar. „Það eru gró alls staðar í umhverfinu og sveppir til- heyra hringrás náttúrunnar og eru nauðsynlegir. En mygla á ekki að vaxa inni hjá fólki,“ útskýrir Sylgja. Hún segir engar þumalputtareglur til um hvaða myglu- sveppir eru hættulegir og erfitt að segja hverjir geti komið af stað líkamlegum einkennum hjá fólki. Fólk verði einfaldlega að vera meðvitað um sitt nánasta umhverfi ef það finnur fyrir einkennum sem eru óút- skýranleg. Einkennin af völdum myglusveppa geta meðal ann- ars komið fram sem þreyta, eða sífelldur höfuðverkur, ennisholubólgur, síendurteknar sýkingar, sjóntruflan- ir, doði og dofi í útlimum svo eitthvað sé nefnt. Myglusveppirnir geta verið svartir, brúnir, gráir, bleikir eða appelsínugulir og geta komið í doppum eða í flekkjum. Sylgja segir aðalatriði að finna ástæðuna fyrir myndun sveppanna og oft eru sýnilegir myglu- sveppir vísbending um stærra vandamál, til dæmis leka. Ef myglan er farin að þekja stór svæði gæti verið gott að fá ráðleggingar um hvernig á að hreinsa og fá jafnvel aðila til að meta hvort þak er að leka eða skólp farið. Ef svæðin eru lítil og fólk þekkir upprunann getur það sjálft hreinsað mygluna með réttum efnum. Þá er ekki nóg að úða á sveppina heldur þarf alltaf að fjarlægja myglusveppinn. „Ef viðhald á húsnæðinu er í lagi hjá fólki og það dregur fljótt og vel úr vatnstjónum þá á þetta ekki að verða að vandamálum,“ útskýrir Sylgja. „Fólk þarf bara að vera meðvitað um umhverfið og halda þurru í kringum sig. Lofta vel út og fylgjast vel með gluggun- um á veturna þegar rúðurnar gráta og ekki þurrka mikinn þvott inni. Til dæmis ef uppþvottavélin lekur og það er ekki þurrkað upp strax þá geta myglusveppir komið á innan við 48 klukkustundum.“ Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðunni www.husogheilsa.is. heida@frettabladid.is Myglusveppir í híbýlum Myglusveppir í híbýlum hafa verið í umræðunni að undanförnu en þeir geta í sumum tilfellum haft áhrif á heilsu fólks. Ekki er þó ástæða til að óttast ef fólk er meðvitað um umhverfi sitt. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir segir mikilvægt að lofta vel út og halda þurru í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myglusveppir myndast oft í gluggum þar sem rúðurnar „gráta“ og bleytan ekki þurrk- uð upp strax. MYND/HÚS OG HEILSA EHF LYKLAR eru oft til í nokkrum fjölda á hverju heimili, því er mikilvægt við flutninga að skipta um skrár til að koma í veg fyrir óhöpp. Svört kommóða úr gleri eftir Johnny Egg kemur á óvart þegar skúffan er dregin út en þá kem- ur í ljós æpandi litur. Hönnuðurinn Johnny Egg leikur sér með liti og form í hönnun sinni á kommóð- um í línu sem hann kallar „Black Rose“. Kommóðan sem er úr svörtu gleri stendur á sveigðum rókókófótum og höldurnar eru svartar rósir, einnig úr gleri. Innvolsið í kommóðunni er skærbleikt. Hönnuðurinn hefur rekið sitt eigið fyrirtæki í tuttugu ár í Essex í Englandi en hann hannaði sitt fyrsta húsgagn aðeins sextán ára. Hann lýsir hönnun sinni sem „Theatrical Minimalism“ en legg- ur áherslu á að húsgögnin hafi notagildi, séu vel hönnuð og gagn- leg og að smáatriðin verði ekki útundan. Eftir hann liggja litrík og hressileg hús- gögn sem hann segir höfða til breiðs hóps. Nánar má skoða verk eftir Johnny Egg á heima- síðunni, www. johnnyegg. com. - rat Æpandi bleikar skúffur Bleiku skúffurnar gefa svartri kommóð- unni hressandi yfirbragð. MYND/JOHNNY EGG Stellið Lovísa kemur úr sænsku verksmiðjunum Duka og er nefnt Lovísa til heiðurs Lovísu Svíadrottningu sem uppi var á árunum 1828-1871. Stellið Lovísa er úr vönduðu post- ulíni og skreytt með fínlegu laufa- mynstri úr handslípaðri platínu. Glerlína með glösum, könnum, karöflum og vösum úr munn- blásnu gleri fæst líka með sama mynstri. Fjölmargir hlutir fást í stellinu, bæði fyrir kaffi og mat og fást í verslun Duka í Kringlunni. Lov- ísa þolir að fara í uppþvottavél því hún er sterkbyggð þótt fínleg sé. Lovísa hin sænska Myglusveppi á minni svæðum er hægt að hreinsa með sveppadrepandi og sótthreinsandi efnum. MYND/HÚS OG HEILSA EHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.