Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2008 13 SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp Íslands (FÍ) vantar bleiur og frosinn fisk, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns FÍ. „Við erum með mjólk, brauð, egg og unnar kjötvörur en vantar barnableiur og frosinn fisk,“ segir hún. Hún segir einnig óvíst að grænmeti fáist. FÍ úthlutar nauðsynjavörum til þurfandi á miðvikudögum. Einkum eru það aldraðir, öryrkjar og einstæðir foreldrar. Úthlutunin fer fram klukkan þrjú. Ásgerður biður þá sem geta látið eitthvað af hendi rakna að koma í húsnæði FÍ í Eskihlíð milli klukkan eitt og þrjú. - gh Fjölskylduhjálp Íslands: Biðja um bleiur og frosinn fisk LÖGREGLUMÁL Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri hefur verið sæmdur konunglegri heiðursorðu frá Dönum, fyrir starf sitt í þágu norrænnar lögreglusam- vinnu síðastlið- inn áratug. Það var danski ríkislögreglu- stjórinn sem afhenti orðuna fyrir hönd dómsmálaráð- herra Danmerkur í fyrradag. Afhendingin fór fram í tengslum við fund ríkislögreglu- stjóra á Norðurlöndum sem staðið hefur yfir hér á landi undanfarna daga. - jss Ríkislögreglustjóri: Var sæmdur heiðursorðu LANDBÚNAÐUR Fyrirtækið Fjalla- lamb hækkar verð til bænda fyrir lambakjöt að lágmarki um átján prósent frá verði síðasta árs. Landssam- tök sauðfjár- bænda lýstu áhyggjum vegna fimmtán prósenta hækkunar verðskrár Norðlenska enda væri hún fjarri þeirri 27 prósenta lágmarkshækkun sem samtökin töldu í vor að væri nauðsynleg. Formaður Landssam- takanna er Jóhannes Sigfússon sem jafnframt er formaður stjórnar Fjallalambs. „Við hefðum viljað fara hærra en getum ekki verðlagt okkur út af markaðnum,“ segir hann. „Best væri ef allir hefðu stuðst við viðmiðunarverð samtakanna en það gengur ekki upp að aðeins einn geri það.“ - bþs Fjallalamb gefur út verðskrá: Átján prósenta verðhækkun JÓHANNES SIGFÚSSON HARALDUR JOHANNESSEN KÍNA, AP Tvær kínverskar konur á áttræðis- aldri hafa verið dæmdar til árs dvalar í vinnubúðum fyrir að hafa sótt um að mót- mæla í tengslum við Ólympíuleikana í Peking. Wu Dianyuan er 79 ára og Wang Xiuying er 77 ára. Þær höfðu ítrekað reynt að fá leyfi til að mótmæla á einu þeirra þriggja svæða sem úthlutuð voru til mótmæla. Þær hugðust mótmæla því að hafa verið fluttar burt af heimilum sínum. Þær voru nágrannar þangað til árið 2001, þegar rýma þurfti húsin til að byggja þar önnur hús. Óljóst er reyndar hvort alvara verður gerð úr hótun um vinnubúðadvöl þeirra. „Wang Xiuying er nærri blind og fötluð. Hvers konar endurmenntunarvinnu ætti hún að geta sinnt?“ spyr Li Xuehui, sonur Wu Dianyuan. Með því að senda fólk, sem lýsir óánægju sinni með stjórnvöld, í svokallaða endur- menntunarvinnu komast stjórnvöld hjá því að þurfa að láta mál þeirra fara fyrir dómstóla. Kínversk stjórnvöld hafa stært sig af því að hafa úthlutað þremur svæðum í Peking, þar sem mótmælendur áttu að fá að koma skoðunum sínum á framfæri meðan Ólympíu- leikarnir stæðu yfir. Borist hafa 77 umsóknir, en öllum hefur þeim verið hafnað. Sumir þeirra, sem sóttu um, hafa verið handteknir. - gb Kínastjórn hefur hafnað öllum umsóknum til að mótmæla í Peking: Konur á áttræðisaldri dæmdar í vinnubúðir WU DIANYAN OG WANG XIUYING Þurftu nauðugar að rýma heimili sín árið 2001, en eiga nú yfir höfði sér fangavist fyrir að vilja mótmæla opinberlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FANGELSISMÁL Innhringisíma fanga á Litla-Hrauni verður lokað 1. september. Í stað innhringisím- ans þurfa þeir sem vilja ná tali af fanga að tala inn á símsvara. Skilaboðin verða svo færð viðkomandi fanga. Sigurbjörn Sævar Grétarsson, ritstjóri vefs Afstöðu – félags fanga, segir þessa tilhögun vera val meirihluta fanga. Við breyt- inguna verði símar lengur opnir fyrir úthringingar en símarnir hafa verið lokaðir fyrir úthring- ingar á innhringitímum. Segir hann símkerfið oft og tíðum ekki hafa náð að anna innhringingum. - ovd Innhringisíma fanga lokað: Úthringisímar lengur opnir OPNI HÁSKÓLINN í háskólanum í reykjavík EFTIR FYRIR www.opnihaskolinn.is Opni háskólinn virkjar þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði með stuttu hagnýtu námi. Skólinn er öllum opinn og opnar þér dyr nýrra tækifæra. OPNI HÁSKÓLINN Auðlind einstaklinga – Auðlind atvinnulífsins FagMennt: Hagnýt námskeið til að auka færni og fagþekkingu StjórnMennt: Áhrifaríkar leiðir til að efla rekstur, rækta stjórnendur og starfsfólk FrumgreinaMennt: Sértæk undirbúningsnámskeið – fyrsta skref að háskólamenntun FrumkvöðlaMennt: Viðskiptasmiðja fyrir frumkvöðla GrunnMennt: Námskeið fyrir bráðger og námsfús börn MannAuður: Samstarfsverkefni um mannrækt H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 2 4 6 HR_OpinH_4x30_21.08_Mbl.ai 8/20/08 3:38:40 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.