Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 21.08.2008, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2008 51 Tískuhönnuðurinn Betsey Johnson segist hafa kysst kynbombuna Önnu Nicole Smith innilega nokkrum árum áður en hún lést. Atvikið átti sér stað eftir eina af tískusýningum Johnson. „Hún leit mjög fallega út,“ sagði Johnson og var sérlega hrifin af kjólnum sem hún klæddist. Anna Nicole lést á síðasta ári úr of stórum lyfja- skammti. Leikkonan Britt Ekland hefur sakað stöllu sína Nicole Kidman um að nota botox til að lappa upp á andlit sitt og leggja þannig feril sinn í hættu. „Það er hræðilegt þegar leikkonur nota botox. Ég man þegar ég sá Cold Mountain hvað mér fannst greinilegt að Nicole Kidman hefði notað það. Andlitið hennar var hvorki sorgmætt né brosmilt. Hún leit bara út eins og máluð dúkkka,“ sagði hin 65 ára Ekland. Kid- man, sem er 41 árs, hefur aldrei viðurkennt opin- berlega að hafa notað botox. Leikarinn John Cusack hefur verið gagnrýndur fyrir blaðagrein sem hann skrifaði fyrir dagblað í Chicago sem ku vera uppfull af staðreyndavillum. Cusack skrifaði greinina á meðan hann var að störfum í Bangkok og fjallaði hún aðallega um ástríðu hans á hafna- bolta. Lesendur greinarinnar voru ekki hrifnir af framtakinu og sökuðu hann um að stafsetja nöfn þriggja hafnaboltaspilara vitlaust ásamt nafni leikritaskálds- ins Eugene O´Neill. Auk þess þóttu fleiri meinlegar villur leynast í greininni. Leikarinn Russell Crowe ætlar að leika grínistann Bill Hicks í nýrri mynd sem er í undirbúningi. Hicks lést úr krabbameini árið 1994, aðeins 32 ára gamall. „Gamanleik- ur hefur aldrei verið talinn sterk- asta hlið Russells og því er þetta gott tækifæri til að breyta þeirri ímynd,“ sagði kunningi Crowes. „Þetta gæti orðið tilvalið hlutverk fyrir hann.“ FRÉTTIR AF FÓLKI Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir hélt upp á afmælið sitt, 27. júlí, í nunnuklaustri en hún var þar ásamt Hreyfiþróunarsam- steypunni að semja nýtt dans- verk. „Við héldum fyrst að þetta væri bara gamall kastali, en svo kom í ljós að þetta var nunnuklaustur með kapellu og allt. Pa-F er parad- ís fyrir fólk sem vill vinna að sinni list án alls áreitis frá umheimin- um. Listamenn geta sótt um að koma þangað til að vera og vinna,“ segir Ásgerður. Hvað gerir maður í nunnu- klaustri á afmælinu sínu? „Við fórum í kirkju í litla þorpinu sem þetta nunnuklaustur er í. Svo fórum við líka á tónleika hjá belg- ískum kvennakór og horfðum á Lömbin þagna. Þannig að þetta var rosadagur.“ Hreyfiþróunarsamsteypan var úti að vinna nýtt dansverk, DJ Hamingja, meirihluta sumarsins, með hjálp Ungs fólks í Evrópu og Reykjavíkurborgar. „Þetta er um einveruna í sínum ólíklegustu myndum. Þetta er dansverk í víð- asta skilningi sem til er.“ Samsteypan hóf starfsemi 2005 og hefur þegar vakið mikla athygli. Verk þeirra hafa unnið til verð- launa á Ítalíu og í Þýskalandi. Sýnt verður í Smiðjunni, Sölv- hólsgötu 13, á artFart. Sýnt er í kvöld klukkan sex, á föstudags- kvöld og á menningarnótt. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, en miðasala er í síma 693-5585. - kbs Afmæli í nunnuklaustri HREYFIÞRÓUNARSAMSTEYPAN Unnu verk um einmanaleikann í frönsku nunnuklaustri. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Gæludýrið og risaeðlan Pleo, sem er eitt fullkomnasta leikfanga- vélmennið á markaðnum í dag, er komið í sölu í verslunum Office 1. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að þrátt fyrir að Pleo stækki ekki og verði að fullvaxta risaeðlu, þroskist það andlega og tilfinningalega með tímanum og læri að þekkja eigandann sinn. Sérstök kynning verður á Pleo á næturvakt Office 1 á menning- arnótt þar sem áhugasamir geta kynnt sér leikfangið, sem kostar 45 þúsund krónur. Tímaritið Stuff valdi fyrir skömmu Pleo eitt af þremur bestu vélmennum á markaðnum í dag og verður spennandi að sjá hvort það festir sig eins vel í sessi hér á landi og það hefur gerst erlendis. Pleo til landsins PLEO Risaeðlan Pleo er eitt fullkomnasta leikfangavél- mennið á markaðn- um í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.