Fréttablaðið - 02.09.2008, Side 2

Fréttablaðið - 02.09.2008, Side 2
2 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag DÓMSMÁL Davíð Smári Helenarson hefur verið ákærður fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir þar sem þrír menn slösuðust verulega. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ákærði neitaði sök. Hann er ákærður fyrir að hafa í ágúst í fyrra ráðist að manni á gervigrasvellinum í Mosfellsbæ. Árásarmaðurinn reif í hinn og sparkaði í fætur hans þannig að hann féll á hliðina. Fórnarlambið rifbeins- brotnaði og hlaut mar á hægri upphandlegg. Þá er maðurinn ákærður fyrir aðra líkamsárás á Hverfisbarnum í Reykjavík í desember. Honum er gefið að sök að hafa ráðist þar á annan mann og ítrekað slegið hann í andlitið. Er hinn féll í sófa inni á skemmtistaðnum hélt árásarmaðurinn áfram að kýla hann. Fórnarlambið hlaut heilahrist- ing, glóðaraugu og brot í framvegg hægri kinnbeins- holu sem gekk upp í augntóftarbrún, brot í kinn- beinsboga og sprungu í ennisbeini hægra megin. Þá hlaut hann áverka á tönn. Þriðja líkamsárásin átti sér stað í desember á Apó- tekinu. Manninum er gefið að sök að hafa ráðist þar á annan mann, slegið hann niður og þá hoppað á vinstri fót hans þannig að fórnarlambið ökklabrotn- aði og hlaut rof á liðböndum. - jss APÓTEKIÐ Ein árásin átti sér stað í skemmtistaðnum Apótek- inu í miðborg Reykjavíkur í vetur. Karlmaður á þrítugsaldri fyrir dóm vegna þriggja ofbeldisbrota: Maður ákærður fyrir að kýla og beinbrjóta þrjá menn UMHVERFISMÁL Vandamál sem fylgja myndu loftlagsbreytingum gætu jafnvel leitt til átaka eða styrjalda milli ríkja. Meðal slíkra vandamála eru skortur á neyslu- vatni, landeyðing og fjölgun flótta- manna. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, gerði þetta að umtals- efni í ræðu á alþjóðlegu þingi um loftlagsbreytingar sem lauk í Bangladess um helgina. Benti hann á að í meirihluta hinna viðkvæmu Mið-Austurlanda væru engar vatnsuppsprettur og að vatnsbirgðir Ísraels gætu rýrn- að um sextíu prósent á þessari öld. Í ræðunni kynnti Ólafur Ragnar hugmynd sína um stofnun sér- staks Himalaya-ráðs sem yrði samstarfsvettvangur ríkja í og við Himalaya-fjöll um loftlagsbreyt- ingar. Gætu þau starfað með hlið- stæðum hætti og Norðurskauts- ráðið gerir. Í heimsókninni ræddi Ólafur Ragnar við helstu forystumenn í stjórnmálum í Bangladess sem ítrekuðu stuðning við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá hitti hann Muhammad Yunus, stofnanda Grameen-bank- ans sem lánar til fátækra. Ólafur Ragnar kynnti sér einnig náttúrufar í Bangladess. Hann flaug suður undir Bengalflóa og sigldi svo um Sundarban sem er stærsti flotskógur veraldar. - bþs Forseti Íslands varaði við afleiðingum loftslagsbreytinga á alþjóðlegri ráðstefnu: Styrjaldir geta hlotist af hlýnun jarðar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON benti á að hlýnun jarðar gæti haft alvarlegar afleiðingar í Mið-Austurlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Baldur, eiga þingmenn að koma út úr skápnum með svona lagað? „Já endilega, og þeir ættu í kjölfarið að vera með sérstakan þingmanna- vagn á næstu Hinsegin dögum.“ Drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunatengslum alþingismanna hafa verið í forsætisnefnd frá því í mars 2007. Baldur Þórhallsson telur að kjósendur eigi að vita hverjir eru bakhjarlar þingmanna og það eigi ekki að vera feimnismál. FORSETI Heildarkostnaður vegna ferðar forsetahjóna og forsetarit- ara á Ólympíuleikana í Peking var 2.777.276 krónur. Ferð forseta var frá 18. til 26. ágúst. Kostnaðurinn skiptist þannig að fargjöld voru kr. 1.472.220, gisting kr. 896.880 og dagpening- ar forseta og forsetaritara kr. 408.176. Forsetafrú þáði ekki dagpeninga. Hótelkostnaðurinn var meiri en að jafnaði í ferðum forseta þar sem kínversk stjórnvöld áskildu að þjóðhöfð- ingjar gistu á sérvöldum hótelum. Ferðir menntamálaráðherra til Peking ásamt maka sínum, ráðuneytisstjóra og maka hans námu hins vegar tæpum fimm milljónum. - vsp Kostnaður forsetans á ÓL: Forseti ódýrari en ráðherra ÓLYMPÍULEIKARNIR Forsetahjónin léku á als oddi á Ólympíuleikunum. Hér sjást þau ásamt Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Samfylkingin mælist með mest fylgi allra stjórnmála- flokka í nýrri skoðanakönnun Gallup, prósentustigi ofar Sjálfstæðisflokknum. Meirihluti Reykvíkinga, 56 prósent, er óánægður með nýjan meirihluta borgarstjórnar, en hann er þó ekki eins stór og sá sem sagðist vera óánægður með þann síðasta. Samfylking var með 33 prósenta fylgi á landsvísu, samkvæmt könnuninni, Sjálf- stæðisflokkur 32 prósent, VG er með 19 prósenta fylgi og Fram- sókn með 10. Frjálslyndir eru með 4 prósent og Íslandshreyfing með 2. - kóþ Skoðanakönnun Gallup: Samfylkingin vinsælust allra HAFNARFJÖRÐUR Foreldrar barna í Hvaleyrarskóla safna undirskrift- um til að mótmæla nýju deili- skipulagi sem heimilar tengingu Suðurbrautar og Reykjanesbraut- ar neðan við Hvaleyrarskóla. Foreldrar áttu fund með bæjarstjóra, formanni skipulags- ráðs og lögmanni bæjarins í gær. Á fundinum kom fram að foreldrum yrði ekki veittur frestur til að kynna sér umhverfis- matsskýrslu og álit Skipulags- stofnunar frá í ágúst. - ghs Foreldrar í Hafnarfirði: Undirskriftir gegn tengingu MÓTMÆLA TENGINGU Foreldrar barna í Hvaleyrarskóla hafa hengt upp mót- mælaborða í nágrenni við skólann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Nítján ára menntaskóla- piltur hefur verið dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa mjög gróft barnaklám í tölvu sinni. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot. Í tölvu hans á heimavist Menntaskólans á Ísafirði fannst á hörðum diski ein ljósmynd sem sýnir barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og 89 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Þar af var ein hreyfimynd af barni í kynferðis- athöfnum með dýri. Þessar myndir hafði pilturinn náð í á netinu og vistað í tölvu sinni. - jss Menntaskólanemi dæmdur: Nítján ára með barnaklám STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingar- innar, telur að heppilegast sé að reglur um skráningu á fjárhags- legum hagsmunatengslum þing- manna verði almennar, þannig að þær gildi fyrir alla þingmenn. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé almennt viðhorf í þingflokknum,“ segir hún. Fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga að drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hags- munatengslum þingmanna séu til meðferðar á Alþingi. Þau hafa taf- ist þar í tæpa átján mánuði. Rætt er um að reglurnar verði annað hvort valkvæðar eða skylda. Einnig er álitamál hvort þær skuli lögbinda, svo kæra megi fyrir brot á þeim. Þingflokks- formaður sjálfstæðis manna hefur lýst því að hún sjái enga ástæðu til lögbind- ingar, en Ingibjörg segir það vel koma til álita. Oddviti sjálfstæðismanna í for- sætisnefnd, Sturla Böðvarsson, vill sem minnst tjá sig um málið fyrr en það hefur verið rætt í þing- flokknum. „Ég vil ekki lýsa persónulegum skoðunum mínum að svo stöddu, en ég vona að vel gangi að ná sátt um þetta mál, og við stefnum á að það klárist á kjörtímabilinu,“ segir Sturla. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, segir skjóta skökku við að Samfylkingin, sem „gali hæst“ um gegnsæi, birti enn ekki upplýsingar um eignir þing- manna sinna og ráðherra. „Við birtum þessar upplýsingar nú þegar á heimasíðu okkar. En við myndum vilja sjá fleiri sýna viljann í verki, áður en til lagaþvingunar kemur,“ segir Ögmundur. Hann sér ekki tilgang með því að setja reglur um valkvæða upp- lýsingaskyldu þingmanna. „Til hvers að setja reglur um að þú megir gera hvað sem þú vilt?“ spyr Ögmundur. Spurð hvers vegna Samfylking hafi ekki gengið fram fyrir skjöldu og birt þessar upplýsingar, segir Ingibjörg að almennt hafi verið talið í þingflokknum að um þetta ættu að gilda reglur, sem allir flokkar færu eftir. Hún úti- lokar þó ekki að upplýsingarnar verði birtar áður en reglurnar taka gildi. klemens@frettabladid.is Reglur verði settar fyrir alla þingmenn Formaður Samfylkingarinnar segir heppilegra að reglur um hagsmunatengsl og eignir þingmanna verði ekki valkvæðar, heldur þurfi allir að fara eftir þeim. Þingflokksformaður VG er sammála en forseti Alþingis tjáir sig sem minnst. STURLA BÖÐVARSSON ÖGMUNDUR OG INGIBJÖRG Þingflokksformaður VG saknar þess að Samfylkingin birti upplýsingar um eignir og hugsanleg hagsmunatengsl þingmanna sinna. Formaður Samfylkingar segir sitt fólk hafa beðið þess að reglur yrðu settar, en útilokar ekki að þetta verði gert, áður en til þeirra kemur. DÓMSMÁL Tvítugur maður sem ákærður er fyrir hættulega líkamsárás neitaði sök fyrir dómi. Málið var þingfest í gær. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa kastað glerglasi í andlit annars manns síðasta haust. Glasið brotnaði með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut meðal annars tvo skurði. - jss Tvítugur maður fyrir dóm: Braut glas á andliti annars SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.