Fréttablaðið - 02.09.2008, Qupperneq 10
10 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR
SKIPULAGSMÁL „Tillagan gengur út
á einn samfelldan stokk en að
verkinu verði hugsanlega áfanga-
skipt,“ segir Hanna Birna Kristj-
ánsdóttir
borgar stjóri um
fyrirhugaðan
umferðarstokk
undir Geirsgötu
og Mýrargötu.
Hanna Birna
segir að fyrst
verði ráðist í
gerð umferðar-
stokks framan
við tónlistar- og
ráðstefnuhúsið
sem síðar verði lengdur undir
Mýrargötu og út í Ánanaust.
„Markmiðið er að stokkurinn
verði samfelldur enda er það
miklu hagkvæmara á þessu
svæði,“ segir Hanna Birna.
Hún segir enga stefnubreytingu
í málinu þrátt fyrir meirihluta-
skiptin í borginni. Tillagan hafi
fengið umfjöllun í skipulagsráði,
samgönguráði og hjá Faxaflóa-
höfnum auk borgarráðs. Fulltrúar
allra flokka, utan Vinstri grænna,
hafi samþykkt að fara umrædda
leið.
Þá var samþykkt í borgarráði
fyrir skemmstu að fela borgar-
stjóra að eiga samtöl við sam-
gönguráðherra um tillöguna og
væntanlegan kostnað ríkis og
borgar.
Hanna Birna segist fljótlega
ætla að óska eftir fundi með ráð-
herra til að ræða áhuga borgar-
yfirvalda á að fara þessa leið. - ovd
Umferðarstokkar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru enn á dagskrá meirihlutans í borginni:
Borgarstjóri og ráðherra funda um stokk
HANNA BIRNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚS
Fyrirhugaðir eru umferðarstokkar við
tónlistar- og ráðstefnuhúsið og undir
Mýrargötu út að Ánanaustum.
MENNING Vinna er hafin við gerð
nýrrar leikinnar kvikmyndar um
ævi Bítilsins Johns Lennon. Verður
áhersla lögð á
æsku- og
unglingsár
Lennons í
fæðingarborg
sinni, Liverpool
á Englandi.
Listakonan
Sam Taylor-
Wood mun
leikstýra
kvikmyndinni, sem hefur hlotið
nafnið Nowhere Man, eftir
Bítlalaginu vinsæla. Matt Green-
halgh mun sjá um handritsgerð.
Hann skrifaði einnig handritið að
myndinni Control, sem fjallar um
ævi Ians Curtis, söngvara hljóm-
sveitarinnar Joy Division. Myndin
verður öll tekin upp á æskuslóðum
Lennons í Liverpool. - kg
Æskuár Bítils fest á filmu:
Ný kvikmynd
um Lennon
JOHN LENNON
SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi er
stærsti kvótahafinn og er fyrir-
tækinu úthlutað tæplega 22.700
þorskígildistonnum fyrir nýtt fisk-
veiðiár sem hófst í gær. Heildar-
aflaheimildir HB Granda nema um
8,97 prósentum af útgefnum kvóta.
Fimm kvótahæstu útgerðirnar fá
31 prósent af útgefnum heimildum
og tíu stærstu um helming samtals.
Alls hafa tuttugu stærstu útgerð-
irnar um 66 prósent allra veiði-
heimilda og þrjátíu stærstu 75 pró-
sent.
Þær þrjár útgerðir sem fá mestu
úthlutað auk HB Granda eru Brim
hf. með 6,33 prósent og Samherji
með 5,95 prósent. Þorbjörn hf. og
Vísir hf. eru í fjórða og fimmta
sæti. Reykjavík er heimahöfn
fyrirtækja með 12,04 prósent kvót-
ans en Vestmannaeyjar eru í öðru
sæti með 11,56 prósent. Grindavík
er handhafi 9,91 prósent heimilda
og Akureyri 4,73 prósent.
Skipum sem úthlutað er kvóta á
þessu fiskveiðiári hefur fækkað
um 58. Nú fá 709 skip kvóta en þau
voru 767 í fyrra. Skip sem fá úthlut-
að aflamarki á grunni aflahlut-
deilda eru 312 talsins og aflamark
þeirra er 222.233 tonn. Það er rúm-
lega 17 prósenta samdráttur frá
fyrra fiskveiðiári. Í krókaafla-
marki eru 397 bátar og er þeim
úthlutað á grunni krókaaflahlut-
deilda 30.400 þorskígildistonnum.
Það er rúmlega níu prósenta sam-
dráttur frá fyrra fiskveiðiári. Alls
er úthlutað 252.634 þorskígildis-
tonnum sem er sextán prósenta
samdráttur á milli ára. - shá
Fiskistofa úthlutar kvóta fyrir fiskveiðiárið 2008-2009:
Tíu með um helming kvótans
GRANDASKIP HB Grandi í Reykjavík er
kvótahæsta útgerð landsins eins og
undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TENDRUÐ LJÓS Í MYRKRINU Indversk-
ur sikhi tendrar olíulampa fyrir framan
Gullna hofið í Amrítsar í gær. Þá var
minnst 404 ára sögu hinnar helgu
bókar Guru Granth Sahib, helgirits
síkha. Söfnuðurinn varð til í Punjab á
15. öld. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Útivistartími barna
og unglinga hefur tekið breyting-
um. Nú mega tólf ára börn og
yngri vera úti til klukkan átta á
kvöldin. Þrettán til sextán ára
unglingar mega vera úti til
klukkan tíu.
Í tilkynningu frá lögreglu segir
að bregða megi út af reglunum
fyrir síðarnefnda hópinn þegar
unglingar eru á heimleið frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu. Einnig segir
að útivistarreglunum sé ætlað að
tryggja börnum og unglingum
nægan svefn. Ætla megi að börn
og unglingar á grunnskólaaldri
þurfi tíu tíma svefn á nóttu. - kg
Börn og unglingar:
Breyttur útivist-
artími í gildi