Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2008 LIST Stórt olíumálverk frá 1965 eftir Svavar Guðnason var slegið á 5,5 milljónir króna á uppboði í Gallerí Borg um helgina. Við verðið bætist tuttugu prósenta uppboðsgjald. Nokkur eftirvænting var fyrir uppboðið sem var fyrsta uppboð haustsins. Pétur Þór Gunnarsson lýsti uppboðinu sem „rólegu“. Ýmis verk seldust undir mats- verði: styttur eftir Sigurjón Ólafsson fóru undir matsverði. Fimm verk eftir Kristján Davíðsson voru seld, þau dýrustu á 3,6 og 2 milljónir. Þær upphæðir sem voru boðnar í fjölda verka benda til að lækkun sé að verða á myndlistarmarkaði, verk eftir Kjarval og Ásgrím Jónsson seldust undir mati. Tvær smámyndir Sölva Helgasonar seldust saman á 1.800 þúsund krónur. - pbb Uppboð á Gallerí Borg: Mynd Svavars á 6,6 miljónir TRÖLLSKESSA Verk Svavars Guðnasonar er 160x104 cm. MYND/GALLERÍ BORG VÍSINDI „Ef Apófís myndi lenda á jörðinni myndi orkan sem losnar samsvara þúsund megatonnum af TNT eða um það bil hundrað þús- und sinnum meiri orku en í Hiro- shima-kjarnorkusprengjunni,“ segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur. „Ef Apófis lenti á þurrlendi myndi ógurlega stórt svæði leggj- ast í auðn. Menn geta gert sér í hugarlund áhrif þess að slíkt stirni myndi lenda á stórborg. Ef það lenti í hafi myndu öldur án efa valda miklu tjóni. Áhrif á veður- far gætu líka orðið gríðarleg,“ segir Þorsteinn. „Sem stendur eru líkurnar á árekstri taldar einn á móti 45 þús- und sem eru auðvitað ekki mjög miklar líkur fyrir hinn venjulega mann. En árekstrar af þessu tagi hafa orðið á forsögulegum tíma og munu eiga sér stað aftur einhvern tímann, það er bara spurning hve- nær. Þannig að ef það gerist er ástæða til þess að vera viðbúinn.“ Frægasta dæmið um eyðilegg- ingu af völdum smástirnis er frá því fyrir 65 milljónum ára þegar talið er að stór loftsteinn hafi gjör- eytt risaeðlunum og í raun flest- um þeim dýrategundum sem þá byggðu jörðina. Sá steinn er reyndar talinn um það bil 25 sinn- um stærri en Apófis, sem er lík- lega milli 300 og 400 m í þvermál. Ýmsar aðgerðir eru hugsanleg- ar ef mikil hætta verður talin á árekstri. Þorsteinn segir ekki ráð- legt að sprengja stirnið þar sem erfitt er að spá fyrir um áhrif slíkrar sprengingar. Besta aðferð- in er talin vera að beita geimflaug til að færa stirnið af braut sinni. Nýjustu mælingar benda til þess að Apófis muni fara framhjá jörðinni árið 2029 en þó aðeins í þrjátíu þúsund kílómetra fjar- lægð, sem er til dæmis mun nær jörðinni en brautir fjölda gervi- hnatta eru. Þyngdarkraftur jarðar myndi þá geta haft áhrif á braut smástirnisins, sem eykur líkur á árekstri næst þegar Apófis er í námunda við jörð árið 2036. Fimm önnur smástirni sem gætu rekist á jörðina á komandi 120 árum hafa nú verið uppgötv- uð. Þau eru þó öll talin hættuminni en Apófis. Tvívegis á síðustu fimmtán árum hefur uppgötvast eftir á að smástirni hafi smogið framhjá jörðu í rúmlega hundrað þúsund kílómetra fjarlægð. Því er ljóst að ekki er alltaf hægt að spá fyrir um komu stirnanna. guðmundure@frettabladid.is Gríðarleg eyðilegging yfirvofandi: Smástirnið Apófis gæti rekist á jörðina SMÁSTIRNI Smástirni hafa fallið á jörð- ina og munu gera aftur, hvort sem það verður í náinni eða fjarlægri framtíð. MYND/NASA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.