Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.09.2008, Blaðsíða 42
26 2. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabla- 6. september á Ljósanótt í Reykjanesbæ Flögu tímataka Kort af hlaupaleið er á hlaup.is Hálfmaraþon (ræsing kl. 10:30) 10 km hlaup (ræsing kl. 11:15) 3,5 km skemmtiskokk (ræsing kl. 11:20) Verðlauna afhending kl. ca. 13:00 Skráning er hafin í Lífsstíl s: 420 7001 Kennsla hefst 15. september Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 10-16. www.schballett.is > Viktor Unnar í utandeildina Knattspyrnukappinn Viktor Unnar Illugason mun næsta mánuðinn leika með enska utandeildarliðinu Eastbourne Borough. Félag Viktors Unnars, Reading, féllst á að lána Viktor þangað en hann vantar leikæfingu eftir að hafa verið meiddur í nokkurn tíma. Viktor ætlaði að spila með Þrótti í sumar en ekkert varð af því þar sem hann meiddist áður en hann kom til landsins. Línumaðurinn sterki Einar Ingi Hrafnsson fór í gær frá Fram og samdi við HK til tveggja ára. Þessi tíðindi koma frekar mikið á óvart enda var Einar Ingi einn af bestu línumönnum N1-deildar- innar síðasta vetur, ef ekki sá besti. „Það má bara segja að við Viggó höfum eiginlega ekki átt samleið,“ sagði Einar Ingi við Fréttablaðið í gær aðspurður um ástæður þess að hann væri að yfirgefa Safamýrina. „Ég spil- aði nánast ekkert á Reykjavíkurmótinu um síðustu helgi. Í kjölfarið töluðum við Viggó saman í síma og í því samtali kom í ljós að ég væri bara ekki inni í hans plönum. Hann var bara heiðarlegur með það. Í kjölfarið spurði ég að því hvort ég mætti leita mér að öðru félagi og hann sagði ekkert vera því til fyrirstöðu. Það var engin dramatík í þessu og ég er ánægður með að hafa bara fengið hrein- skilin svör við minni stöðu hjá félaginu,“ sagði Einar Ingi. Viggó virðist frekar ætla að veðja á hina línumenn félagsins, Harald Þorvarðarson og Brján Bjarnason. „Hann er einfaldlega að taka þá tvo fram yfir mig. Viggó ætlar líka að gera Brján að sóknarmanni og hann er í raun að fá mitt hlutverk.“ Einar Ingi segir þessa framvindu mála hafa komið sér mjög á óvart enda var hann í lykilhlutverki hjá Fram í fyrra og átti ekki von á öðru en að svo yrði einnig í vetur. „Þetta kom mér verulega á óvart og sérstaklega þar sem ég stóð mig mjög vel í fyrra. Það var frekar erfitt að taka þessu. Ég veit að það eru ekkert allir voða ánægðir með þetta en svona er þetta stundum í boltanum. Menn eiga ekkert alltaf samleið,“ sagði Einar Ingi, sem fundaði með forráðamönnum HK og FH í gærkvöld og gengu málin fljótt fyrir sig. Einar átti eitt ár eftir af samningi sínum við Fram og því ljóst að HK þurfti að greiða fyrir hann. Má gera ráð fyrir að maður á borð við Einar hafi farið fyrir um 300-400 þúsund krónur. Einar Ingi segist kveðja Safamýrina með nokkrum söknuði. „Þetta er líka leiðinlegt strákanna vegna sem mér líkar afar vel við. Þetta kom ótrúlega flatt upp á mig og það stóð aldrei til að yfirgefa félagið.“ LÍNUMAÐURINN EINAR INGI HRAFNSSON: MJÖG ÓVÆNT ÚR FRAM OG YFIR TIL HK Í KÓPAVOGI Við Viggó áttum eiginlega ekki samleið GOLF Hlynur Geir Hjartarson úr GK og Ásta Birna Magnúsdóttir, sem er einnig úr GK, urðu í gær Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Korpúlfsstaða- velli. Selfyssingurinn Hlynur Geir lagði Ottó Sigurðsson úr GR í úrslitum en í undanúrslitum vann Hlynur sigur á Arnóri Inga Finn- björnssyni úr GR. Sigmundur Einar Másson úr GKG varð þriðji en hann lagði Arnór í bronsleikn- um. Sigur Ástu Birnu kom nokkuð á óvart en hún gerði sér lítið fyrir og lagði Ragnhildi Sigurðardóttur úr GR í æsispennandi úrslitaleik þar sem úrslit réðust á átjándu holu. Ásta Birna lagði Valdísi Þóru Jónsdóttur úr GL í undanúrslitum. Valdís tapaði síðan fyrir Þórdísi Geirsdóttur úr GK í leiknum um þriðja sætið. - hbg Úrslit réðust á Íslandsmótinu í holukeppni á Korpúlfsstaðavelli í gær: Hlynur Geir og Ásta meistarar SIGURREIF Þau Hlynur Geir og Ásta Birna sjást hér með verðlaun sín í Korpunni í gær. MYND/KYLFINGUR.IS FÓTBOLTI Það verður KR sem mætir Fjölni í úrslitum Visa-bikarsins eftir frækinn sigur á Breiðabliki eftir framlengdan leik og víta- spyrnukeppni. Markalaust var að lokum venjulegs leiktíma og skor- uðu liðin sitt markið hvort í fram- lengingunni. KR skoraði fjögur mörk gegn einu í vítakeppninni. Mikilvægi leiksins kristallaðist í varnarsinnuðum leikaðferðum liðanna. KR-ingar voru öllu meira með boltann framan af fyrri hálf- leik en áttu ekki skot að marki Breiðabliks allan hálfleikinn. Sóknartilburðir Breiðabliks voru örlítið skárri en helst skapað- ist hætta við mark KR þegar lands- liðsmarkvörðurinn Stefán Logi Magnússon missti fyrirgjafir Blika án þess að Kópavogsliðið næði að nýta sér það. Fyrsta markskot KR kom á fimmtu mínútu síðari hálfleiks þegar Casper Jacobsen varði meistaralega frá Gunnari Erni af stuttu færi. KR sótti af krafti fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks og lofaði byrjunin góðu. Blikar svöruðu með fínum spretti Jóhanns Bergs sem lagði upp gott færi fyrir Marel sem Stefán varði. Eftir þessa fínu byrjun á síðari hálfleik datt leikurinn niður á ný og fyrir utan einstaka spretti Blika gerðist fátt markvert þar til fimm mínútur voru til leiksloka. Blikar gerðu harða atlögu að marki KR og áttu meðal annars skot í stöng en allt kom fyrir ekki og fram- lengja þurfti leikinn. 3.026 manns mættu til að sjá skemmtilegan leik en urðu fyrir sárum vonbrigðum. KR-ingar voru mættir til að halda hreinu sem þeir gerðu á kostnað sóknarleiksins. Marel Jóhann Baldvinsson braut ísinn á sjöttu mínútu framlenging- ar með marki úr vítaspyrnu sem Frosti Gunnarsson aðstoðardóm- ari dæmdi. Strangur dómur en Pétur Marteinsson braut á Marel. Eftir markið þurftu KR-ingar að færa sig framar og sækja og það bar ávöxt sex mínútum eftir mark Breiðabliks þegar Pétur bætti fyrir vítaspyrnuna og skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Framlengingin var töluvert líf- legri en venjulegur leiktími og fengu bæði lið færi til að tryggja sér sæti í úrslitum. Engu að síður urðu mörkin ekki fleiri og þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Stefán Logi var hetja KR í víta- spyrnukeppninni þegar hann varði eina frá Arnari Grétarssyni á sama tíma og KR nýtti allar fjórar spyrnur sínar. - gmi Stefán Logi var hetja KR-inga KR tryggði sér sæti í úrslitum VISA-bikarsins er liðið lagði Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni. Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, reyndist hetja KR-inga í vítaspyrnukeppninni. KR mætir Fjölni í úrslitum. ÁTÖK OG HETJAN Það var hart tekist á hjá KR og Blikum í gær. Það fékk Björgólfur Takefusa að reyna líkt og sést á myndinni að neðan. Á minni myndinni er hetja KR-inga, Stefán Logi Magnússon, sem varði vel í leiknum sem og í vítakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VÍTASPYRNUKEPPNIN KR - Breiðablik 1-1 e. framlengingu 0-1, Marel Baldvinsson 96. 1-1, Pétur Marteinsson 102. 2-1, Bjarni Guðjónsson mark 2-1, Arnar Grétarsson varið 3-1, Guðjón Baldvinsson mark 3-1, Alfreð Finnbogason yfir 4-1, Pétur Marteinsson mark 4-2, Arnór Aðalsteinsson mark 5-2, Jónas Guðni Sævarsson mark

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.