Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 4
4 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR - flegar flú kaupir parket! undirlag og gólflistarFRÍ TT! Eikarparket Kr. 4.990,- m2 Krókhálsi 4 • Sími 567 1010 • wwwparket.is E in n , t v e ir o g þ r ír 2 8 7 .1 13 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 16° 16° 12° 14° 17° 18° 16° 19° 15° 28° 29° 19° 17° 26° 25° 31° 17° 12 Á MORGUN 10-20 m/s. Úrkomulítið. FÖSTUDAGUR 8-15 m/s. 11 13 15 15 14 12 12 12 11 8 10 13 9 10 15 15 8 13 8 10 13 8 10 12 1212 11 10 12 1211 LEIÐINDAVEÐUR Í KORTUNUM Eftir nokkuð hvassa nótt með miklu vatnsveðri á landinu sunnan og vestanverðu tekur lítið betra við. Í dag verður mikil úrkoma suðaustan til og áfram vinda- samt á landinu. Sömu sögu er að segja um morg- undaginn sem þó verður úrkomu- lítill. Ekki lægir almennilega fyrr en á sunnudag. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Vopnað rán var fram- ið í Skólavörubúðinni við Smiðju- stíg í Kópavogi um klukkan 14.30 í gær. Þrír menn komu inn í búðina og voru með töluverða háreysti og læti. Einn þeirra stakk svo far- tölvu inn á sig. Það sá Sigurbjörg Jóhannesdótt- ir afgreiðslustúlka. „Ég hrópaði á þá hvað þeir væru að gera og þá sneri einn þeirra sér við og sló mig í handlegginn. Annar dró svo upp hníf og ógnaði mér og þá bakkaði ég. Þeir hlupu síðan í burtu,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að sér hafi verið mikið brugðið við atburðinn en hún afþakkaði þó áfallahjálp og ákvað að klára vaktina sína. „Ég titra öll og skelf og þetta var alveg hræði- legt. Auðvitað er maður í sjokki og kannski á það eftir að koma enn frekar fram þegar ég kem heim. En ég verð að sinna mínum kúnn- um,“ segir Sigurbjörg. Að sögn starfsfólks búðarinnar voru mennirnir á milli 25 ára og þrítugs. Þeir voru „hálfeymdar- legir“ og gerðu ekkert til að fela veru sína í búðinni. Þvert á móti gengu þeir um og könnuðu aðstæð- ur með nokkrum bægslagangi. „Ég var að afgreiða konu, en vissi af þeim í búðinni, enda voru nokkur læti í þeim. Svo kom ég fyrir hornið og sá hann vera að stinga tölvunni inn á sig. Þá fór allt af stað,“ segir Sigurbjörg. Um helgina var brotist inn í Skólavörubúðina og þaðan stolið myndavélum og prentara. Ekki er vitað hvort sömu menn voru á ferð. Starfsfólk gat gefið greinargóða lýsingu á ræningjunum. Lögreglan kannaðist við lýsinguna og hand- tók um klukkan 17 þrjá menn grun- aða um verknaðinn. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Ekkert myndavélakerfi er í búð- inni. „Við vorum búin að fá tilboð í kerfi en höfðum ekki tekið ákvörð- un. Ætli við gerum ekki eitthvað í því núna,“ segir Rafn Benedikt Rafnsson, framkvæmdastjóri Skólavörubúðarinnar. Hann segir að Sigurbjörgu standi öll aðstoð sem hún þarfnast til boða. „Við buðum henni að sjálf- sögðu áfallahjálp en hún er hörku- tól og þáði hana ekki og vildi ekki fara heim. En hún getur hvenær sem er fengið aðstoð ef eitthvað kemur upp.“ kolbeinn@frettabladid.is Börðu starfsstúlku og ógnuðu með hníf Þrír menn rændu Skólavörubúðina um miðjan dag í gær. Starfsstúlka var slegin í handlegginn og síðan ógnað með dúkahníf. Ræningjarnir komust undan með fartölvu en voru handteknir í gær. Brotist var inn í búðina um helgina. TITRAÐI ÖLL Sigurbjörg Jóhannesdóttir varð fyrir nokkru áfalli þegar ræningjarnir slógu hana og ógnuðu með hníf. Hún þáði þó ekki áfallahjálp og kláraði vaktina fyrir „kúnnana sína“. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ATBUÐARÁSIN ■ Klukkan 14.30 komu þrír menn inn í Skólavörubúðina við Smiðjustíg í Kópavogi. ■ Mennirnir voru mjög áberandi, með nokkur læti og gengu um búðina. ■ Afgreiðslukona sá einn þeirra stinga fartölvu inn á sig og hastaði á þá. ■ Einn mannanna sló konuna í handlegginn og annar ógnaði henni með hníf. Mennirn- ir hlupu út úr búðinni með fenginn. ■ Klukkan 17 handsamaði lögregl- an mennina. Seðlabanki Bandaríkjanna: Óbreyttir vextir vestanhafs VIÐSKIPTI Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í tveimur prósentum. Þetta er í samræmi við væntingar. Bankinn hefur staðið á stýri- vaxtabremsunni síðustu mánuði eftir að hafa lækkað vexti hratt frá síðasta hausti. Fyrir ári stóðu þeir í 5,25 prósentum. Gripið var til lækkunar eftir að lausafjár- kreppan tók að bíta í. Fjármála- skýrendur segja ákvörðunina rétta. Hefðu vextir verið lækkað- ir hefði það verið vísbending um að efnahagslífið væri veikburða þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans til þessa. - jab SKIPULAGSMÁL Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra Kópavogs, voru í gær afhentir listar með 900 undir- skriftum þar sem skorað er á yfirvöld í bænum að hverfa frá byggingaráformum sínum í Skógarlind. Þar er meðal annars gert ráð fyrir sjö og níu hæða byggingum sem er þremur hæðum meira en áður hafði verið áætlað. Anna S. Magnúsdóttir frá samtökunum segir að engar mælingar hafi verið gerðar á svæðinu um það hvaða mengunar- eða umferðaráhrif það hefði ef þessi áform gengju eftir. - jse Íbúasamtök Lindahverfis: Skora á bæjar- stjóra að bakka BOLTINN KOMINN TIL BÆJARSTJÓRANS Gunnar Birgisson hefur tekið við undir- skriftum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIMBABVE, AP Morgan Tsvangirai, nýr forsætisráðherra í Simbabve, segir að samkomulag sitt við Robert Mugabe forseta eigi eftir að reynast vel, því Mugabe þurfi á því að halda ekki síður en aðrir íbúar landsins. Tsvangirai segist einnig treysta því að alþjóðasamfélagið komi Simbabve til hjálpar, nú þegar ný stjórn er tekin við völdum. Mugabe, sem hefur verið nánast einráður í landinu hátt í þrjá ára- tugi, afsalaði sér völdum að hluta til á mánudaginn þegar hann féllst á að stjórnarandstæðingurinn Tsvangirai yrði forsætisráðherra. Tsvangirai og Mugabe hafa verið svarnir óvinir í áratug. Tsvangirai hefur iðulega setið í fangelsi, verið sakaður um land- ráð og mátt þola pyntingar, en er nú orðinn forsætisráðherra lands- ins. Milligöngu um samninga hafði Thabo Mbeki, forseti Suður- Afríku. Djúp tortryggni er þó enn milli andstæðra fylkinga Mugabes og Tsvangirais, og er óttast að sam- komulagið geti reynst torvelt í framkvæmd á stundum. Einstrengingsháttur Mugabes síðustu árin hefur kostað heiftúð- ug átök við stjórnarandstæðinga, og efnahagsástandið er í kalda- kolum með vöruskorti í verslun- um og verðbólgu upp á milljónir prósenta. - gb Morgan Tsvangirai bjartsýnn á að samkomulag við Mugabe forseta reynist vel: Mugabe hefur slakað á klónni SAMKOMULAGIÐ STAÐFEST Morgan Tsvangirai, Robert Mugabe og Thabo Mbeki á þingi í Simbabve. NORDICPHOTOS/AFP BORGARMÁL Um 1.000 börn bíða enn eftir plássi á frístundaheimil- um Reykjavíkurborgar. Nokkuð hefur þó saxast á biðlistann, því á honum voru um 1.400 börn fyrir rúmri viku síðan. Síðastliðinn föstudag sam- þykkti borgarráð samhljóða tillögu Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra um að sviðsstjórum mennta- og íþrótta- og tómstundasviðs yrði falið að leiða vinnu við tillögur um lausn málsins. - kóp Frístundaheimili í Reykjavík: Þúsund börn enn á biðlista BORGARMÁL Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, lagði á borgarstjórnar- fundi í gær fram tillögu þess efnis að skipulagsvinnu í Vatnsmýri, eftir verðlaunatillögu í hugmynda- samkeppni, yrði hætt. Í greinargerð með tillögunni segir að óvissa sú sem ríki um framtíðarstaðsetningu Reykjavík- urflugvallar setji vinnuna í uppnám. Því væri rétt að stöðva alla vinnu eftir tillögunni á þessu kjörtímabili og einbeita sér frekar að skipulagi vestan Vatnsmýrar. Tillagan var felld með fjórtán atkvæðum gegn einu. - kóp Ólafur F. Magnússon: Vill setja vinnu í Vatnsmýri á ís BANDARÍKIN, AP Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílarisans General Motors, svipti hulunni af markaðsútgáfu rafmagns-tvinn- bílsins Chevrolet Volt á 100 ára afmælishátíð fyrirtækisins í gær. GM, sem hefur átt í kröggum síðustu ár, bindur miklar vonir við að það skapi því góða sóknar- stöðu fyrir næstu 100 ár að vera frumkvöðull að markaðssetningu tengil-tvinnbíla, sem knúnir eru bæði af rafmótor og hefðbundinni vél en er auk þess hægt að hlaða rafmagni úr heimainnstungu. Opel-bíll á grunni Volt kemur á Evrópumarkað árið 2011 en Opel er í eigu GM. - aa GM fagnar aldarafmæli: Markaðsútgáfa Chevy Volt sýnd RAF-FRAMTÍÐ Nýi tengil-tvinnbíll GM á sviðinu í Detroit. LJÓSMYND/AUTOBLOGGREEN GENGIÐ 16.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 171,5335 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 91,74 92,18 163,62 164,42 130,15 130,87 17,448 17,55 15,757 15,849 13,473 13,551 0,8791 0,8843 142,24 143,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.