Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 16
16 17. september 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefándsóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Sú kenning hefur stundum heyrst meðal araba að Shake- speare hafi í rauninni verið af þeirra kynþætti, arabi í húð og hár, og hafi hann nánar tiltekið verið höfðingi eða borgarstjóri, þ. e.a.s. „sjeik“, yfir bænum Spír sem mun vera einhvers staðar norðarlega í Írak. Liggur þetta að sögn í augum uppi þegar nafnið er skrifað með arabísku letri, en auk þess hef ég heyrt fylgismenn þessarar kenningar benda á að til sé ljósmynd af hinu mikla leikritaskáldi klæddu á arabíska vísu, hvar svo sem hana er að finna. Frakkar hlæja gjarnan að þessu, svona álíka mikið og þeir hlæja þegar einhver heldur því fram að norrænir menn hafi siglt til Vínlands á austurströnd Norður-Ameríku á miðöldum. En nú hafa arabar fært fram ný og sterk rök fyrir því að Shake- speare hafi í raun og veru skrifað frá hægri til vinstri og vafalaust borið túrban líka, með því að sýna „Ríkarð þriðja“ á arabískri tungu í einu merkasta leikhúsi Parísar, „Le Théatre des Bouffes du Nord“, þar sem hinn víðfrægi leikhúsmaður Peter Brook ræður ríkjum, og til að ekkert færi nú á milli mála var þessi gerð leikrits- ins kölluð „Richard III, An Arab Tragedy“. Leikstjórinn hét Sulayman Al-Bassam og í titilhlutverkinu var leikari að nafni Fayez Kazaq. Yfir þessari sýningu var óneitanlega sterkur heildarsvipur. Eins og hin enska útgáfa verksins gerðist þessi arabíska útgáfa á „15. öld“, en það var að vísu samkvæmt arabísku tímatali og jafngildir sá tími seinni hluta 20. aldar og byrjun hinnar 21. eftir tímatali Vestur- landabúa; staðurinn var ónefnt furstadæmi eða konungdæmi í grennd við Persaflóa, þar sem auðugar olíulindir voru „í norðri“. Sviðið var alveg autt, en aftast voru stór tjöld, þar sem stundum birtust silúettur af mönnum sem sátu og pikkuðu á tölvu eða töluðu í síma, en stundum urðu tjöldin að risastórum sjónvarpsskermi. Til hægri við sviðið var fimm manna arabísk hljómsveit sem lék á ásláttarhljóðfæri, svo og pípu og lútu. Ríkarður af Gloucester birtist fyrst í einkennisbúningi engilsax- neskra hershöfðingja, en svo var hann fljótt kominn í arabísk klæði eins og flestallar aðrar persónur leikritsins. Í þessum búningum og öllu því látbragði sem þeim fylgdi, að ógleymdum hljóminum í tungumál- inu, urðu samsærin, lygarnar og undirferlið í verkinu ákaflega sannfærandi, og sum atriði hittu svo vel í mark að varla varð á betra kosið. Það hefur t.d. oft vafist fyrir leikstjórum að setja á svið það atriði í fyrsta þætti verksins, þegar Ríkarður af Gloucester fer á fjörurnar við lafði Önnu við jarðarför Hinriks 6. tengdaföður hennar sem hann hafði sjálfur vegið, og biðlar til hennar með alls kyns leikaraskap. En í þessari arabísku gerð eru hinar syrgjandi konur að sjálfsögðu allar huldar svörtum blæjum svo það er hægðarleikur fyrir Ríkarð að dulbúa sig sem eina af þeim, bregða yfir sig sama hjúpi og laumast inn í jarðarförina með sitt ólíkindatal. Einungis nefið stendur út úr dúknum og kemur til kasta þess að túlka allt undirferlið. Manni finnst að þannig hljóti þetta atriði alltaf að hafa verið hugsað. Þegar Ríkarður af Gloucester kemur af stað þeim orðrómi að synir Játvarðar konungs fjórða séu bastarðar og ekki réttbornir til ríkis er í þessari gerð vitnað til DNA-rannsóknar sem framkvæmd hafi verið í „erlendri rannsóknar- stofu“. Þá virðist Ríkarður standa næst því að erfa ríkið, en hann biðst undan því, í þriðja þætti verksins, en hér er það atriði sett upp sem sjónvarpsumræður í beinni útsendingu, nokkuð auknar miðað við enska textann, og í miðjum klíðum hringir síminn: það er formaður Arababandalagsins að hvetja Ríkarð til að láta undan óskum allra og taka á sig kon- ung dæmið. Þá var skúrkshátturinn orðinn svo yfirgengilegur að áhorfendur veltust um af hlátri. Ýmsir setja sig á móti Ríkarði, og þegar einn þeirra komst undan rigndi yfir leikhúsgesti miðum með mynd af honum og áletrun á arabísku og ensku: „Þessi maður er hryðjuverkamaður. Ef þið sjáið hann, snúið ykkur þá til varnar- málaráðuneytisins þegar í stað.“ Hertoginn af Buckingham er Ríkarði innan handar í illvirkjun- um, en snýst gegn honum, þegar hann fær ekki yfirráð yfir olíulind- um sem honum hafði verið lofað. Ýmis fórnarlömb Ríkarðs fá skjól í bandaríska sendiráðinu, það er að lokum sendiherrann Rich- mont sem stjórnar innrás í landið og hann steypir Ríkarði úr stóli í „móður allra bardaga“. Eftir það felur hann ekkju Játvarðar konungs að semja nýja stjórnar- skrá svo lýðræðislegar kosningar geti farið fram í landinu. Var Shakespeare þá kannske arabi? Eftir að hafa séð þessa leiksýningu var ég ekki í neinum vafa um það: hann var arabi, og svo margt annað líka, hann á jafnt heima í Spír og Húsavík. Borgarstjórinn í Spír EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Var Shakespeare arabi? UMRÆÐAN Ólafur F. Magnússon skrifar um borg- armál Ótrúleg sjálfumgleði og rangtúlkun á störfum borgarstjórnar Reykjavíkur einkenna skrif Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Frétta- blaðinu í gær. Þar fullyrðir Guðni m.a. að fráfarandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðis- flokks hafi verið óstarfhæfur og þjóðinni til vansæmdar. Festa og ábyrgð ríki í höfuðstaðnum þó að verk nýs meirihluta hafi eðlilega ekki séð dagsins ljós eftir stutt starf. Hins vegar keyrir um þverbak þegar Guðni fullyrðir að Óskar Bergsson hafi komið fram „af virðingu, ró og festu“. Staðreyndin er nefnilega sú að í tíð síðasta meirihluta ríkti ófremdarástand á fundum borgar- ráðs vegna framkomu kjörinna fulltrúa, sem láku trúnaðarmálum jafnt sem öðru beint til fjölmiðla, meðan á fundum stóð. Sömu kjörnir fulltrúar fylgdust lítt eða ekki með umræðu í borgarráði og borgarstjórn, enda uppteknir af samskiptum við fjölmiðla á netinu. Umræðan á þessum fundum hefur einnig einkennst af uppákomum í tengslum við fréttaflutning kjörinna fulltrúa. Ljótt orðbragð og ruddaleg framkoma á þessum fundum hefur ekki tíðkast áður í þann langa tíma, sem ég hef starfað í borgarstjórn. Ég get fullyrt að þar fór Óskar Bergsson fremstur í flokki. „Virðing, ró og festa“ eru ekki orð sem ég myndi nota um þann ágæta mann, eftir að hafa orðið vitni að framkomu hans og vinnubrögðum. Fráfarandi meirihluti F-lista og Sjálf- stæðisflokks vann eftir skýrri stefnuskrá og kom mörgum góðum verkum í fram- kvæmd. Hins vegar fjölluðu fjölmiðlar almennt ekki um verk meirihlutans og ógrynni tillagna í velferð- ar-, öryggis-, umhverfis- og skipulagsmálum. Þær má m.a. sjá í fundargerðum borgarráðs, sem eru öllum aðgengilegar. Ég var starfsamur borgarstjóri, sem vann ötullega að framgangi þeirra málefna, sem kveðið var á um í 17 atriða málefnasamningi og enginn þarf að efast um að borgarumhverfið og sérstaklega miðborgin okkar allra tók stakkaskipt- um á liðnu sumri. Starfsemi borgarinnar var nefnilega á fljúgandi ferð í borgarstjóratíð minni, öfugt við frásagnir pólitískra andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri. Guðni leiðréttur ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Lyklavöldin Eins og kunnugt er sleit Jafnaðar- mannaflokkurinn stjórnarsamstarfi við Þjóðveldisflokkinn í Færeyjum í fyrradag. Að sögn Jóhannesar Eides- gaard, formanns jafnaðarmanna, var ágreiningurinn djúpstæður; Högni Hoydal, formaður Þjóðveld- isflokksins, hafði lagt undir sig skrifstofur sem tilheyrðu honum ekki. Steininn hafi tekið úr þegar leita þurfti til lásasmiðs til að dýrka upp lása sem Högni hafi látið skipta um. Það kannast Högni reyndar ekki við, en skemmtilegt ef satt væri; það er ekki á hverjum degi sem lásasmiðir eru beinlínis lykilmenn í pólitískum sviptingum. Sérstakar ráðstafanir Upphaflegur umsóknarfrestur um starf forstjóra Landsvirkjunar rann út 12. september en hefur verið framlengdur til 26. september. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar, er það meðal annars gert til að undirstrika að ekki sé búið að ráðstafa starfinu. Segir það ekki sína sögu um vinnubrögðin hingað til, þegar fyrirtæki þarf að grípa til sérstakra ráðstafana til að draga úr tortryggni þeirra sem sækja um starf hjá þeim? Nýr fundarstjóri Utanríkisnefnd Sjálfstæðisflokksins heldur fund um hernaðarumsvif Rússa. Athygli vekur að skipt var um fundarstjóra með stuttum fyrirvara. Á mánudag var Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar, sögð fundarstjóri í blaðaauglýsingu. Í auglýsingu í gær hafði Stefanía Ósk- arsdóttir stjórnmálafræðingur hins vegar tekið hennar stað. Á þessu geta verið ýmsar skýringar, kannski forfallaðist Ellisif ein- faldlega. Eða kannski tók hún mark á bloggi Guðmundar Magnúsonar sagnfræðings, sem sagði það óviðeigandi að manneskja í þeirri stöðu sem Ellisif er í væri fundarstjóri á samkomu stjórnmálaflokks. bergsteinn@frettabladid.is F ramsóknarflokkurinn er næstminnstur á Alþingi. Eigi að síður er það svo að hann er eini stjórnmálaflokk- urinn sem lagt hefur verulega vinnu í málefnalegar úttektir innan eigin veggja vegna álitaefna sem tengjast hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild á dagskrá. Hún hefur hins vegar ekki lagt sambærilega innanbúð- arvinnu til grundvallar þeirri stefnumörkun. Spurningar hafa því eðlilega vaknað hvort Samfylkingin sé nægjanlega undir það búin að taka á öllum þeim flóknu viðfangsefnum sem upp koma í tengsl- um við hugsanlega aðild. Að þessu leyti er sérstaða Framsóknarflokksins talsverð. Hann hefur ekki tekið afstöðu til aðildar. En á hinn bóginn hefur hann undirbúið umræðuna af nokkurri kostgæfni. Ekki fer á milli mála að þar býr flokkurinn að þeirri málefnalegu arfleifð sem Halldór Ásgrímsson skildi eftir sig. Guðni Ágústsson, núverandi formaður Framsóknarflokksins, kynnti í gær til sögunnar skýrslu sem unnin hefur verið á vegum flokksins um peningamálastefnuna og möguleikana á að taka upp nýjan gjaldmiðil. Alkunnugt er að formaðurinn hefur verið efa- semdamaður um breytingar á þessu sviði. Því meiri ástæða er til að virða að slík málefnavinna skuli halda áfram undir hans for- ystu. Það ber hyggindum vitni. Fyrir rúmum tveimur árum birti Framsóknarflokkurinn skýrslu á grundvelli ítarlegrar málefnavinnu um samningsmark- mið Íslands. Sú skýrsla var unnin í þeim tilgangi að flokkurinn yrði undir það búinn að aðildarspurningin kæmi á dagskrá. Nú er þeirri vinnu fylgt eftir með dýpri skoðun á gjaldmiðilsspurningum og peningastefnunni. Nýja skýrslan hefur ekki að geyma ákveðnar tillögur. Hún dreg- ur einfaldlega fram þá kosti sem fyrir hendi eru með skýrum og afgerandi hætti. Um leið er hún mikilvægt og þakkarvert pólit- ískt framlag til þeirrar umræðu sem nú fer fram um þetta stærsta álitaefni í íslenskum stjórnmálum. Á þessu stigi er hins vegar of snemmt að segja til um hvort skýrslan hefur varanlegt pólitískt gildi eða er líkleg til að breyta vígstöðunni á taflborði stjórnmálanna. Það ræðst vitaskuld mest af því hvaða ályktanir Framsóknarflokkurinn sjálfur kemur til með að draga af henni við eigin stefnumótun. Við síðustu kosningar gerði Samfylkingin Evrópumálin hvorki að kjarnaatriði í stefnuskrá sinni né úrslitaatriði við stjórnar- myndun. Niðurstaðan varð sú að Samfylkingin féllst á að aðildar- spurningin kæmi ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili. Eins og sakir hafa staðið hefur fátt bent til að Samfylkingin væri líkleg til að gera Evrópusambandsaðild að skilyrði fyrir stjórnarþátttöku við næstu kosningar. Afdráttarlaust skilyrði þar um yrði ugglaust talið þrengja kosti flokksins of mikið. Í baklandi Sjálfstæðisflokksins er þung krafa um evruna uppi á borðum. Skýr og afdráttarlaus stefnumótun af hálfu Framsóknar- flokksins um evru og aðild að Evrópusambandinu gæti í þessu ljósi sett gaffal á báða stjórnarflokkana fyrir næstu kosningar. Velji flokkurinn á hinn bóginn krónukostinn eru minni líkur á að hann geti notað stefnuna í peningamálum til að breyta stöðu sinni á tafl- borði stjórnmálanna. Þá þarf hann að finna önnur mál til þess. Gjaldmiðilsskýrsla Framsóknarflokksins: Gaffall? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í línu. NLP er öugasta sjálfstyrkingarnámskeið sem völ er á. Námskeið í NLP tækni verður haldið 26. - 28.sept. og 03. - 05.okt. 2008. www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992 Kári Eyþórsson MPNLP „Hugurinn ber þig alla leið“ - Er sjálfstraustið í ólagi? - Viltu betri líðan? - Skilja þig fáir? - Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? - Gengur öðrum betur í línu en þér? - Gengur illa að klára verkefni? - Er ertt að höndla gagnrýni? © cKari.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.