Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 23
Fjárflutningabílar setja svip sinn á umferðina á þjóðvegum lands- ins á haustin. Nú stendur sláturtíðin sem hæst og stórir fjárflutningabílar á ferð um þjóðvegina. Hjalti Guðmunds- son á Kjóastöðum í Biskupstung- um hefur keyrt fjárflutningabíl árum saman. „Þetta er sennilega tuttugasta haustið sem ég keyri, ég hef nú oft hugsað mér að hætta en einhvern veginn endist maður áfram,“ segir Hjalti, sem hætti sjálfur að búa fyrir þremur árum. Hann segir fjárflutningana hafa breyst. Vegirnir hafi batnað og eins aðstaðan við bæina og nú heyri það sögunni til að fólk standi uppi á opnum bílunum til að passa féð. „Bílarnir eru nú yfirleitt á þremur hæðum og miðað við að hafa tíu lömb í stíu. Þá er það rúmt hjá þeim að þau geta legið.“ Bíll Hjalta tekur um 250 lömb og oft dregur hann tengivagn sem tekur annað eins. „Þetta eru miklir flutningar á þessum greyjum. Ég keyri í slát- urhúsið á Selfossi og þetta eru gríðarlegar vegalengdir. Lengstu ferðirnar geta verið átta til tólf tímar með öllu. Við erum tveir á bílnum sem skiptumst á. Það þarf að gera sér grein fyrir að maður er með 250 til 500 lifandi farþega og vera mjúkur á bremsunum, alveg eins og þegar farþegarnir eru fólk.“ heida@frettabladid.is Hjalti Guðmundsson hefur keyrt fjárflutningabíl í tuttugu ár. MYND/MAGNÚS HLYNUR Mjúkur á bremsunni Minni eftirspurn en á síðasta ári NÝSKRÁÐIR BÍLAR FÆRRI Í ÁR EN Á SAMA TÍMA Í FYRRA. Samtök evrópskra bílaframleið- enda segja eftirspurn eftir nýjum bílum í Evrópu minni í sumar en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. Þar segir að sala nýrra bíla hafi verið 7,2 prósentum minni í júlí á þessu ári en í fyrra. Salan í ágúst reyndist 15,6 prósentum minni en í ágúst í fyrra. Salan dróst alls saman um 3,9 prósent í Evrópu fyrstu átta mánuðina miðað við síðasta ár. Nissan sækir mest í sig veðrið. Fyrstu sjö mánuði ársins voru 23,9 prósent fleiri Nissanbílar nýskráðir en á sama tímabili í fyrra. Þar á eftir kemur Smart með 22,5 pró- sent og Jagúar með 18,1 prósent. Mestur samdráttur varð hjá Alfa Romeo, 32,4 próent, Lexus með 24,2 prósent og Land Rover með 21,6 prósent. Mest seldu bílarnir eru Volkswagen með 983.071 bíla, Ford með 797.850 bíla og Opel/Vauxhall með 772.780 bíla. Sjá www.fib.is. -rve Volkswagen hefur selt flesta bíla á árinu. FERÐASÖGUR hvers konar, fróðleikur, veglegt myndasafn og tenglar á áhugaverðar síður sem tengjast bifreiðum, þjónustu og fleiru er á meðal þess sem hægt er að finna á vefsíðu Jeppaklúbbsins Rembings, www.frontpage.simnet/rembing- ur. Þar er einnig hægt að skoða bifreiðar félagsmanna. Varahlutir í flestar gerðir lyftara Legur, allar gerðir Rafgeymaklær Lyftaragafflar Lyftaradekk Lyftarafelgur Vesturvör 30B 200 Kópavogur S: 563 4500 tmh@tmh.is tmh.is TMH Ísland - Toyota vörulausnir Alla mmtudaga Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.