Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 17. september 2008 17 UMRÆÐAN Víglundur Þorsteinsson skrifar um krónur, evrur og íslenska „kreppu“ Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum á þessu sumri um íslensku krónuna og upptöku evru sem kost til að ráða bug á „efnahagsvandanum“ sem nú er talinn ríkja hér á landi. Af þessari umræðu hefur helst mátt ráða að höfuðvandamálið í efna- hagsmálum okkar nú sé íslenska krónan. Talað er um kreppu eða kreppu- ástand við þessar aðstæður og kallað eftir „nýrri þjóðarsátt“ eða bara einhverju til úrbóta. Nú er það svo að rétt er að sjúkdóms- greina sjúklinga áður en lækning- ar hefjast. Tilgangurinn má ekki helga meðalið. Einhvern veginn sýnist mér sem sjúkdómsgrein- ingunni sé ekki alveg lokið. Vissulega er vandi á höndum hjá okkur í dag en það er ólíku saman að jafna ástandinu sem ríkti hér á landi fyrir 20 árum í aðdraganda þjóðarsáttarinnar og stöðunni í dag. Það eina sameigin- lega í stöðunni er verðbólga þó miklu minni sé nú en þá. Í okkar hagsögu getum við fundið mörg dæmi um hagstjórn og afleiðing- ar hennar sem valdið hafa öfga- fullum hagsveiflum, viðskipta- halla og verðbólgu líkt og nú. Oftast þó við mun verri aðstæður í þjóðarbúskapnum. Hvað fór úrskeiðis? Hvernig gerðist þetta? Öllum sem vilja sjá er ljóst að ástæðan er mikið framboð af ódýrum peningum. Það framboð stafaði af víðtækri lágvaxta- stefnu nokkurra helstu seðla- banka heimsins og seðlaprentun til að auka peningaframboð í heiminum af ótta við samdrátt og kreppu. Aðalmótandi þessarar stefnu var seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan og aðrir stórir seðlabankar fylgdu honum að málum. Þessi framkvæmd hófst fyrir síðustu aldamót af ótta við dot. com bólur og aldamótavanda tölvukerfa. Ótti sem leiddi til víð- tækra vaxtalækkana og aukins framboðs peninga. Í kjölfarið fylgdu hryðjuverkin og voðaat- burðirnir 11.september 2001 sem mætt var með enn frekari vaxta- lækkunum og auknu peninga- framboði með öðrum orðum seðl- aprentun. Þessi stefna leiddi síðan til offramboðs peninga á alþjóða- mörkuðum, „atvinnulausra pen- inga“ í leit að vinnu. Við slíkar aðstæður víkur skynsemin stund- um fyrir augnabliksvæntingum og áhættutaka vex. Undirmáls- lánakrísan bandaríska er eitt birt- ingarform og bein afleiðing þess- arar áhættutöku en þær eru að sjálfsögðu fleiri um allan heim. Þetta offramboð peninga hefur leitt til víðtækrar þenslu og vald- ið miklum sviptingum í innbyrðis gengisþróun helstu gjaldmiðla heimsins. Læt ég nægja að minna á þær ógnar- sveiflur sem orðið hafa milli dollars og evru frá upptöku evrunnar árið 1999. Þá hefur þetta leitt til heimsþenslu sem valdið hefur víðtækum hækk- unum á hvers konar hrá- vöru og orkugjöfum og leitt til mikilla almennra hækkana á þessum vörum. Þær hafa marg- ar hverjar tvöfaldast og jafnvel þrefaldast í verði í dollurum, mælt á liðnum 5 árum. Nokkuð sem við verðum að hafa í huga þegar við greinum vandann og mótum nýja stefnu til að vinna okkur frá vandamálunum sem vissulega eru ærin þótt fráleitt sé að kalla vand- ann kreppu í sögulegu samhengi. Á þessum tíma hófst nýtt tímabil í íslenskri peningamálastjórnun. Árið 2001 var innleidd markaðsskráning íslensku krónunnar og Seðlabanki Íslands hætti þeirri skráningu krón- unnar sem áður tíðkaðist. Nú skyldi stýrt með stýri- vöxtum bankans í þeim tilgangi að móta hegðun markaðarins. Í upphafi voru stýrivextirnir 7 %, lækkuðu nokkuð árin 2002 og 2003 en tóku síðan að hækka á árinu 2004 vegna ótta um þenslu vegna stóriðjuframkvæmda. Hafa þeir nær óslitið hækkað síðan. Hér var horft þröngt á málin frá séríslensku sjónarhorni og ekki gáð að því hvaða hliðaráhrif fylgdu slíkum vaxtahækkunum vegna ytri aðstæðna og mikils vaxtamunar milli innlendra hávaxta og erlendra lágvaxta. Markmiðið var að hemja þenslu vegna stóriðjuframkvæmda en aðferðin leiddi til mun meiri þenslu en þær einar og sér hefðu haft í för með sér. Erlent lánainns- treymi vegna stefnunnar varð margfalt innstreymið vegna stór- iðjuverkefnanna. Jafnvel meira en 10 falt nettó streymið vegna stóriðjunnar. Þenslan var kynt með innstreymi erlends fjár. Þessi áhrif eru ekki einsdæmi fyrir Ísland svipað hefur gerst annars staðar við hliðstæðar breytingar. Vegna smæðar vorum við ef til vill viðkvæmari en aðrir. Höfundur er stjórnarformaður BM Vallár. Að hengja bakara fyrir smið VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON Í okkar hagsögu getum við fundið mörg dæmi um hag- stjórn og afleiðingar hennar sem valdið hafa öfgafullum hagsveiflum, viðskiptahalla og verðbólgu líkt og nú. Oftast þó við mun verri aðstæður í þjóðarbúskapnum. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.