Fréttablaðið - 18.09.2008, Side 52

Fréttablaðið - 18.09.2008, Side 52
32 18. september 2008 FIMMTUDAGUR Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Ca- valleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhanns- son og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Sveinn Einarsson, sem er reynd- asti óperuleikstjóri hér á landi, setur verkin á svið en Kurt Kop- ecky leiðir hljómsveit og kór Íslensku óperunnar. Það er Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir sem fær það erfiða verkefni að koma tveimur ólíkum myndum fyrir á hinu erfiða sviði Óperunnar í Gamla bíói, búninga gerir Helga Björnsson en Páll Ragnarsson lýsir sýninguna. Aðeins eru áætlaðar átta sýn- ingar á þessum tveimur lykilverk- um í ítalskri óperusögu sem hafa að geyma margar glæsilegar aríur og dúetta sem alla jafna eru fastur liður í söngvaskrá helstu söngvara heims. Hér gefst aftur tækifæri til að sjá þær og heyra í sínu rétta samhengi. Capa eru þær stundum kallaðar, óperurnar tvær sem oft eru fluttar saman á einni kvöld- stund sökum þess að þær eru báðar frumherjaverk í byltingar- kenndri stefnubreytingu sem varð í efnisvali óperuhöfunda um alda- mótin 1900 þegar vikið var frá efni ævintýra og aðals í hvers- dagslegri sögur úr ástríðuefnum alþýðunnar. Barþjónn, ekill, þjón- ustustúlka, leikarar og trúðar urðu í verkunum aðalpersónur. Aðrir söngvarar í sýningunni eru Jóhann Friðgeir Valdimars- son, en þeir Kristján munu skipt- ast á að leika tenórhlutverkin í verkunum tveimur, Elín Ósk Ósk- arsdóttir og Auður Gunnarsdóttir munu skiptast á að syngja hlut- verk Santuzzu í Cavalleria en aðrir söngvarar í sýningunum eru Alina Dubik, Sesselja Kristj- ánsdóttir, Alex Ashworth og Eyj- ólfur Eyjólfsson. Sýningar verða 19., 21., 25. og 27. september, 4., 5., 10. og 12. október. Kristján hefur fundið að því opinberlega að sýningar verði ekki fleiri og kennir um fyrir- hugaðri tónleikaferð Sinfóníunn- ar til Japans sem hamlar frekari sýningum að sinni. Íslenska óper- an er háð starfsemi Sinfóníunnar og vekur nokkra furðu að fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar og óperustjórinn hafi ekki átt ríkara samráð um þessa tilhögun. Víst má telja að uppselt verði á allr sýningarnar á þessu tímabili. Á þá Óperan kost á að taka verkið upp að nýju en tapar þá þeim slagkrafti sem falinn er í frum- sýningu og tímabilinu á eftir. pbb@frettabladid.is Perlur frumsýndar í kvöld Einn merkasti listamaður þjóðar- innar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Fyrst ber að nefna tónleika sem haldnir verða á Stóra sviði Þjóð- leikhússins kl. 16 á sunnudag. Þar munu stíga á svið leikarar Þjóð- leikhússins ásamt fjölda tónlistar- manna og dansara og flytja brot úr leikhúsperlum tónskáldsins. Umsjón með dagskránni hefur Edda Heiðrún Backman, miða- verð á tónleikana er 2.000 kr. og miða má nálgast í miðasölu Þjóð- leikhússins. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 fara svo fram hátíðartónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar verða á dagskrá kammertónlist, rapp og kórtónlist, en verkin endurspegla hin ólíku stílbrigði sem finna má í verkum Atla Heimis. Á meðal flytjenda eru Kolbeinn Bjarna- son, Guðmundur Kristmundsson, Elísabet Waage, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Franzson og Margrét Sigurðardóttir. Kynnir á tónleikunum er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, miðaverð er 1.500 kr. og miða má nálgast í miðasölu Salarins. Ný fiðlusónata Atla Heimis verður frumflutt á Kjarvalsstöð- um á mánudagskvöld kl. 20. Þar verður einnig á dagskrá flautu- sónata hans, en hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verk ársins árið 2006. Flytj- endur eru Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir og Wolf- gang Kühnl. Miðaverð er 1.500 kr. og verður miðasala við inngang- inn. Á þriðjudagskvöld kl. 20 verður einsöngslögum og einleiksverk- gum Atla Heimis ert hátt undir höfði á tónleikum í Listasafni Íslands. Á meðal flytjenda á tón- leikunum verða Bergþór Pálsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Eydís Franzdóttir og Sólrún Braga dóttir. Miðaverð er 1.500 kr. og miðasala fer fram við innganginn. Í nóvember fara fram tvennir tónleikar, í hátíðarsal Varmár- skóla og í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem flutt verður fjölskyldu- dagskrá samsett úr völdum verk- um Atla Heimis. Dagskrá þessi verður einnig flutt fyrir hátt í 2.000 grunnskólanema á sextán skólatónleikum á vegum Tónlistar fyrir alla. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ljúka þessari tón- leikaröð með afmælistónleikum helguðum verkum Atla Heimis hinn 19. mars á næsta ári. Að auki kemur Sinfóníuhljómsveitin til með að flytja Icerapp Atla Heimis á tónleikum sínum hinn 26. septem- ber næstkomandi. Af erlendum vettvangi er gaman að geta þess að hinn 27. september flytur Juilliard New Music Ensamble í New York verkið Icerapp eftir Atla Heimi og 29. nóvember mun Hyperiontríóið halda tónleika með verkum eftir Atla í Beethoven- halle í Bonn. þ- v Afmæli Atla fagnað ATLI HEIMIR SVEINSSON Glæsileg hátíð- arhöld fara fram víða um heim í tilefni af sjötugsafmæli hans. TÓNLIST Tómas Tómasson, Kristján Jóhannsson og Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverkum Tonio, Canio og Peppe í Pagliacci. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN - GÍSLI EGILL HRAFNSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.