Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.09.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 21.09.2008, Qupperneq 18
Kartaflan er algengasta græn-metið á borðum Íslendinga og ein mest ræktaða fersk- vara í heimi. Hún á uppruna sinn að rekja til Andesfjalla, norðan við Titikaka- vatn í Suður- Ameríku, þar sem ræktun hennar hófst fyrir átta til sex þúsund árum. Kartaflan barst til Evrópu með spænskum og portú- gölskum landvinninga- mönnum seint á 16. öld en náði ekki vinsældum meðal almennings. Lengi voru kartöflur einungis ræktaðar í dýrafóður en þegar kornuppskeran brást í Evrópu seint á 18. öld hófst skipulögð ræktun á þeim til mann- eldis. Björn Hall- dórsson í Sauð- lauksdal var einn þeirra fyrstu til að rækta kart- öflur á Íslandi og haustið 1760 fékk hann góða uppskeru. Kartaflan er rík af vítamínum og stein- efnum en meðalstór kart- afla inniheldur 27 milligrömm af C-vítamíni með hýðinu. Einnig inniheldur hún B6-vítamín, þíam- ín, fólínsýru, járn og sink svo eitt- hvað sé nefnt. Kartöflur eru einnig trefjaríkar en ein kartafla með hýði getur innihaldið 2 grömm af trefjum. Kartöflur eru nú algengt hráefni í matargerð í Evrópu og í Banda- ríkjunum en einnig hefur kartöflu- ræktun aukist í Asíu. Hægt er að neyta kartöflunnar á ýmsan hátt en nauðsynlegt er að sjóða eða steikja hana til að brjóta niður sterkjuna. Hefð er fyrir því að sjóða kart- öflur með mat hér á landi en þær er hægt að matreiða á fjölbreyti- legan hátt og þeirra er hægt að neyta heitra og kaldra. - rat 1 2 HRÁEFNIÐ: Kartöflur Trefjaríkar og hollar Ljúffengur cappuccino-bolli tilheyrir hráslagalegum haustdögum og er í hugum margra ómissandi. Hann er yfirleitt borinn fram í um 150 til 190 millilítra bolla og samanstendur af 1/3 af espresso, 1/3 af heitri mjólk og 1/3 af mjólkurfroðu. Þegar mjólkin hefur verið freydd á hún helst að minna á silki og reyna margir að búa til hjarta eða laufblað úr froðunni. Auk þess má skreyta hana með súkkulaði-spæni eða brúnum sykri. Flestir drekka cappuccino hvenær dagsins sem er og mörgum finnst slíkur bolli góður eftir mat. Ítalir láta drykkinn þó ekki inn fyrir sínar varir eftir hádegismat og á sumum veitingastöðum þar í landi er hann ekki einu sinni afgreiddur til ferðamanna eftir þann tíma. Í Bandaríkjunum og sums stað- ar í Evrópu er stundum boðið upp á cappuccino með einu, tveimur, eða þremur skotum af kaffi en hér á landi eru hefðbundin hlutföll oftast í boði. - ve ILMANDI BOLLI FULLUR AF HLÝJU Flott getur verið að búa til hjarta eða laufblað úr froðunni í cappuccino-bolla og skreyta hana með súkkulaðispæni eða brúnum sykri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kartöflur 4 1. Ræktun kartöflunnar hófst fyr ir átta til sex þúsund árum. 2. Kart- afl an er algengasta grænmetið á borðum Íslendinga. 3. Nýjar kart öflur eru ljúffengar í salöt og sneisafullar af vítamínum. 4. Kart- öflur er gott að baka. 3 N O RD IC PH O TO S/ G ET TY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.