Fréttablaðið - 21.09.2008, Side 20

Fréttablaðið - 21.09.2008, Side 20
6 matur Grænt góðgæti með fiskinum að hætti húsráðenda. UPPSKRIFTIR AÐ NOTALEGUM STUNDUMKósíkvöld ÞORSKHNAKKI fyrir fjóra 1 kg þorskhnakki 1 búnt steinselja 1 búnt kóríander 4 hvítlauksrif 100 g smjör Salt og pipar eftir smekk Setjið þorskhnakka í eldfast mót. Stráið salti og pipar yfir. Saxið hvítlauk fínt, látið hann krauma í smjöri á pönnu og hellið yfir fiskinn. Saxið fínt kryddjurtir og stráið yfir fiskinn. Bakið í 10 til 12 mínútur í 180°C heitum ofni. MEÐLÆTI FRÁ MÓÐUR JÖRÐ Gulrætur Sellerírót Kartöflur Skerið grænmeti í teninga og kartöflur í þunna báta. Ólívuolía, salt og pipar eftir smekk og blandið öllu saman. Setjið í eldfast mót og bakið á 200°C í 30 til 40 mínútur. SÆLKERASALAT Ferskt spínat Sérrítómatar Parmesan-ostur Ólívuolía Salt og pipar Skerið, rífið og blandið saman í salatskál. FRÖNSK SÚKKULAÐI- KAKA 200 g dökkt súkkulaði 200 g smjör 4 dl sykur 4 egg 1 dl hveiti Bræðið saman súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Kælið. Þeytið sykur og egg vel saman. Blandið öllu saman ásamt hveiti. Bakið í 45 mínútur á 180°C. Borið fram með hindberjum, bláberjum og brómberjum í skál; vætið með örlitlu af nýkreistum lime-safa. DÝRINDIS FISKUR OG ANNAÐ GÓMSÆTT Frönsk dásemd sem bráðnar í munni. Kertaljós, ylur og kósí haust- stemning er aðalsmerki heim- ilishalds hinna rómuðu gest- gjafa, Gunnars og Sigríðar. Bakaðar kartöflur og rótar- grænmeti í ofni er sælgæti með flestum mat. Þjóðleg kósíheit undir tönn; gulur og gómsætur þorskur. Laugardagskvöld eru uppá-halds hjá hjónunum Gunnari Jónssyni matreiðslumeistara og frú hans Sigríði Kjartansdóttur í Hlíðunum. Þá gefst tími til að vera saman með sonunum þremur og njóta alls hins dásamlega sem hægt er að gera heima þegar haustvindar blása og ekkert fær truflað samverustundina. Fullkomið kósíkvöld fjölskyld- unnar hefst við fallegt kvöldverð- arborðið og ýmist bakaðir þorsk- hnakkar sem kitla bragðlauka, eða annað gómsæti, en fiskur er í mestu dálæti heimilisfólksins. Hollusta er ávallt í hávegum höfð og eftir matinn er spjallað saman eða tekið í spil yfir dýrindis súkk- ulaðiköku og berjum. - þlg Dýrmæt Gunnar er yfirmatreiðslumaður á Reykjalundi en hér situr hann með frú Sigríði og sonunum Gunnari Jökli og Kjartani Tindi, en frumburðinn Veigar Ölni vantar við matborðið. Labradorinn Brúnó stillir sér upp ávallt við hlið húsfreyjunnar í von um bita. stund heima fyrir Þegar haustlauf skoppa í garðinum og húmar að í náttúrunni er indælt að þjappa sér saman í hlýjunni heima með ástvinum yfir dýrindis mat, kertaljósum og upp- lífgandi samveru. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R A EM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.