Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49,65% 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið 24 st un di r M or gu nb la ði ð Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 46% meiri lestur en 24 stundir og 116% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 11. október 2008 — 278. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Opið 10–18 Skínandi Inkagull og frumbyggjalist á sýningu í Gerðarsafni ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI TEMPÓ SNÝR AFTUR Dóri og Toggi í Tempó í fyrsta sinn saman á sviði síðan 1980 á Players í kvöld. FÓLK 26 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 2008 ● Í ALDANNA RÁS Nína Sæmundsdóttir● INNLIT Lífgað upp á tilveru H EI M IL I& H Ö N N U N % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið BJART SYÐRA Í dag verða norðvestan 3-8 m/s en 10-15 m/s austan til. Þurrt að mestu en dálítil væta um mitt landið norðanvert. Hiti á bilinu 2-10 stig, hlýjast suð- vestanlands. VEÐUR 4 4 2 5 6 7 Stórleikur í Rotterdam Íslenska knattspyrnulandsliðið mætir því hollenska í kvöld. Leikmenn og þjálfari segja að allt þurfi að ganga upp ætli liðið sér að ná hagstæðum úrslitum. 28 EFNAHAGSMÁL Japanar ætla að leggja til að Alþjóðagjaldeyrisjóð- urinn komi Íslandi til aðstoðar í efnahagskreppunni. Tillagan verð- ur lögð fram á fundi G7 ríkjanna, helstu iðnríkja heims, sem nú er haldinn í Washington. „Mig langar til að vita hvað það er núna sem þeir myndu geta hugsað sér að bjóða okkur, bæði hvers konar lán og á hvaða kjörum og með hvaða skilmálum ekki síst,“ sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra á blaðamanna- fundi í gær, þegar hann var spurð- ur um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann sagði að engar ákvarðanir yrði teknar á meðan Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra væri staddur á fundi sjóðsins í Wash- ington. Hann neitaði því að tilboði frá sjóðnum hefði verið hafnað á undanförnum vikum. Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, segir vel koma til greina að leita til sjóðsins. Í sama streng tekur Ágúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylkingar- innar og segir aðkomu sjóðsins eina af þeim lausnum sem ræddar séu innan þingflokks Samfylking- arinnar og njóti nokkurs hljóm- grunns. „Staðan er orðin svo alvar- leg að það kemur sterklega til greina,“ segir Ágúst Ólafur. Hann telur að með því náist friður við alþjóðasamfélagið, aðgangur að gjaldeyri verði tryggður sem og flæði fjármagns í landinu. Valgerður Sverrisdóttir, alþing- ismaður og fyrrverandi viðskipta- og utanríkisráðherra, segir að málið eigi að vinna áfram og íhuga skilyrðin vandlega. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstri-grænna telur mikilvægast að reyna af meira kappi en fyrr að sækja aðstoð til norrænna frændþjóða. „Alls staðar þar sem Alþjóðagjald- eyrissjóðinn hefur borið niður hefur hann sett skilyrði um félags- legar breytingar og markaðslausn- ir. Það má eitthvað hafa breyst ef hann hefði uppi aðra stefnu hér,“ segir hann. Ágúst Ólafur er ósammála Ögmundi. „Ég hef ekki áhyggjur af því að við myndum missa stjórn- ina á innlendu hagkerfi við það að fá aðstoð. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn leggur mikið upp úr ráð- leggingum innlendra aðila,“ segir Ágúst Ólafur. Ríkisvaldið kæmi með þeim hætti að hagstjórn í landinu. Hann leggur áherslu á að innviðir samfélagsins verði tryggðir. „Velferðarkerfið og Íbúðalánasjóður yrðu tryggir. Kröfur sjóðsins væru um aðgerðir sem við þyrftum hvort eð er að ganga í gegnum.“ - ikh /ss Japanar ráðleggja aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Japanar ætla að leggja til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi Íslandi til aðstoðar. Tillagan verður kynnt á fundi sjö stærstu iðnríkja heims sem fram fer í Washington. Hugmyndin nýtur hljómgrunns hjá Samfylkingu. VIÐSKIPTI Forystumenn Baugs, ásamt Philip Green, einum umsvifamesta kaupsýslumanni Bretlandseyja, funduðu með Björgvini Sigurðssyni viðskiptaráð- herra um hádeg- isbilið í gær. Að sögn Ingibjarg- ar Pálmadóttur, stjórnarmanns í Baugi, var fundurinn haldinn að frumkvæði Green vegna efnahagsástandsins á Íslandi. „Green er áhyggjufullur eins og allir. Hann er með þúsundir manna í vinnu, eins og við, og er mikið í mun að ekki fari illa því það gæti haft slæm áhrif. Hann vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa,“ segir Ingibjörg. - kg Efnahagsástandið: Baugur og Green funduðu með ráðherra PHILIP GREEN EFNAHAGSMÁL Sex fræðimenn og framámenn í atvinnulífinu sem Fréttablaðið safnaði saman til skrafs og ráðagerða segja tækifæri felast í ger- breyttu umhverfi en vandasamt sé að stýra samfé- laginu í gegn um stöðuna sem nú er uppi. Bankarnir þurfi að byggja upp traust viðskiptavina að nýju. Páll Skúlason heimspekiprófessor telur endur- skipulagningu allrar starfsemi í landinu óhjákvæmi- lega. „Í slíkri endurskipulagningu felast gífurleg tækifæri,“ segir Páll. „Við verðum að byrja að treysta hvert öðru sem allra fyrst,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við verðum að leita aðstoðar færustu sérfræðinga sem njóta virðingar erlendis. Þannig kaupum við okkur traust,“ segir Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur. „Þegar á okkur standa spjót er langbest að snúa bökum saman,“ segir Svava Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík. „Réttlæti er lykilatriði,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Þórhildur Þorleifs- dóttir leiksstjóri er bjartsýn. „Til lengra tíma litið held ég að við eigum bjarta tíma framundan,“ segir hún. - bþs / sjá síðu 18 & 19 Sérfræðingar sem Fréttablaðið stefndi saman í gær sammála um um framtíðina: Verðum að treysta hvert öðru LÍTILL DRENGUR Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms Vilhjálmssonar heitins söngvara, söng hið sígilda dægurlag Lítill drengur á minningartónleikum um Vilhjálm sem haldnir voru í nýjum sal Laugardalshallarinnar í gærkvöldi. Húsfyllir var í höllinni, en í ár eru liðin þrjátíu ár frá andláti Vilhjálms. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.