Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 46
34 11. október 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. lappi, 6. guð, 8. mál, 9. tímabil, 11. 950, 12. flækju, 14. eyða litlu, 16. stefna, 17. tilvist, 18. hélt á brott, 20. samtök, 21. fullnægja. LÓÐRÉTT 1. gryfja, 3. ólæti, 4. köldusótt, 5. angan, 7. dávænn, 10. eiturlyf, 13. óvild, 15. mjög, 16. upphrópun, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. sami, 6. ra, 8. tal, 9. öld, 11. lm, 12. flóka, 14. spara, 16. út, 17. líf, 18. fór, 20. aa, 21. fróa. LÓÐRÉTT: 1. gröf, 3. at, 4. malaría, 5. ilm, 7. allstór, 10. dóp, 13. kal, 15. afar, 16. úff, 19. ró. „Ég var búin að hlakka mjög mikið til að þessi dagur rynni upp. Þetta hefur eiginlega verið fáránleg törn,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leik- kona. Á föstudaginn í síðustu viku frumsýndi Ilmur söngleikinn um Janis Joplin. Leikkonan gat þó ekki staldrað lengi við í frumsýningar- partýinu því strax á laugardags- morgninum hélt hún áleiðis til höf- uðborgar Mósambík, Mapútó en ferðalagið þangað tekur um einn og hálfan sólarhring. Þar dvaldist hún á vegum UNICEF ásamt sjónvarps- konunni Evu Maríu Jónsdóttur og tók upp efni fyrir dag rauða nefsins. Tíminn var ekki alveg á bandi Ilmar í ferðalaginu því hún kom heim á fimmtudaginn, aðeins skömmu fyrir aðra sýningu á Janis og slíkur var hamagangurinn í öskjunni að hún var sótt út á völl af óperustjóranum, Stefáni Baldurssyni. Ilmur hafði því litla hugmynd um hvað hafði gerst á Íslandi á meðan hún var stödd í Afríkuríkinu. Hún týndi þannig ferðatöskunni sinni á Heathrow og fór með Visa-kortið í verslanir fríhafnarinnar og bætti sér aðeins upp tapið úr fataskápn- um. „Ég hélt náttúrulega bara að gengið væri í 110 krónum en las síðan um það á leiðinni heim að það væri í kringum þrjú hundruð krón- ur.“ Ilmur er þó ekki mikið að kippa sér upp við þau tíðindi enda nýkom- in frá landi þar sem aðstæðurnar eru mun verri. „Mér fannst þó ynd- islegt að vera þarna. Því þótt aðstæðurnar hafi verið skelfilegar þá var fólkið svo yndislega jákvætt og brosmilt. Ég varð í raun ekkert sorgmædd fyrr en ég kom heim og heyrði af ástandinu hérna,“ útskýr- ir Ilmur. Hún viðurkennir að hafa smitast alvarlega af svokallaðri Afríku-veiki. „Ég er alla vega alvar- lega að velta því fyrir mér hvernig ég geti komið mér þangað aftur og búið með fjölskyldunni minni,“ útskýrir Ilmur í fullri alvöru. Hún segist í raun koma innblásin frá örbirgðinni í Mósambík. Henni finnst auðvitað erfitt að hljóma eitt- hvað spekingslega, nú þegar fólk er að missa vinnuna sína og ævisparn- að. „En ég held að innst inni hafi fólk verið að bíða eftir því að þetta myndi springa í andlitið á okkur. Og nú held ég að það sé kærkomið tækifæri til að sýna okkar innri mann.“ freyrgigja@frettabladid.is ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR: INNBLÁSIN EFTIR VIKUDVÖL Í MÓSAMBÍK Varð sorgmædd við að koma aftur heim til Íslands ILMUR Í GÓÐUM HÓPI Leikkonan segist alvarlega vera að velta því fyrir sér að flytja til Afríku eftir dvölina í Mósambík. Hjálmar og Megas og Senuþjófarnir munu ekki koma fram á Iceland Airwaves að þessu sinni. Ástæðan er einföld. Samningar tókust ekki. „Þetta strandaði aðallega á flugmiðavandræðum,“ segir Kiddi í Hjálmum eða Guðmundur Kristinn Jónsson, gítar- leikari Senuþjófanna og Hjálma. „Ég get ekki spilað þegar vantar trommarann í bandið. Og ef menn tíma ekki að flúga með hann til landsins – þá er ekkert gigg.“ Kiddi er þarna að tala um Nils Olof Törnqvist sem dvelur í heimalandi sínu Svíþjóð nú um stundir. Reyndar virðast samningamálin vera að flækjast fyrir Kidda og Hjálmum því gítarleikarinn knái rak upp stór augu þegar hann sá greint frá því í Frétta- blaðinu að þeir hefðu svikið MR-inga um að koma fram á sérlegum árshátíðartónleikum á miðvikudag- inn var. Og vissulega var það svo í huga MR-inga en ekki Hjálma, sem segja þetta byggja á ótrúlegum misskilningi. Og vilja ekki vera mennirnir ... „sem sviku litlu greyin í MR“. Kiddi segir svo frá að Hjálmar hafi verið í Rússlandi og með þeim í rútunni á leiðinni heim hafi verið ónefndur MR-ingur sem færði það í tal við hljómsveitina að þeir spiluðu á þessum tónleikum. Hjálmar töldu í lagi að skoða það heim komnir. „Svo hringir í mig maður á miðvikudeg- inum, um klukkan eitt og kynnir sig frá MR, en ég er þá í miðjum klíðum að taka upp fiðlusnillinginn Karl Cassidy. Ég sagðist vera upptekinn og bað hann um að heyra í mér eftir hálftíma. Þetta voru allar samningaviðræðurnar sem fram fóru um gigg sem ekki var einu sinni komið á teikniborðið hjá okkur: Ekki hvar, ekki hvenær ... það eina sem lá fyrir var að við höfðum lýst yfir því að við værum til í að spila fyrir MR einhvern tíma einhvers staðar.“ - jbg Hjámar og Megas ekki á Airwaves „Jú, það er mikið að gera hjá Erni [Árnasyni]. Haarde kemur við sögu. Dabbi líka, Já já, og Bubbi. Þannig að það koma þarna við sögu allir bestu menn Spaugstofunnar,“ segir Spaugstofumaðurinn Pálmi Gestsson. Spaugstofan er að vanda með þátt í kvöld og er nokkur vandi á höndum. Þung ábyrgð hvílir á þeim. Að lyfta geði þjóðarinnar á þessum erfiðu tímum. Pálmi gerir ekki lítið úr því. Segir Spaugstofumenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til að standa undir þeirri ábyrgð. „Við ætlum að gera það. Nei nei, þjóðinni er kannski ekki hlátur í huga og ef til vill verður erfitt að kveikja á gríninu. En nú verða allir að finna til ábyrgðar sinnar gagnvart náung- anum og reyna að létta hver öðrum lífið eins og hægt er. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott,“ segir Pálmi. Hann gerir ekki lítið úr því að grínurunum hafi verið nokkur vandi á höndum. Og atburðarásin hröð. „Þegar ástandið var orðið svona urðum við nokkuð hugsi og veltum því mikið fyrir okkur hvernig við gætum tekið á málunum. Ákváðum svo að gera þetta á eins jákvæðum nótum og hægt er. Án þess að ráðast á einn eða neinn... sem við náttúrulega gerum aldrei hvort sem er.“ Spurður hvort það sé ekki óðs manns æði að ætla að nálgast atburði líðandi stundar á jákvæðum nótum segir Pálmi ekkert tjóa að láta sem enginn sé morgundagurinn. Spaug- stofan ætlar meðal annars að vekja athygli á jákvæðum hliðum kreppunnar en allir hafa þeir Spaugstofumenn lifað tímana tvenna. „Jú, jú, jú, jú, en við ætlum að leggja okkar af mörkum til að lyfta þjóðinni andlega upp úr öldudalnum,“ segir Pálmi Gestsson. - jbg Bestu menn Spaugstofunnar á flot dregnir HJÁLMAR Samningar við Iceland Airwaves sigldu í strand en samningar við MR voru aldrei til. SPAUGSTOFAN Það er ekkert grín að grína á þessum síðustu og verstu en Spaugstofan gengst við ábyrgðinni. Víst er að Sigurður Einarsson og þeir Kaupþingsmenn hugsa Gord on Brown og Alistair Darl ing þegjandi þörfina. Það gerir einn nýjasti hluthafi Kaupþings og einn af stærstu eigendum þar til fyrir skemmstu, Sjeik Mohamm ed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar. Hann greiddi 25 milljarða fyrir fimm prósenta hlut í Kaupþingi – hlutur sem nú er að engu orðinn. Al-Thani mun nú vera að safna liði meðal olíuríkja, liði sem hefur ekkert gott í hyggju þegar breskt fjármálakerfi er annars vegar. Íslendingar eru ekki einir í þessu stríði við Breta. Fjármálahamfarirnar setja ýmsar fyrirætlanir í sérkennilegt ljós. Þannig mun löngu ákveðið að starfsmenn eins útibúa Kaupþings færu í skemmtiferð yfir helgi til Kaupmannahafnar. Þeir eru þó tvístígandi þessir tólf sem eru að fara nú í dag, telja það sérkennilegt í ljósi síðustu atburða, en láta sig þó hafa það. Enda ferðin að fullu greidd og hótelherbergi á Admiral sem er með flottustu hótelum í Köben. En teljast verður ólíklegt að forstjóri Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, sé með í för. Þótt Geir H. Haarde teljist seint æsingamaður eru flestir á því að gáfulegt sé, eins og staðan er í dag, að lífverðir fylgi honum hvert fótmál. Sagan segir að það sem varð til þess að lífverðir voru kall- aðir til hafi verið þegar veist var að Geir þar sem hann var við æfingar í World Class á Seltjarnarnesi seint í síðustu viku. Þar mun Egill Helgason sjónvarpsmað- ur einnig æfa en teljast verður ólíklegt að Egill sé æsingamaðurinn þótt hann hafi haldið uppi beinskeyttri gagn- rýni á stjórnvöld að undanförnu. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Birgir Ísleifur Gunnarsson tónlistar- maður Aldur: 28 ára. Starf: Tónlistar- maður. Fjölskylda: Er í sambúð með Heiðu Kristínu Helgadóttur og við eigum saman tvo stráka, Bene- dikt Espólín, þriggja ára, og Snorra Espólín, sjö vikna. Búseta: Við búum á Holtsgötunni í 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Ljón. Birgir er söngvari hljómsveitarinnar Motion Boys sem gaf nýverið út plötuna Hang on. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Alistair Darling 2 Extrablaðið 3 Flensborg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.