Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 6
6 11. október 2008 LAUGARDAGUR Nýtt efni frumflutt Erlent gæðapopp og gullmolar Gunnars Þórðarsonar í glitrandi útsetningum Guitar Islancio Aðgöngumiðaverð: 2.900.- Miðasala er hafinn Salurinn.is specials I´m on an Island and I got Nowhere to run Players laugardagskvöld 11. október Þó útlitið sé dökkt þá er ljós í myrkrinu því DÓRI Í TEMPÓ er kominn heim. Sérstakir heiðursgestir Tempóstjörnurnar Halldór Kristinsson og Þorgeir Ástvaldsson Toggi og Dóri í Tempó taka að sjálfsögðu TRUE LOVE WAYS Eftirpartíð hans Villa Vill boðið sérstaklega velkomið Kolbrjáluð sixties stemning upp um alla veggi Allar konur landsins fá frítt inn til miðnættis (24:00) Auglýsingasími – Mest lesið VIÐSKIPTI Staða sparisjóðsins Byrs er „sterk, hvort heldur sem litið er til eiginfjárhlutfalls, lausafjárstöðu, eða hluts erlendra lána í starfseminni“. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Byr í gær. Þar segir að misskilnings hafi gætt á ólíkri stöðu sparisjóðanna. Tilefnið var umfjöllun Morg- unblaðsins um áhrif erfiðleika Existu á stöðu tveggja spari- sjóða. Þar var nöfnum Byrs og SPRON víxlað. Áréttað er að engin tengsl eru á milli Byrs og Existu. „Að Byr standa fjórir samein- aðir sparisjóðir og hefur Byr talsverða sérstöðu að því leyti,“ segir í tilkynningunni. - hhs Byr tengist ekki Existu: Staða Byrs sterk VIÐSKIPTI „Þróun mála er þyngri en tárum taki,“ segir Lýður Guð- mundsson, stjórnarformaður Existu. Lýður og bróðir hans keyptu í gær Bakkavör út úr Existu fyrir 8,4 milljarða króna. Þeir stofnuðu Bakkavör árið 1987 og hafa haldið um stjórnar- tauma síðan. Þeir lögðu Bakka- vör inn í Meið, sem síðar varð Exista, fyrir sex árum. Við þrot Kaupþings varð kjöl- festueign Existu í bankanum að engu. Markaðsverðmætið nam 134 milljörðum. Lýður segir hlutinn hafa verið skuldlausan og komi þrotið því ekki eins harkalega við Exista og annars væri. Höggið sé þó mikið og sárt sé að hugsa til taps ann- arra fjárfesta. Staða Existu sé óljós enda hafi gríðarleg verð- mæti glatast. Jafnframt eigi Exista og tengd félög inneignir og afleiðusamninga upp á tugi millj- arða hjá íslenskum bönkum, sem ekki hafa fengist greidd. Lýður segir sölu Bakkavarar neyðarráð til bjargar verðmæt- um. Vegna stöðunnar dragi kaup- in úr óvissu fyrir Bakkavör og hluthafa þess, svo sem stærstu lífeyrissjóðina. Exista hafi í vik- unni selt stórar eignir, svo sem í norrænu fjármálafyrirtækjunum Sampo og Storebrand fyrir 210 milljarða. „Við vinnum að þessu dag og nótt,“ segir hann. - jab Bakkabræður kaupa „barn“ sitt aftur til bjargar verðmætum eftir fall Kaupþings: Þróunin þyngri en tárum taki ÁGÚST OG LÝÐUR Sala Existu á Bakkavör var neyðaraðgerð til bjargar verðmætum hluthafa beggja félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn hefur sent viðskiptabönkunum tilmæli um að takmarka sölu gjaldeyris eftir forgangsflokkum. Ferðamenn á leið úr landi þurfa að framvísa farseðlum til að fá gjaldeyri keypt- an. Geir Haarde forsætisráðherra sagði í gær að Seðlabankinn væri „á fullu“ að vinna að því að fá gjald- eyri til landsins en kvaðst ekki vita hversu lengi þetta haftatímabil muni vara. „Vonandi sem allra styst og vonandi verður þetta komið í lag á mánudaginn,“ sagði Geir á blaða- mannafundi í Iðnó. Í tilmælum Seðlabankans eru nefnd dæmi um vörutegundir sem „gætu til dæmis verið“ í forgangs- flokki. Eru það matvara, lyf, olíu- vörur og opinber kostnaður erlend- is. Eitt dæmi er nefnt um það sem bankarnir eiga ekki að nota erlenda peninga í. „Forðast ætti að nýta gjaldeyri sem kemur inn í bankana til fjármálatengdra gjaldeyrisvið- skipta af neinu tagi,“ segir í tilmæl- unum. Seðlabankinn ætlast þó ekki til að tíma sé ekki eytt í að eltast við ein- staka vöruflokka heldur kröftunum einbeitt að háum fjárhæðum. „Þar sem starfsmenn bankaúti- búa þekkja best til sinna viðskiðpta- vina væri eðlilegt að þeir hefðu með höndum mat á því hvort beiðnir um gjaldeyriskaup vegna innflutnings eru vegna nauðsynlegs innflutnings á vöru og þjónustu. Yfirmenn ábyrgðust sölu gjaldeyrisins og gætu leitað til Seðlabankans til að fá úrskurð ef vafi léki á nauðsyn,“ segir í tilmælunum þar sem þess er krafist að bankar sem njóta fyrir- greiðslu Seðlabankans geri honum „sundirliðaða grein fyrir öllum gjaldeyrisviðskiptum sínum í lok hvers dags.“ Skúli J. Björnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, kveðst hafa skilning á tímabundn- um aðgerðum Seðlabankans. „Þegar gjaldeyrir er af svo skorn- um skammti hlýtur þjóðarheill að ráða og nauðsynjavörur á borð við mat og lyf settar í forgang. En auð- vitað ber stjórnvöldum að sjá til þess að gjaldeyrisviðskiptin geti verið eðlileg. Til þess að erlendir aðilar treysti sér til að eiga viðskipti við Íslendinga er grundvallaratriði að menn geti greitt sínar skuldbind- ingar. Við trúum að þetta verði komið í eðlilegt horf strax í næstu viku,“ segir Skúli Björnsson. gar@frettabladid.is Skammta gjaldeyri fyrir nauðsynjum Seðlabankinn beinir því til bankanna að setja nauðsynjavörur í forgang við sölu erlends gjaldeyris. Forsætisráðherra vonar að ástandið lagist á mánudag. Stórkaupmenn hafa skilning á tímabundnum aðgerðum til verndar þjóðarheill. FORSÆTISRÁÐHERRA Geir Haarde gengur til fundar við fréttamenn í Iðnó í gær. Forsætis- ráðherra vonast til að gjaldeyrisviðskipti verði eðlileg eftir helgi. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM Telur þú að milliríkjadeila sé skollin á milli Íslands og Bretlands? Já 64% Nei 36% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hyggur þú á utanlandsferð í vetur? Segðu skoðun þína á vísir.is HEILBRIGÐISMÁL Lyf ætti ekki að skorta í landinu á næstunni. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra segir að í heil- brigðisráðuneytinu hafi verið brugðist skjótt við alvarlegum atburðum í efnahagslífinu og farið hafi verið yfir birgða- stöðuna í landinu. Vegna gjaldeyriskreppu eru öll innkaup mjög erfið þar á meðal á lyfjum. Guðlaugur segist hafa sent út tilkynningu til allra heilbrigðis- stofnana í landinu snemma morg- uns á þriðjudag. Í henni var lögð áhersla á að erfiðleikar riðu yfir íslenskt þjóðfélag og voru allir heilbrigðisstarfsmenn hvattir til að hafa augun opin og gæta sérstaklega að fólki sem hætt væri við að lent gæti í erfið- leikum vegna ástandsins í fjármálaheiminum. Tvö dreifingarfyrir- tæki eru með yfir 90 pró- sent af öllum lyfjum í landinu. Eftir að farið hafi verið yfir birgðir hafi komið í ljós að þau eiga um og yfir þriggja mánaða lager af lyfj- um. Þá hafi Landlæknisembættinu verið falið að fylgjast með að til- mælum ráðuneytisins sé fylgt og mun ráðuneytið þess utan vera í daglegu, milliliðalausu sambandi við stofnanir á borð við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann, auk stofnana utan Höfuðborgarsvæðisins. - kdk Heilbrigðisráðuneytið hefur farið yfir birgðastöðuna á lyfjum: Þriggja mánaða lyfjabirgðir í landinu LYF Heilbrigðisráðherra hefur hvatt alla heilbrigðisstarfsmenn til að hafa augun opin og gæta að fólki sem á um sárt að binda. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.