Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 22
 11. október 2008 LAUGARDAGUR4 KVENFÉLAG KRISTSKIRKJU stendur fyrir kaffisölu, basar og happdrætti næsta sunnudag, 12. október, frá kl. 11.30-16.30 í safnaðarheimili Kristskirkju, Hávallagötu 16. Þar má finna ýmsa eigulega muni og engin núll eru í happdrættinu! Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Skrifstofan – Planta Síðan að við mannfólkið fórum að hreiðra um okkur innan dyra hafa plönturnar fylgt okkur eftir. Nálægð við gróðurinn er mikil- væg á margan hátt. Plöntur þjóna því hlutverki í náttúrunni að fylla loftið af súrefni* svo að á jörðinni þrífist líf. Plöntur innan dyra auka súrefnisflæði, jafna raka- stigið og hreinsa eiturefni úr loft- inu. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa plöntur þar sem mikið af rafmagnstækjum eru í gangi t.d. á skrifstofunni. *Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu notað til að mynda kolvetni eða sykrur. Um leið er vatnssameind (H2O) klof- in í frumum til að halda uppi ljósttilífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar. Talið er að jörðin hafi verið súrefnislaus fyrir 3,5 milljónum ára en síðan hafi smám saman myndast súrefni við ljóstillíf- un örvera. Nú er súrefni um 20% í andrúmsloftinu. Meira um alla hluti í skrifstofunni á: http:// www.natturan. is/husid/1352/ Hér má sjá dæmi um snyrtilegt eldhús með fallegu veggfóðri á einum veggj- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Einföld leið til að gjörbreyta eldhúsinu er að skella veggfóðri á einn vegginn. Vissulega fer það eftir rýminu hversu vel það hentar en sum eld- hús beinlínis lifna við þegar fallegt veggfóður bætist við. Skynsamlegt er að velja sterkt og endingargott veggfóður. Einnig er til bóta að setja það á veggi sem eru ekki undir miklu álagi, til dæmis ekki þar sem gufan frá eldamennskunni og þess háttar nær að leika um það. Einnig má setja veggfóður á milli skápa en þá er skynsamlegt að setja plexígler yfir til að verja það fyrir hnjaski. Lífgað upp á eldhúsið alla Gospelstund Sunnudaga kl. 14:00 Beðið fyrir einstaklingum sem þjást af kvíða, vanlíðan og veikindum Allir aldurshópar velkomnir Sálrænn stuðningur Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Leiðbeinandi er Margrét Blöndal . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16 Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju. Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla; Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn; Sálræn skyndihjálp; Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks; Sorg og sorgarferli Sálrænn stuðningur í Hamraborg 11, 2 hæð. Námskeið I miðvikudaginn 15. október kl. 17-21. Námskeið II mánudaginn 20. október kl. 17-21. Viðfangsefni eru meðal annars: mismunandi tegundir áfalla, á rif lvarlegra atvika á einstaklingin , sálræn skyndihjálp, s i r við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli. M Skráning í síma 554 6626, á www.redcross.is/kopavogur eða á kopavogur@redcross.is Námskeið án endurgjalds

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.