Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 8
8 11. október 2008 LAUGARDAGUR VIÐSKIPTI „Mjög góðar fréttir eru að stjórnvöld vinni að því að finna lausn á því hvernig hægt sé að tryggja meira en innlánin af kröf- um sem peningamarkaðssjóðirnir eiga, þar sem stór hluti sparnaðar almennings liggur í þessum sjóð- um,“ segir Aðalsteinn Egill Jónas- son, dósent í lögfræði við Háskól- ann í Reykjavík og forstöðumaður Fjármálaréttarstofnunar. Í neyðarlögum mánudagsins var kveðið á um að innistæður pen- ingamarkaðssjóða væru tryggðar að fullu, en á fimmtudag lýsti við- skiptaráðherra því yfir að nú væri einnig unnið að því að tryggja eitt- hvað af öðrum eignum sjóðanna. „Hugsanlegt er að ríkið ætli að ábyrgjast þær kröfur sem sjóðirn- ir eiga á bankana, en við verðum að bíða og sjá útfærsluna,“ segir Aðalsteinn. Þrot bankanna hefur vakið ótta um að kröfur peninga- markaðssjóða á fjármálastofnanir glatist. Um 22 prósent af eignum verðbréfasjóða landsmanna í formi ýmissa verðbréfa og krafna á fjármálastofnanir (sjá mynd). Um þriðjungur eigna verðbréfa- og peningamarkaðssjóða eru hins vegar í formi innistæðna og ýmissa ríkistryggðra verðbréfa, þannig að ríkið er nú þegar í ábyrgð fyrir um þriðjungi eigna sjóðanna. Yfirlýsing viðskiptaráðherra nær þó aðeins yfir peningamark- aðssjóði en ekki liggur fyrir hvernig eign Íslendinga skiptist á peningamarkaðssjóði og aðra verðbréfasjóði. „Verið er að fara í gegnum grunngögnin til að greina á milli mismunandi tegunda verðbréfa- og fjárfestingasjóða,“ segir Jakob Gunnarsson hjá upplýsingasviði Seðlabankans. Hann segir að sér- eignarsparnaður Íslendinga dreif- ist sömuleiðis víða og nú sé unnið að því hjá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum að greina tölurn- ar. Ráðamenn hafa ítrekað áréttað að allur séreignarsparnaður lands- manna sé að fullu tryggður. Samkvæmt tölum Seðlabankans námu innlendar innistæður í bönk- um og sparisjóðum landsins 1.289 milljörðum í lok ágúst 2008, en þær eru að fullu tryggðar. Þá nam sparnaður í öllum verðbréfasjóð- um um 682 milljörðum króna í lok ágúst. Það skýrist eftir helgi hversu mikið af þessum eignum ríkið mun ábyrgjast. Samkvæmt útreikningum Markaðarins má áætla að ríkið sé nú þegar í ábyrgð fyrir 76,5 prósent af sparnaði landsmanna. msh@markadurinn.is Ábyrgjast þrjá fjórðu hluta Ríkisábyrgð er þegar á minnst þriðjungi eigna pen- ingamarkaðssjóða. Unnið er að útfærslu ábyrgðarinn- ar. Innistæður í bönkum og sparisjóðum eru tryggðar. EIGNIR ÍSLENDINGA Í BÖNKUM OG VERÐBRÉFASJÓÐUM Byggt á tölum Seðlabankans frá 31. ágúst 2008 1.289 milljarðar 681,6 milljarðar 22% 39% 10% 16% 16% Hugsanlegt er að ríkið ætli að ábyrgjast þær kröfur sem sjóðirnir eiga á bank- ana, en við verðum að bíða og sjá útfærsluna. AÐALSTEINN EGILL JÓNASSON DÓSENT Í LÖGFRÆÐI VIÐ HR Verðmæti útgefinna hlutdeildarskírteina í verðbréfa- og fjárfestingasjóðum Tryggt af ríkinu: Innlán og bankainnistæður Hlutabréf og verð- bréf fyrirtækja Erlend verðbréf Ýmis verðbréf og kröfur á fjármála- stofnanir hér á landi Ríkisbréf, húsbréf Heildarinnistæður landsmanna í viðskiptabönkum og sparisjóðum (Tryggt af ríkinu) Aðrar eignir: 1 Hvað heitir fjármálaráðherra Bretlands? 2 Hvaða danska blað stóð fyrir fjársöfnun á götum Kaup- mannahafnar Íslendingum til handa? 3 Fyrir hvaða liði töpuðu Haukar 35-29 í handknattleik? Fiskbúðingur Fitusnauður, próteinríkur og fljótlegur að matreiða www.ora.is Ástríða í matargerð www.isam.is VIÐSKIPTI Bankastjórar Lands- banka Íslands hf., þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, hafa látið af störfum. Í tilkynningu til fjölmiðla kemur fram að þeir hafi óskað eftir því að láta af störfum á fimmtudag. Skilanefnd hafi fallist á það. Þeir munu áfram vera bankan- um til ráðgjafar „í öllu því sem varðar að tryggja sem farsælasta umbreytingu á rekstri bankans“ segir í tilkynningunni. Halldór hefur verið bankastjóri Landsbankans frá árinu 1998. Sigurjón tók sæti honum við hlið árið 2003. - hhs Stjórarnir Halldór og Sigurjón: Formlega hættir BREYTTIR TÍMAR Bankastjórar Lands- bankans létu formlega af störfum í gær. HEILBRIGÐISMÁL Sálfræðiráðgjöf fyrir fólk sem glímir við álags- einkenni eins og kvíða, depurð og sektarkennd vegna efnahags- ástandsins var opnuð í gær. Það er geðsvið Landspítalans sem stendur fyrir ráðgjöfinni, sem verður til húsa í Heilsu- verndarstöðinni við Barónsstíg. Tveir sálfræðingar munu sinna þjónustunni. Þá mun aðstoðarmaður sem svarar fyrirspurnum frá almenn- ingi, bóka viðtöl og halda utan um önnur verkefni. Fólk getur leitað til ráðgjafar- innar á virkum dögum milli klukkan níu og fjögur. Símanúm- er ráðgjafarinnar er 458 9999. - kg Efnahagsástandið kemur við marga: Sálfræðiráðgjöf vegna kreppunnar HEILSUVERNDARSTÖÐIN Sálfræðiráðgjöf fyrir fólk sem glímir við álagseinkenni og kvíða fer fram í Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg. FJÖLMIÐLAR Dagblaðið 24 stundir hefur verið lagt niður um leið og rekstur Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins er sameinaður undir merkjum útgáfufélagsins Árvak- urs. Með sameiningunni á að ná fram hagræðingu í prentun og dreifingu. Pósthúsið, dreifingarfyrirtæki Fréttablaðsins, fylgir þannig með inn í Árvakur. Að sögn Einars Sigurðssonar, sem áfram verður forstjóri Árvak- urs, var 22 starfsmönnum sagt upp á 24 stundum og á Morgunblaðinu í gær. Var þar um að ræða sölumenn, umbrotsmenn og blaðamenn. Einar segir hluta af 24 stunda hópnum fara til Morgunblaðsins og að engar frekari uppsagnir séu á döfinni. Kynna á nýja helgarútgáfu Morgunblaðsins í lok næstu viku en útgáfa Fréttablaðsins verður óbreytt. „Hins vegar erum við auð- vitað alltaf að leita leiða til hag- ræðingar í rekstrinum,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Eftir sameininguna verður 365, núverandi útgáfufélag Fréttablaðs- ins, stærsti einstaki hluthafi Árvak- urs með 36,5 prósenta hlut. Fyrir í hluthafahópi Árvakurs eru Valtýr ehf., Lyfjablóm ehf., Garðar Gísla- son ehf. og félög í eigu Björgólfs Guðmundssonar. Eftir er að afla samþykkis Samkeppniseftirlitsins fyrir sameiningunni. Einar segir félögin gera sér góða grein fyrir mikilvægi þess að tryggja áfram ritstjórnarlegt sjálf- stæði blaðanna. - gar 24 stundir lagðar niður og grundvöllur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins styrktur: Blöðin spara með sameiningu DAGBLÖÐIN Í GÆR 24 stundir sem áður hét Blaðið kom út í síðasta skipti. EFNAHAGSMÁL „Ég vil hvetja forsvarsmenn fyrirtækja til að bjóða fólki hlutastörf í stað þess að segja því upp, ef tök eru á,“ segir Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). Undanfarna daga hefur SA rætt við forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja. „Mörg eru í ágætis málum. Önnur standa frammi fyrir verulegum vandræðum. Sum voru þegar þjökuð vegna vaxta- stigsins áður en þetta ástand skall á.“ Könnun sem SA gerði fyrir rúmum mánuði sýndi að um 30 prósent fyrirtækja töldu sig eiga í fjárhagsvandræðum. -hhs SA biðlar til fyrirtækja: Hlutastörf en ekki uppsagnir VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.