Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 20
 11. október 2008 LAUG- ARDAGUR 2 PERSÓNULEG en fræðandi nálgun á Reykjavíkurborg og menn- ingu hennar er í öndvegi höfð í ferðum sem skipulagðar eru á vegum Birnu Þórðardóttur. Þar er leitast við að kynna hið sérstæða í menningu borgarinnar. Nánar á heimasíðunni www.birtingarholt.is. Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á heilsuátak fyrir hópa og félög auk annarrar þjónustu við ferðamenn. „Við erum stöðugt að fara með erlenda ferðamenn í styttri ferðir, en yfir veturinn stendur Tinda- dagskráin svokallaða upp úr fyrir Íslendinga,“ útskýrir Jón Gauti Jónsson, markaðsfulltrúi Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Saumaklúbbar og starfsmanna- hópar geta sett sig í samband við Íslenska fjallaleiðsögumenn og pantað kynningu hjá Jóni Gauta á sérsniðinni Tindadagskrá sem fyr- irtækið stendur nú fyrir þriðja árið í röð. „Þetta er að fara í gang núna fyrir veturinn en við byrjuðum á þessu veturinn 2006. Þá hafði JB byggingarfélag samband við okkur og bað okkur um að setja saman dagskrá fyrir sig eins og Sjö tinda heims hér á Íslandi. Við settum saman dagskrá sem vakti mikla lukku og var mikil heilsuefl- ing fyrir starfsmenn og jók áhuga þeirra á útivist og heilbrigðum lífsstíl. Síðan hefur þetta verið nokkuð reglulega og var stærst síðasta vetur þegar við vorum í samstarfi við 66° Norður og buðum þá almenningi að taka þátt í þessu.“ Jón Gauti segir áhugann hafa farið fram úr björtustu vonum en fjögur hundruð manns mættu á fyrsta kynningarfundinn í fyrra og í vor gengu tæplega tvö hundr- uð manns á Hvannadalshnjúk. „Fólk tekur þátt með mismun- andi markmið í huga. Sumir ætla sér að komast á Hvannadalshnjúk næsta vor, aðrir ætla kannski að komast í gönguferð erlendis. Við getum klæðskerasaumað dag- skrána fyrir hópa en í grófum dráttum gengur hún út á göngur innanbæjar bæði í Elliðaárdalnum eða í Heiðmörk eða á lág fjöll í nágrenni byggðar. Svo færum við okkur upp á skaftið og göngum alltaf stærri og stærri fjöll og endum á að ganga Hvannadals- hnjúk um vorið.“ Nú er að hefjast ný dagskrá í samstarfi við 66° Norður sem má lesa hér fyrir neðan. Heimasíða félagsins er www.fjallaleidsogu- menn.is. heida@frettabladid.is Gengið á íslenska tinda Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa undanfarna vetur staðið fyrir svokallaðri tindadagskrá fyrir hópa og vinnustaðafélög og gengið á íslensk fjöll og tinda. Dagskráin fyrir veturinn hefst í október. Kynningarfundur Tindadagskrár Íslenskra Fjallaleiðsögumanna og 66°Norður verður haldinn Fimmtudaginn 23. október í húsnæði 66°Norður í Faxafeni. Laugardaginn 25. október verður hist við Árbæjarlaug og genginn hringur um Elliðaárdal. Miðvikudagur 29. október verða Eldborg, Vegghamrar og Geitahlíð gengnar. Aftur verður gengið kringum Elliðavatn miðvikudaginn 5. nóvember. Miðvikudaginn 12. nóvember verður fræðslufundur í húsnæði 66°Norður í Faxafeni og laugardaginn 15. nóvember verður gengið á Vífilsfell. Haukafjöll, Stardalshnúkar, Tröllafoss verða gengin á miðvikudag 19. nóvem- ber og viku síðar 26. nóvember verður gengið í Heiðmörk, Búrfellsgjá. Esjan og Þverfellshorn verða gengin laugardaginn 6. desember og 10. desember verða það Húsfell og Helgafell. Miðvikudag 17. desember verður Kerlingar- skarð, Þríhnúkar og Stóra Kóngsfell og 27. desember Botnssúlur. Eftir áramótin verður gengið umhverfis Kleifarvatn þann 7. janúar og 17. janúar verður gengið á Hafnarfjall. TINDAGANGA ÍSLENSKRA FJALLALEIÐSÖGUMANNA Í VETUR Saumaklúbbar og starfsmannafélög geta sett sig í samband við Íslenska fjallaleið- sögumenn og fengið klæðskerasniðna dagskrá að heilsueflingu í vetur. Tæplega tvö hundruð manns gengu á Hvannadalshjúk með Íslenskum fjallaleið- sögumönnum og 66° Norður í vor. MYND/JÓN GAUTI JÓNSSON Förum til fjalla Haustblót Útivistar í Strút 17.-19. okt. Nánari upplýsingar í síma 562 1000 og á www.utivist.is Barcelona THAILAND - SUMAR OG SÓL ALLT ÁRIÐ KYNNIÐ YKKUR FJÖLMARGA ÁFANGASTAÐI Í THAILANDI Á WWW.FERD.IS Sími 49 12345 Netfang ferd@ferd.is WWW.FERD.IS UPPLIFIÐ THAILAND MEÐ LEIÐ SÖGN EÐA Á EIGIN V EGUM – V IÐ AÐSTO ÐUM MEÐ FERÐINA! Alla þriðjudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.