Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 32
20 11. október 2008 LAUGARDAGUR
„Glímufélagið Ármann var stofnað 15.
desember 1888, þegar þrjátíu áhuga-
menn um glímu hittust á túninu þar
sem Stjörnubíó stóð við Laugaveg og
nefndu blettinn Skell, því menn komu
nú harkalega niður til jarðar í glímu.
Nafnið var svo ákveðið með ferföldu
húrrahrópi og upp hófst starfsemi sem
enn blómstrar í dag,“ segir Snorri Þor-
valdsson, formaður Glímufélagsins Ár-
manns, sem í dag heldur mikla afmæl-
isveislu í íþróttamiðstöðinni Laugabóli
í Laugardal, í tilefni 120 ára afmælis-
árs félagsins.
„Ármann er elsta íþróttafélag lands-
ins og ól af sér elstu íþróttakeppnina
sem enn er við lýði, en það er Skjald-
argríma Ármanns, sem fyrst var haldin
1889. Glíma er þjóðaríþrótt Íslendinga
og nú í dálítilli lægð, en þannig hefur
hún alltaf gengið fyrir sig og þarf sinn
tíma til að ganga upp og niður öldudal-
inn. Ármann varð fljótlega eftir alda-
mótin 1900 orðið fjölgreinafélag og
stórveldi á árunum 1927 til 1964, þegar
Jens Guðbjörnsson var formaður fé-
lagsins,“ segir Snorri sem höfðar til
allra Ármenninga að mæta til veislu í
dag og hitta fyrir gamla félaga á merk-
um tímamótum.
„Ármenningar eru nánast þjóð-
in öll, því alls staðar hefur einhver í
fjölskyldunni tengst Ármanni á öllum
þessum árum. Ármenningar verða allt-
af Ármenningar því fólk hefur sterkar
taugar til félagsins. Við viljum því sjá
sem flesta sem hafa í áranna rás verið
viðloðandi félagsstarfið,“ segir Snorri,
sem hlakkar til veisluhaldanna, sem
óvænt verða haldin í ógnarkreppu.
„Ármann hefur áður lent í kreppu og
fengið á sig marga brimskafla, en allt-
af haldið áfram starfinu. Menn keyptu
kannski ekki kol til að hita upp glímu-
salinn þegar stríð braust út 1918, því
þá þótti mikilvægara að eiga til hnífs
og skeiðar, en íþróttaiðkanir hófust
aftur af krafti þegar færi gafst,“ segir
Snorri.
Um þrjú þúsund manns æfa nú mis-
munandi íþróttir í níu deildum Ár-
manns sem deilir húsnæðinu í Lauga-
bóli með Knattspyrnufélaginu Þrótti.
„Húsnæðið er löngu sprungið utan af
okkur, en þetta er frábær staður með
sérhönnuðum bardagasal fyrir glímu,
júdó og taekwondo, og fékk vitaskuld
nafnið Skellurinn, eins og vera bar.
Sprenging hefur orðið í fimleikadeild-
inni undanfarið og telur nú yfir þúsund
manns, mikill uppgangur er í körfubolta
og skíðadeild Ármanns er feiknarlega
öflug. Ármann státar því af blómlegu
starfi, þótt ekki séu innan félagsins fót-
bolta- og handboltadeildir sem rata inn
á síður blaðanna. Við erum alveg ör-
ugglega meira í huga fólks í staðinn.“
Hátíðahöldin hefjast í Laugabóli
klukkan 14.30. Allir eru velkomn-
ir í tertu og skemmtilega dagskrá. Sjá
nánar á www.armenningar.is.
thordis@frettabladid.is
LEIKARINN DAVID MORSE ER 55 ÁRA
„Það gildir einu hversu margir
ráðleggja að fara vel með pen-
inga. Fæstir leggja fyrir þegar
þeir eiga nóg af þeim. Ein-
hverra hluta vegna virðist það
ekki mikilvægt þá; kannski af
því menn þekkja blankheit of
vel og neita að lifa þannig lífi.“
Bandaríski leikarinn David Morse
lék í áratug á sviði áður en hann
fékk tækifæri í kvikmyndum og
varð einn af virtustu skapgerðar-
leikurum samtímans.
Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, og Mik-
hail Gorbatsjev, forseti
Sovétríkjanna, hittust á
fundi í Reykjavík dagana
11. til 12. október. Fund-
urinn var í upphafi hugs-
aður sem undirbúnings-
fundur fyrir síðari samn-
ingalotur um takmörkun
vígbúnaðar en þegar til
kom breyttist eðli fundarins því Reagan og Gorbatsjev hófu óvænt
viðræður um meiri afvopnun en verið höfðu á dagskrá. Á tíma-
bili virtist stefna í sögulega niðurstöðu um stórkostlega fækkun
kjarnorkuvopna, en upp úr viðræðum slitnaði þegar Reagan neit-
aði að hverfa frá áætlun um varnarkerfi í geimnum. Þegar frá leið
þótti leiðtogafundurinn hafa rutt nýjar brautir í samskiptum stór-
veldanna og marka upphaf að lokum kalda stríðsins. Hafði þjóðin
gaman af og spennandi að vera stödd í hringiðu heimsviðburða.
ÞETTA GERÐIST: 11. OKTÓBER 1986
Leiðtogafundur í Höfða
120 ÁRA GLÍMUFÉLAG Snorri Þorvaldsson er formaður Glímufélagsins Ármanns, sem í dag
heldur upp á 120 ára afmæli sitt með pomp og prakt í Laugabóli í Laugardal. Í bakgrunni eru
eldri borgarar í leikfimi og dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN: HELDUR UPP Á 120. AFMÆLISÁR SITT Í DAG
Skellir á túnfæti við Laugaveg
timamot@frettabladid.is
Hjartans eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Anna Steinunn
Hjartardóttir,
áður til heimilis að Melhaga 6 í Reykjavík,
lést á Dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt
miðvikudagsins 8. október.
Hannes Þorsteinsson,
Hjörtur Hannesson Sigrún Axelsdóttir
Guðrún Hannesdóttir Vilhjálmur Þór Kjartansson
Una Hannesdóttir Geir Ingimarsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför okkar ástkæru,
Hrafnhildar Lilju
Georgsdóttur.
Líney Hrafnsdóttir Georg Páll Kristinsson
Hanna Stella Georgsdóttir Daníel Þór Gunnarsson
Alvilda María Georgsdóttir Heiðar Brynjarsson
Lilja Kristinsdóttir
Kristinn Georgsson
Líney Mist Daníelsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Einar Kristinn Friðriksson,
Stelkshólum 4, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. október.
María Vilbogadóttir
Vilbogi M. Einarsson Heiða B. Jónsdóttir
Friðrik S. Einarsson Jakobína Þórey Hjelm
Kristín H. Einarsdóttir Þorsteinn A. Þorgeirsson
og barnabörn.
80 ára afmæli
Doris Jelle
Konráðsson
verður áttræð sunnudaginn
12. október. Hún tekur á móti gestum
í Rafveituheimilinu milli kl. 12 og 16
á sjálfan afmælisdaginn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hluttekningu og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og fósturafa,
Haralds Stefánssonar
Hlégerði 23, Kópavogi.
Guðrún Ólafía Haraldsdóttir Olav Ingvald Olsen
Ólöf Fjóla Haraldsdóttir Halldór Óskar Arnoldsson
Stefán Már Haraldsson
Elísa Sjöfn Reynisdóttir
Ragnar Harald Reynisson
Steinunn Lilyan Reynisdóttir
Þurí Ósk Elíasdóttir Morten Stokkenes
Lelíta Rós Ycot
Arnold Halldórsson
Jökull Halldórsson
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Sveinsína Oddsdóttir
Vogatungu, 23, Kópavogi,
áður á Hlíðarvegi 5 í Kópavogi,
varð bráðkvödd á heimili dóttur sinnar í Los Angeles í
Kaliforníu mánudaginn 6. október. Jarðarförin verður
auglýst síðar.
Sigríður Lúthersdóttir, Sveinn Þórðarson, Jóhann
Lúthersson, Magnea Þorfinnsdóttir, Hilmar Lúthersson,
Kolbrún Guðmundsdóttir, Reynir Lúthersson, barnabörn,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
tengdasonar, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
Haraldar Sigurjónssonar
Gullsmára 9, Kópavogi.
Innilegar þakkir sendum við öllu því góða fólki
sem annaðist hann á gjörgæsludeild og lungnadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Sérstakar þakkir til
Óskars Einarssonar lungnalæknis og séra Gunnars R.
Matthíassonar. Guð blessi ykkur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rannveig Leifsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Svanhvít Friðriksdóttir,
Fannborg 8, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn
7. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 15. október kl. 15.00.
Friðrik Sveinn Kristinsson Þóra Jakobsdóttir
Flóki Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Örn Hólmar Sigfússon
Lindargötu 57, Reykjavík.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa.
Fríða Valdimarsdóttir
Rúnar V. Arnarson Eygló Sigurjónsdóttir
Ísar Guðni Arnarson
Ingólfur Arnarson Þórhildur Guðlaugsdóttir
Sævar Arnarson
Halldór Sigdórsson Marta Katrín Sigurðardóttir
Ævar Sigdórsson Una Lilja Eiríksdóttir
Sylvía B. Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.