Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 40
28 11. október 2008 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
HOLLAND-ÍSLAND
ÓMAR ÞORGEIRSSON
skrifar frá Rotterdam
omar@frettabladid.is
>KSÍ lækkar miðaverð
KSÍ ákvað í gær að lækka miðaverð á landsleikinn
gegn Makedónum sem fram fer næsta miðvikudag
um 70-75 prósent. Þeir sem þegar hafa keypt miða
á „gamla“ verðinu munu fá mismuninn greiddan hjá
Knattspyrnusambandinu. Ekki er tekið fram í tilkynn-
ingu KSÍ hvort þessi breyting sé gerð vegna efnahags-
ástandsins eða vegna þess að illa gengur að selja á
leikinn. Hægt er að kaupa miða
á midi.is.
Það var létt yfir landsliðsþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni á
blaðamannafundi í Rotterdam í gær fyrir leik Íslands og Hol-
lands á de Kuip-leikvanginum í kvöld.
„Ég hef bara ágætis tilfinningu fyrir leiknum og þetta er
náttúrulega frábært tækifæri fyrir okkur Íslendinga að spila
á móti jafn stóru og sterku liði og því hollenska. Ég vill að
leikmenn mínir njóti þess að spila leikinn en fer jafnframt
fram á að þeir verði kjarkaðir og þori að halda boltan-
um innan liðsins og vinni áfram með þá hluti sem við
höfum verið að vinna með undanfarið. Það verður
vissulega erfitt að gera það á móti jafn góðum
fótboltamönnum og Hollendingar eru en ég hef fulla
trú á því að við getum það og ég er ekkert hræddur
við að fullyrða það hér með,“ segir Ólafur.
„Við verðum fyrst og fremst að spila agaðan og
góðan varnarleik. Ég hef verið ánægður með að hing-
að til í keppninni höfum við aldrei verið sundurspil-
aðir, en ég er gríðarlega ósáttur með að við séum að
fá mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Við eigum ekki
að láta það gerast. Hollendingar eru vissulega meira sóknarþen-
kjandi heldur en varnarþenkjandi og sóknarfæri okkar liggja í
því að þeir gleymi sér varnarlega. Ég er sannfærður um að við
munum fá okkar tækifæri og þau verðum við að nýta,“ segir
Ólafur.
Ólafur viðurkennir að tilhlökkunin hjá honum sjálfum fyrir leik-
inn sé meiri en oft áður.
„Það er nú yfirleitt þannig að næsti leikur er alltaf skemmti-
legasti leikurinn. En þessi leikur er sérstakur og er nú einn
af þeim stærri sem ég hef komist í tæri við og ég hlakka
persónulega mjög til að takast á við þetta verkefni,“ segir
Ólafur.
Hollenskir fjölmiðlamenn gerðu tilraun til þess að spyrja
Ólaf út í efnahagskreppuna á Íslandi en það var fljót-
afgreitt af landsliðsþjálfaranum.
„Við erum hér mættir til þess að ræða um fótbolta. Ég
á sjálfur enga peninga og hef engan áhuga á því að tala
um peningamál,“ sagði Ólafur og málið var dautt.
ÓLAFUR JÓHANNESSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: VILL AÐ ÍSLENSKA LIÐIÐ NJÓTI ÞESS AÐ LEIKA GEGN HOLLANDI
Með stærri leikjum sem ég hef komist í tæri við
FÓTBOLTI Leikurinn í dag verður
sjötti A-landsleikur Íslands í
Hollandi en hinir fimm hafa allir
tapast með þremur mörkum eða
meira.
Markatalan er 2-23 Íslandi í
óhag og sem dæmi hefur hol-
lenski snillingurinn Johan Cruijff
skorað fjögur þessara marka.
Holland hefur unnið tvo síðustu
leiki þjóðanna í Hollandi með
markatölunni 3-0 en það eru
jafnframt minnstu sigrar
hollenska liðsins á Íslandi á
heimavelli sínum.
Ásgeir Sigurvinsson og Elmar
Geirsson hafa skorað einu
landsliðsmörk Íslands á hol-
lenskri grundu til þessa, Ásgeir
skoraði úr vítaspyrnu í 1-4 tapi
31. ágúst 1977 og Elmar minnkaði
muninn í 1-4 í sjö marka tapi 29.
ágúst 1973. - óój
Leikir Íslands í Hollandi:
Allir leikir hafa
tapast stórt
SÍÐASTA MARKIÐ Ásgeir Sigurvinsson
skoraði síðasta landsliðsmark Íslands í
Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI „Það er frábært að vera
kominn inn í þennan hóp og ég
mun njóta hverjar einustu
mínútu,“ segir markvörðurinn
Gunnleifur Gunnleifsson.
„Æfingarnar hafa gengið vel og
það er í raun einstakt tækifæri að
fá að mæta svona stórri þjóð og
maður finnur að tilhlökkunin er
mikil innan hópsins. Það er bara
mikilvægt að við höldum í trúna
og einbeitum okkur að því sem
við ætlum að gera og sjáum hvort
við getum ekki fengið jákvæð
úrslit út úr leiknum,“ segir
Gunnleifur.
Landsliðsþjálfarinn Ólafur
Jóhannesson er ekki búinn að
gefa út hver mun standa í
markinu í kvöld en „Hvort sem ég
byrja eða Árni þá verðum við
tilbúnir,“ segir Gunnleifur. - óþ
Gunnleifur Gunnleifsson:
Verðum að trúa
GUNNLEIFUR Gæti fengið tækifæri í dag.
Hann sést hér á æfingu í gærkvöldi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTHAR
FÓTBOLTI Eiður Smári og Grétar
Rafn leggja áherslu á að íslenska
liðið haldi áfram að þróa leik sinn
og hafi trú á því að liðið geti unnið
hvaða mótherja sem er.
„Við þurfum að halda áfram á
þeirri braut sem við vorum komn-
ir á í upphafi riðilsins og ekkert
missa sjálfstraustið þó svo að
tapið gegn Skotum hafi vissulega
verið svekkjandi. Fyrstu tuttugu
og fimm mínúturnar í þeim leik
eru samt líklega þær bestu sem
liðið hefur spilað undanfarið,“
segir Eiður Smári.
Eiður telur að Ísland þurfi að ná
sínum besta leik til þess að eiga
einhvern möguleika gegn Hol-
landi.
„Hollendingarnir eru með besta
liðið í riðlinum Það þarf allt að
ganga upp hjá okkur til þess að við
náum góðum úrslitum og þó svo að
allt gangi upp hjá okkur gætum
við endað tómhentir þegar upp er
staðið. Við verðum samt að trúa
því að við getum farið hvert sem
er og náð góðum úrslitum.“
Grétar Rafn lék sem kunnugt er
með AZ Alkmaar og spilaði þá
nokkra leiki á de Kuip-leikvangin-
um. „Þetta er frábær leikvangur
og það er einstök tilfinning fyrir
leikmenn að spila þar þegar marg-
ir áhorfendur eru á vellinum. Það
verður því okkar fyrsta verkefni
að ná áhorfendunum niður á jörð-
ina,“ segir Grétar Rafn.
„Hollendingar eru gríðarlega
sigurvissir fyrir leikinn og fyrstu
tuttugu og fimm mínúturnar verða
gríðarlega mikilvægar. Við megum
ekki fá á okkur mark snemma
leiks því þeir pirrast eflaust mjög
fljótt ef við höldum í við þá. Við
þurfum því að vera fastir fyrir og
leyfa villimanninum í okkur að
brjótast fram. Við þurfum að espa
þá upp og vera dálítið leiðinlegir
og reyna að slá þá út af laginu. Við
fáum alltaf okkar tækifæri, þá
sérstaklega í föstum leikatriðum
og þau verðum við að grípa þegar
þau gefast,“ segir Grétar.
Getum náð góðum úrslitum
Landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson hafa
báðir reynslu af því að spila í Hollandi. Þeir telja möguleika Íslands á góðum
úrslitum í Rotterdam vera til staðar en segja að róðurinn verði þungur.
GAMAN Í HOLLANDI Grétar Rafn Steinsson segir gaman að koma aftur til Hollands
og fá að spila á de Kuip-vellinum á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÞ
FÓTBOLTI Aðstoðarlandsliðsþjálf-
arinn Pétur Pétursson á góðar
minningar frá de Kuip-leikvangin-
um þar sem Ísland mætir Hollandi
í kvöld en þar lék hann við góðan
orðstír með Feyenoord tímabilin
1978-1981 og 1984-1985.
„Mér finnst ég bara vera kom-
inn aftur heim. Það er frábært að
spila þarna og það er mikil upplif-
un fyrir hvaða leikmann sem er að
koma þangað þegar þéttsetið er í
stúkunum. Hávaðinn magnast
alveg upp þegar áhorfendurnir
byrja að öskra og ef menn mæta
ekki tilbúnir á svona völl og í
svona stemningu þá eiga menn að
gera eitthvað annað,“ segir Pétur.
Pétur hefur verið vinsæll hjá
hollenskum fjölmiðlum undan-
farna daga en hann var þekktur
fyrir að vera maður fólksins á
tíma sínum hjá Feyenoord þar
sem hann veigraði sér til að mynda
ekki við því að fara alltaf með
strætó á æfingar þrátt fyrir að
vera ein stærsta stjarna liðsins.
„Það hentaði mér bara langbest
að taka strætó á æfingar og ég
kynntist þá líka mikið af góðu fólki
og mikið af stuðningsmönnum. Ég
finn nú ekkert fyrir því að vera
þekkt andlit hérna núna nema
innan um fjölmiðlamennina á hót-
elinu. Núna er maður bara gamall
og kominn með gleraugu og ég get
ekki ímyndað mér að nokkur
maður þekki mig úti á götu,“ segir
Pétur hlæjandi. - óþ
Pétur Pétursson kann vel við sig í Rotterdam:
Finnst ég vera kom-
inn aftur heim
HETJA Í HOLLANDI Pétur Pétursson er
enn þekkt nafn í Hollandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/MAGNÚS MÁR EINARSSON