Fréttablaðið - 11.10.2008, Side 4

Fréttablaðið - 11.10.2008, Side 4
4 11. október 2008 LAUGARDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki EFNAHAGSMÁL Leikskólakennarar hvetja starfsmenn leikskóla til að tryggja að börn hafi fullan og óskertan aðgang að leikskólanámi þrátt fyrir tímabundna fjárhags- lega erfiðleika. Þetta kom fram í tilkynningu frá Stjórn Félags leikskólakennara í gær. Leikskólastjórar eru hvattir til að vera á varðbergi og grípa inn í ef grunur er um að foreldrar neyðist til að segja upp leikskóla- dvöl sökum fjárskorts. Minnt er á að leikskólinn sé griðastaður barna þar sem þau geta dvalið við leik og nám án þess að þurfa að hlusta á umræður eða verða fyrir áreiti af nokkru tagi vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem blasa við í íslensku efnahagslífi. - kdk Stjórn leikskólakennara: Leikskólabörn eiga að fá frið VIÐSKIPTI Gengi krónu styrktist um 0,74 prósent og endaði gengisvísi- talan í 199 stigum í gær. Kauphöll- in hefur verið lokuð frá fimmtu- degi, en á að opna á mánudag. Nokkru munaði á genginu á gjaldeyrismarkaði líkt og í vikunni. Bandaríkjadalur kostaði 110,4 krónur á gjaldeyrismarkaði en 97,5 krónur hjá Kaupþingi. Svipaða sögu var að segja um aðra gjaldmiðla. Gjaldeyrisreiknir tímaritsins Forbes sýndi allt aðra niðurstöðu en vestanhafs kostaði einn dalur 225 íslenskar krónur. - jab Enn misgengi á krónunni: Króna ódýr vestanhafs KRÓNAN Íslenska krónan er ódýrari í Bandaríkjunum en hér á landi. EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segir að „neyðarköll“ berist frá fyrirtækj- unum í landinu vegna þess að fjármálaþjónustan sé ekki komin í lag, gjaldeyrisviðskiptin séu í lamasessi og vextir út úr öllum kortum. Vilhjálmur segir að eignir fólks séu að brenna upp út af vöxtum. „Það bara verður að koma lausn um helgina,“ segir hann. „Fjár- magnið hefur þurrkast upp þannig að þetta er allt mjög erfitt. Það verður að klára þessi IMF-mál svo að við getum fengið eðlileg gjaldeyrisviðskipti.“ - ghs Framkvæmdastjóri SA: Lausn þarf um helgina GENGISMÁL „Gjaldeyrisviðskipti á Íslandi minna nú helst á það sem tíðkaðist í Austur-Evrópu á Sovéttímanum,“ segir í finnska viðskiptablaðinu Taloussanomat. Blaðið varar þá sem leið eiga til Íslands við að kaupa gjaldeyri áður en lagt er af stað, því evrum megi annaðhvort skipta í íslenskar krónur á opinberu gengi, eða á öðru og betra óformlegu gengi. „Veltur þá allt á því að kunna að spyrjast fyrir,“ segir blaðið. Blaðið hefur eftir finnskum ferðamönnum á Íslandi að hægt sé að greiða með evrum í verslunum, og þá sé hægt að prútta um gengið. Í öðru finnsku viðskipta- blaði, Kauppalehti, var ástandinu á Íslandi líkt við Zimbabwe. -msh Svartur gjaldeyrismarkaður Íslandi líkt við Zimbabwe VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 16° 15° 15° 15° 18° 22° 22° 23° 20° 23° 25° 24° 18° 24° 22° 30° 18° Á MORGUN 10-15 m/s S- og V-til, annars hægari. MÁNUDAGUR Breytileg átt, 3-8 m/s, stífari NA-átt vestast. 4 4 3 6 7 10 10 13 8 5 7 4 3 2 4 5 7 6 6 7 5 0 3 2 4 7 6 5 4 5 6 8 VEÐUR BREYTIST Á MORGUN Við fáum lægð upp að landinu úr suðri á morgun með úrkomu sunnan- og vestanlands í fyrstu en reikna má með úrkomu í fl estum landshlutum annað kvöld. Á mánudag mun hlýna dálítið og úrkoman verður bundin við norð- anvert landið en annars yfi rleitt þurrt. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður MÓTMÆLI Um tvö hundruð manns söfnuðust saman við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli í hádeginu í gær til að til að krefjast þess að stjórn Seðlabankans segði af sér. Hrafnkell Orri Egilsson, sem stóð að mótmælunum, sagði í samtali við Vísi.is að tímabært væri að þeir sem gert hefðu mistök öxluðu ábyrgð á ástandinu. Ástandið í gjaldmiðilsmálum væri grafalvar- legt og sorglegt væri að þjóðin hefði beðið skipbrot þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir. - kg Mótmæli á Arnarhóli í gær: Um 200 kröfð- ust afsagnar MÓTMÆLI 200 manns mótmæltu á Arnarhóli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL Halldór Ásgríms- son, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, telur ein- boðið að stjórnvöld leiti til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann segir að það sé nauðsynlegt við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Það er vond lesning að sjá hvað Seðlabankinn hefur leitað víða eftir lánalínum og aðstoð allt þetta ár án nokkurs árangurs. Ég tel nauðsynlegt að leita til sjóðs- ins við þessar aðstæður, enda er það hlutverk hans að koma til hjálpar. Menn kunna að óttast að hann setji ýmis skilyrði, sem hann mun vissulega gera, en það þarf hvort eð er að taka margar ákvarðanir sem munu leiða okkur inn í betri framtíð. Það er betra að hafa aðstoð við það.“ Erlendir bankar eru í óðaönn að loka fyrir viðskipti við Ísland. Halldór segir mikilvægt að fá erlenda fjármálastarfsemi til landsins. „Það er mjög mikilvægt að erlendir bankar setji upp aðstöðu hér á landi; hvort sem þeir taka yfir aðstöðu sem er fyrir eða koma upp nýrri. Við höfum brennt allar brýr að baki okkur og þurfum að fá alþjóðleg- ar fjármálastofnanir sem njóta trausts. Til lengri tíma litið liggja tæki- færi fyrir þessar stofnanir hér á landi. Ráðamenn geta liðkað fyrir, en margir þeir sem staðið hafa í bankastarfsemi hafa góð sambönd og ættu að nýta þau.“ Halldór segir einnig að íslensk stjórnvöld ættu að hefja viðræð- ur við Evrópusambandið um aðild, í það minnsta um myntsam- starf. Það hafi að vísu ekki áhrif strax en gefi skýr skilaboð. Halldór segir að hjólum atvinnulífsins verði að koma aftur í gang og þar eigi hik ekki við. „Menn mega ekki vera hik- andi í að koma af stað fjárfest- ingum í orkumálum og iðnaði og við getum ekki fest okkur í lög- formlegu ferli sem tefur fyrir. Alþingi getur sett sérlög um ákveðnar framkvæmdir, líkt og gert var um Kárahnjúkavirkjun. Þingmenn geta tekið ákvarðanir á þessu sviði á sama hátt og stofn- anir.“ Harðorðar yfirlýsingar hafa borist frá breskum stjórnvöldum gagnvart Íslendingum og segist Halldór hneykslaður á þeim. „Menn hegða sér ekki svona, að fara í fjölmiðla með offorsi. Vel má vera að eitthvað hafi misskil- ist og eitthvað verið sagt klaufa- lega. En menn ráðast ekki á skip í sjávarháska og fara fram með slíku offorsi.“ Halldór segir þetta munu breyta utanríkisstefnu þjóðar- innar. „Já vissulega, það er barna- skapur að halda annað. Þær þjóð- ir sem hafa staðið næst okkur lengi í öryggis- og varnarmálum hafa komið þannig fram. Fyrst Bandaríkjamenn, þegar þeir hurfu á brott með einhliða hætti, og nú Bretar.“ kolbeinn@frettabladid.is Vill fá erlendan banka til landsins Halldór Ásgrímsson vill fá erlenda fjármálastofnun til landsins. Hann segir Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn verða að koma að málum. Hann er hneykslaður á Bret- um fyrir framgöngu þeirra og kallar eftir sérlögum um virkjanir. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Telur að Alþingi verði að setja sérlög um einstakar fram- kvæmdir í virkjana- og orkumálum. Ekki megi láta regluverk tefja fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANLANDSFERÐIR Eftirspurn eftir flugi til útlanda hefur snarminnk- að á Íslandi undanfarna daga. Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafull- trúi Icelandair, segir hins vegar að bókunarstaðan erlendis hafi verið nokkuð góð. Ekki verði vart við að farþegar mæti ekki í flug. „Fólk er ennþá að bóka sig til Íslands frá öllum okkar markaðs- svæðum, jafnvel núna síðustu daga, bæði frá Skandinavíu, Bret- landi og Bandaríkjunum en þetta er náttúrulega mjög ótryggt ástand,“ segir Guðjón. Hann bendir á að stjórnendur Icelandair hafi séð fyrir verulegan samdrátt, fyrst og fremst út af olíuverðshækkunum og því hafi framboðið í vetur verið skorið niður um 15-20 prósent. Guðjón segir spár um samdrátt nokkurn veginn hafa gengið eftir. „Miðað við spár hefur staðan verið ágæt. Við höfum séð Íslend- inga ferðast minna en straumur ferðamanna hingað og yfir Atlants- hafið er í þokkalega góðu standi miðað við allt,“ segir hann og telur ekki ljóst hvaða áhrif fjölmiðlaum- fjöllun erlendis síðustu daga hafi. „Við uppfyllum ekki þau afföll að 20-30 manns vanti í vélar,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. „Salan hefur dregist saman síðasta hálfa mánuðinn en það er vel bókað í ferðir fram til jóla. Við gerum okkur grein fyrir að það verður samdráttur en við höfum ekki lokað öllum samningum fyrir næsta sumar og getum stýrt fram- boðinu.“ - ghs Eftirspurn eftir flugi til útlanda hefur snarminnkað síðustu daga: Fólk bókar sig enn til Íslands ÞJÓÐIN FLÝGUR MINNA „Við höfum séð Íslendinga ferðast minna,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafull- trúi Icelandair. GENGIÐ 10.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 199,9866 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,66 111,18 187,78 188,7 149,74 150,58 20,116 20,234 17,769 17,873 15,528 15,618 1,1182 1,1248 168,8 169,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.