Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 18
18 11. október 2008 LAUGARDAGUR F réttablaðið leiddi saman sex manns sem hafa skoðanir á fram- tíðarmöguleikunum. Björn Þór Sigbjörns- son settist niður með Eddu Rós Karlsdóttur hagfræð- ingi, Finni Oddssyni framkvæmda- stjóra Viðskiptaráðs, Páli Skúla- syni heimspekiprófessor, Svöfu Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík, Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Þórhildi Þor- leifsdóttur leikstjóra. Fyrst var rætt um tækifærin sem kunna að felast í þeim miklu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Páll: Það er eiginlega óhjá- kvæmilegt að endurskipuleggja alla starfsemi í landinu, bæði í opinbera- og einkageiranum. Í slíkri endurskipulagningu felast gífurleg tækifæri og möguleikar af öllu tagi. Við þurfum að þjappa okkur betur saman á öllum svið- um þjóðlífsins og huga að þeim undirstöðustofnunum sem við vilj- um hlúa að. Við höfum verið upp- tekin við markaðs- og einkavæð- ingu og það var rík þörf á endurskoðun. Vilhjálmur: Það þarf að fara fram endurreisn þegar spýtna- brakið hefur fallið niður. Það verð- ur að skipuleggja og byggja upp á nýtt. Við þurfum að vernda allt sem hægt er að vernda svo við missum ekki fyrirtækin í gjald- þrot og samfélagið í atvinnuleysi og þá skiptir máli að berja ekki niður framtakið og áræðnina. Á sama tíma og við lærum af þessu megum við ekki falla í svartsýni og sjá ekki tækifærin. En þjóðfé- lagið verður aldrei eins og það var. Þórhildur: Til skamms tíma litið ríður mest á að spyrna sér frá þessum grafíska botni sem talað er um og reyna með öllum ráðum að halda fyrirtækjum og atvinnu gangandi. Ég vona að margir verði kallaðir til og að ekki verði of mikið um að þeir sem voru við stýrið þegar strandið varð reyni aftur að ýta úr vör. Til lengri tíma litið held ég að við eigum bjarta tíma framundan. Að vissu leyti var andlegt og menningarlegt líf þjóðarinnar komið í þrot og nú hljóta að vera tækifæri til endurskoðunar. Eng- inn má skorast undan í því að end- urskoða eigið líf og annarra, alla starfsemi og allar stofnanir. Það eina sem ég er hrædd við er að ef efnahagsbatinn verður fljótur og góður - sem ég vona svo sannar- lega að verði - þá segi fólk að þetta hafi reddast og haldi áfram eins og ekkert hafi í skorist. Stöðugleiki er forsenda Edda Rós: Það er rétt að skipta þessu í skemmri og lengri tíma og ég held að tækifærin til framtíðar ráðist mjög af því sem við gerum núna. Það þarf að ná tökum á krónunni því hún er að fara með fyrirtækin og heimilin og það verður ekki gert nema við náum sátt við alþjóðasamfélagið. Það tel ég að verði best gert með því að leita strax til Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og nágrannalandanna. Í kjölfarið þarf svo að lækka vexti og styðja með öllum ráðum við atvinnulífið. Til skemmri tíma erum við aftur komin með ástand gjaldeyris- og lánsfjárskömmtun- ar og framundan eru miklar afskriftir í bönkunum. Hér ríkja mjög víðtæk neyðarlög og það er mjög vandasamt að gera þetta rétt og vel. Það skiptir miklu máli að þeir komi að sem best kunna og við verðum að leita aðstoðar færustu sérfræðinga sem njóta virðingar erlendis. Þannig kaup- um við okkur í rauninni traust. Finnur: Það er erfitt að sjá tækifærin á meðan við erum nán- ast á litlum fleka í svakalegum ólgusjó. Þess vegna þarf að skapa ástand sem gerir okkur mögulegt að átta okkur og til þess þurfum við á stillingu að halda. Stuðning- ur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum myndi hjálpa til að koma á slíku ástandi. En það er alveg á hreinu að það verður einhver framtíð og í henni er mikilvægt að við búum við stöðugleika. Aðeins þannig verður hægt að ráðast í endur- skipulagninguna en það er erfitt að sjá hvernig það verður hægt með íslensku krónuna til lengri tíma. Svafa: Ég segi eins og Finnur, það er framtíð. En núna höfum við svo miklar áhyggjur af fram- tíðinni að við getum ekki verið í núinu og svo erum við svo full reiði út af fortíðinni að við erum búin að gleyma öllu því góða sem gert var. Ég lít á þetta sem tækifæri fyrir þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi og það fólk sem er í háskólunum. Fyrir það er samfélagið óplægður akur en það sem gerist við svona aðstæður er að eitthvað nýtt fer að vaxa. Þess vegna skiptir svo gríð- arlega miklu máli að sá baráttu- andi landsmanna sem hefur komið okkur í gegnum allar hamfarir frá því að landið byggðist sé ekki nið- urbrotinn. Traust og frelsi Páll: Tvö grundvallaratriði sem varða í raun öll svið samfélagsins eru í húfi. Annars vegar traust og hins vegar frelsi. Traustið er í hættu hér og annars staðar og það er nauðsynlegt að Íslendingar axli sína ábyrgð andspænis öðrum þjóðum. Ef við hverfum inn í haftaheim sem tilheyrir fortíðinni er frelsið í hættu. Við hann megum við alls ekki binda okkur heldur líta svo á að það sé mjög tíma- bundið ástand. Vilhjálmur: Það skiptir miklu máli að eyða sem minnstum tíma í reiði og nornaveiðar. Traustið er aðalmálið. Við verðum að byrja að treysta hvert öðru sem allra fyrst og eftir því sem það gengur betur því betur mun okkur ganga að byggja upp aftur. Í þessu sam- bandi má nefna að í bankarekstr- inum sem snýst um traust hefur dæmið snúist við. Áður þurftu bankamennirnir að treysta við- skiptavinum sem höfðu tekið lán en nú, þegar peningar margra sem treystu bönkunum og fengu ráð- Bjartsýni er eini valkosturinn Í gjörbreyttu efnahagsumhverfi stendur Ísland á tímamótum. Verkefnin framundan eru ærin. Það þarf að endurhugsa samfélag- ið og reisa það við á ný. Í slíkt verður ekki ráðist nema með samstilltu átaki þjóðarinnar allrar og margvíslegum ráðstöfunum. Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs MÁLIN RÆDD Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að tækifæri kunni að felast í þeim miklu breytingum sem orðið hafa. En til að svo megi verða þarf að grípa til margvíslegra ráðstafana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Til skemmri tíma erum við aftur komin með ástand gjaldeyris- og lánsfjárskömmtunar og framundan eru miklar afskriftir í bönkunum. Heim- urinn í dag er í grundvall- aratriðum sá sami og var fyrir sextán mán- uðum en gildin og mannleg hegðun hafa breyst og það hefur haft þessar stórkost- legu afleiðingar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.