Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 2
2 11. október 2008 LAUGARDAGUR Fjölskyldu- og bjartsýnisganga FÍ Komum full af bjartsýni og baráttuanda í létta fjölskyldugöngu Ferðafélags Íslands í neðst í Esjunni. Göngum á vit íslenskrar náttúru þegar á móti blæs. stað kl. 14 í dag frá bílaplaninu við Mógilsá. Heitt kakó og bakkelsi. Ókeypis þátttaka. Allir velkomnir. Sjá www.fi .is Eirný, eru viðskiptin við Bret- ana ekki komin í osta-köku? „Nei, nei. Þeir brosa bara og segja cheese!“ Eirný Sigurðardóttir býður upp á heima- gerða osta, meðal annars frá Bretlandi, í Búrinu, nýrri ostaverslun sinni í Nóatúni. ATVINNUMÁL Bæjaryfirvöld í Ölf- usi funduðu í gær með fulltrúum erlends fyrirtækis sem hefur áhuga á að reisa sólarkísilverk- smiðju í Þor- lákshðfn. Lýsti fyrirtækið yfir áhuga á að reisa jafn stóra verk- smiðju og norska stórfyr- irtækið REC Group hugðist byggja þar. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi, gagn- rýnir stjórnvöld hart og segir þau hafa staðið í veginum fyrir áformum norska fyrir- tækisins. Þrjú fyrirtæki hafa lýst áhuga sínum á byggingu verksmiðju á stuttum tíma. Ólafur Áki segir að fundað hafi verið með erlendu fyrirtæki í gær en getur ekki gefið upp um hvaða aðila er að ræða, þar sem viðræð- urnar eru trúnaðarmál. Áður hefur ítalska fyrirtækið Becrom- al sýnt því áhuga að koma hingað til lands en Ólafur Áki segir að um nýtt fyrirtæki sé að ræða sem vill reisa jafn stóra verksmiðju og norska fyrirtækið REC Group hugðist reisa hér, en það valdi þess í stað Quebec í Kanada undir starfsemi sína. Ólafur segir að norska fyrirtækið hafi ákveðið að hætta við uppbyggingu hér vegna þess að ekki fengust skýr svör frá umhverfisráðuneytinu um hversu langan tíma það tæki að ljúka umhverfismati vegna starfsem- innar. „Þetta er fyrirtæki sem þarf ekki losunarkvóta og mengar ekki neitt og það er með ólíkind- um að ákveðnir aðilar standi í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu.“ Aðspurður hvort hann beini orðum sínum til Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra segir Ólafur að „hún hafi ekki hjálpað til við atvinnuuppbygg- ingu hér í Ölfusi, svo mikið get ég sagt þér. Við erum sífellt að vinna að þessu máli en það er ekki auð- velt þegar pólitíkusar slá sífellt á puttana á okkur.“ Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að norska fyrirtækið hafi fengið þau svör frá umhverf- isyfirvöldum að það tæki sex til átján mánuði að vinna umhverfis- mat vegna verksmiðjunnar. „Þetta voru ekki fagleg vinnubrögð. Við förum eindregið fram á að þetta endurtaki sig ekki.“ Um 300 manna vinnustað verð- ur að ræða ef af verður, þar af verður rúmlega þriðjungur starfs- manna háskólamenntaður. Á bygg- ingartímanum þyrfti um 500 starfsmenn til að reisa verksmiðj- una sem kostar um níutíu millj- arða króna. Ekki náðist í umhverfisráðherra við vinnslu fréttarinnar. svavar@frettabladid.is Vonir kvikna aftur um kísilverksmiðju Bæjaryfirvöld í Ölfuss hafa rætt við áhugasaman erlendan aðila um að reisa sólarkísilverksmiðju í Þorlákshöfn. Áformin eru þau sömu og hjá norsku fyrir- tæki sem hætti við í sumar. Bæjarstjóri gagnrýnir umhverfisráðherra hart. ÞORLÁKSHÖFN Öll undirbúningsvinna vegna kísilverksmiðju hefur farið fram. Tilbúin er lóð fyrir vestan bæinn. Framleidd yrðu 25 þúsund tonn af kísil fyrir sólarrafala. MYND/EINAR ELÍASSON VILHJÁLMUR EGILSSON ÓLAFUR ÁKI RAGNARSSON BRETLAND, AP Enn einu sinni hefur gagnadiskur týnst í Bretlandi. Að þessu sinni er það breski herinn, sem hefur týnt diski með persónuupplýsingum um hundrað þúsund hermenn. Í síðasta mánuði var gagnadiski stolið frá breska hernum, og fyrr á árinu var fartölvu með við- kvæmum persónuupplýsingum um nýliða stolið. - gb Breski herinn: Týndu gagna- diski enn á ný LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna sem eru grunaðir um rán og líkamsárás á Laugavegi um hálffjögurleytið aðfaranótt sunnudags. Þá var karlmaður á sjötugsaldri barinn og rændur. Árásarmennirn- ir eru taldir vera á aldrinum 25 til 30 ára og af erlendu bergi brotnir. Síðar sömu nótt var tösku rænt af konu á þrítugsaldri sem var á gangi við Hverfisgötu. Þar var um tvo gerendur að ræða. Lögreglan handtók mann í fyrradag vegna rannsóknar málsins. Eftir yfirheyrslur var hann ekki talinn tengjast því og var sleppt. - jss Lögregla höfuðborgarsvæðis: Árásarmanna er enn leitað VIÐSKIPTI Engum kemur á óvart að kaupum Straums á þremur einingum Landsbankans í útlöndum hafi verið rift. Straumur sendi í gær tilkynningu um að hætt hefði verði við kaupin. Þegar þau voru kynnt, fyrir rúmri viku, sagði William Fall, forstjóri Straums, að í þeim fælust mikil tækifæri fyrir Straum. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja nú að eignirnar séu í raun verðlausar. Allar íslenskar eignir erlendis séu á brunaútsölu, eins og staðan sé nú. Þá hafi hvorugur aðilinn raunverulega getað staðið við það sem samið var um. Straumur segir að ákvörðun breskra stjórnvalda um að frysta eigur Landsbankans ytra, sýni að Landsbank- inn geti ekki staðið við söluna. Eigurnar eru hins vegar á Írlandi, Frakklandi og víðar, en ekki eingöngu á bresku yfirráðasvæði. Málið varðar 380 milljóna evra sölu Landsbank- ans á Landsbanka Securities, Landsbanka Kepler og 84 prósenta hlut Landsbankans í Merrion Lands- banki. -msh, ikh Kaup Straums á dótturfélögum Landsbankans í Bretlandi ganga til baka: Enginn undrast riftun kaupanna KAUPIN KYNNT William Fall kynnir kosti kaupa á einingum Landsbankans fyrir rúmri viku. Þeim hefur nú verið rift. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL „Mér einfaldlega blöskraði þessi fréttaflutningur bresku pressunnar af málefnum Íslands,“ segir Rúnar Birgis- son, umboðs- maður Megasar með meiru. Harðort tölvubréf eftir Rúnar, þar sem hann tekur upp hanskann fyrir land og þjóð, var lesið upp á Sky-sjónvarpsstöðinni í gær. „Brown is a clown“, er einkunnin sem Rúnar gefur forsætisráð- herra Breta í bréfinu. Rúnar segist af og til senda tölvubréf til ensku pressunnar. „Þeir kímdu góðlátlega þegar þeir lásu bréfið mitt upp, enda kurteisir menn. Þetta var bara persónulegt bréf með minni skoðun. Brown er með allt niður um sig í eigin ranni og reynir að veiða atkvæði með að ráðast á liggjandi þjóð.“ - kg Tölvupóstur lesinn upp á Sky: Kallaði Gordon Brown trúð RÚNAR BIRGISSON DÓMSMÁL Þrír karlmenn á aldrin- um 27 til 45 ára hafa verið ákærðir vegna dauðsfalls sem varð í íbúð við Frakkastíg í júní. Mennirnir eru ákærðir fyrir brot gegn lífi og líkama er þeir létu farast fyrir að koma pólskum samlanda undir læknishendur er hann veiktist lífshættulega á mánudegi eftir að hafa hlotið höfuðhögg. Mennirnir voru allir staddir á Frakkastíg þegar atvikið varð. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús að morgni þriðjudagsins, þar sem hann lést skömmu síðar af völdum höfuð- áverka sem hann hlaut við höggið. -jss Þrír menn fyrir dóm: Ákærðir vegna láts samlanda STJÓRNMÁL Geir Haarde forsætis- ráðherra barst í gær bréf frá Gor- don Brown, forsætisráðherra Bretlands. Þar kveður við allt annan tón en í yfirlýsingum Brown í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. Brown segist vilja lýsa áhyggj- um sínum af afleiðingum aðgerða íslenskra stjórnvalda í sambandi við íslenska bankakerfið en kveðst ánægður með að hafa heyrt af samtölum Geirs við breska fjár- málaráðherrann. Þrátt fyrir sáttatón í bréfi Browns ítrekaði Geir á blaða- mannafundi í gær að honum hefði mislíkað ummæli og framganga Breta. „Það hefur enginn íslensk- ur ráðamaður haldið því fram að við myndum ekki standa við okkar skuldbindingar út á við,“ sagði Geir sem kvað íslensk stjórnvöld ekkert hafa á móti því ef Bretar kysu að fara með málið fyrir dóm- stóla. „En með sama hætti áskilja íslenskir aðilar sér að sjálfsögðu líka rétt til að fara með mál fyrir dómstóla ef það skyldi koma í ljós að bresk yfirvöld hafi með yfirlýs- ingum sínum eða aðgerðum brotið á íslenskum hagsmunum.“ Breski forsætisráðherrann segir sendinefnd embættismanna farna til Íslands til viðræðna. „Við vonum afar sterkt að það verði mögulegt að leysa þessa stöðu fljótt á uppbyggilegan hátt og á grunni sam- vinnu,“ segir í bréfi Gordons Brown. - gar Forsætisráðherra Breta vill friðsamlega lausn og sendir fulltrúa sína til Íslands: Geir fékk sáttabréf frá Brown BRÉF FRÁ BROWN Geir Haarde segir Íslendinga áskilja sér rétt til að leita til dómstóla hafi bresk stjórnvöld brotið á hagsmunum þeirra. LÖGREGLUMÁL „Kannski leikur kreppan eitthvert hlutverk í þessu. Þetta er að minnsta kosti óvenju bíræfinn þjófnaður,“ segir Sveinn M. Sveinsson, einn af eigendum hesthúss sem er í byggingu á hinu nýja félagssvæði hestafélagsins Fáks í Almanna- dal. Tveimur tonnum af báru- járnsþakplötum, rúmlega sjö metrar að lengd, var stolið af svæðinu í fyrrinótt. Sveinn segir fjárhagslegt tap upp á hálfa milljón króna fylgja þjófnaðinum. „Þessir menn hafa komið með kranabíl og gert þetta, enda engin smávegis þyngd á þessu. Hjólförin sjást vel,“ segir Sveinn. Hann hvetur alla sem geta hjálpað við að upplýsa málið til að hafa samband við lögreglu. - kg Bíræfinn þjófnaður: Tveimur tonn- um af þakplöt- um stolið SVEINN M. SVEINSSON Leitar nú logandi ljósi að tveimur tonnum af þakplötum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.