Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 11. október 2008 19 leggingar um fjárfestingar, hafa tapast, þarf bankinn að byggja upp sitt traust á nýjan leik. Við þurfum líka að setja mál- staðinn framar okkur sjálfum og vinna á þeim forsendum. Svafa: Málstaðurinn er einfald- ur, við verðum að sjá til þess að hér verði til það samfélag sem við viljum búa í. Og þegar á okkur standa spjót er langbest að snúa bökum saman. Auðvitað er fólk reitt yfir því hvernig komið er, fólk sér líf sitt allt öðruvísi í framtíðinni en það var en nú er kominn nýr veruleiki og hann þarf ekki að vera verri en sá sem við vorum að koma úr. Ljót- ustu myndir kapítalismans hafa birst okkur síðustu árin þannig að sá veruleiki þarf ekki að vera slæmur svo lengi sem við pössum að við förum ekki tugi ára aftur í tímann í hugsunarhætti og í hug- rekki. Þórhildur: Það er aldrei stigið aftur á bak. Þó eitthvað slíkt verði tímabundið þá varir það ekki. Það er ekki hægt að koma með jarðýtu og ýta öllu þrjátíu ár aftur í tím- ann. Edda Rós: Það er bara víst hægt. Páll: Það sem blasir við er að við þurfum að setja okkur ný mark- mið og endurskoða gildin. Við höfum verið gífurlega upptekin af hinum efnislegu og fjárhagslegu gildum - að reyna að græða pen- inga. Það hefur verið eini málstað- urinn. Fólk hefur farið að læra bara til þess að verða ríkt. Þetta verður að breytast og við verðum að átta okkur á að við náum aldrei samstöðu nema við hugum að þeim gildum sem skipta okkur öll máli. Við þurfum líka að endurskoða öll okkar persónulegu samskipti. Björn: Er ekki hreinlega hætta á að samfélagið bugist? Þórhildur: Nei, mannkynið hefur mætt alls konar erfiðleikum og það basla allir áfram. Við höfum farið í gegnum styrjaldir og hungu- sneyðir. Páll: Það brestur ekki á land- flótti. Finnur: Það er heldur ekkert betra annars staðar. Kunnum að sigrast á erfiðleikum Þórhildur: Það mikilvægt að ef ráðist verður í raunverulega end- urhugsun að í því felist skapandi kraftur því í skapandi krafti felst orka og bjartsýni. Þess vegna segi ég að við lifum góða tíma. Það eru ekki allar kynslóðir sem fá að upplifa að samfélag þeirra sé rifið upp á hárinu, snúið við og dustað. En stoltið hefur því miður verið alltof blandið grobbi og hroka. Svafa: Það ríkir hræðsla í sam- félaginu en við erum ekki að bug- ast. Ef Íslendingar kunna eitt- hvað þá er það að takast á við óblíða náttúru og erfiðar kring- umstæður. Þess vegna held ég að við séum sú þjóð sem ætti að vera síst hrædd við svona hamfarir. Ef við kunnum eitthvað þá er það að standa traustum fótum og sigrast á erfiðleikum. Edda Rós: En við þurfum að yfirfæra þessa reynslu vegna þess að þetta eru ekki náttúru- hamfarir. Þetta eru efnahagsleg- ar hamfarir og á því er munur. Það er full ástæða fyrir fólk að vera uggandi og það má ekki gera lítið úr því. Ástæðan er sú að það er svo djúpt í vitund okkar Íslend- inga að vinna. Við tökumst yfir- leitt á við öll vandamál með því að vinna. Og nú stöndum við skyndilega frammi fyrir því að það er allsóvíst að það verði nokk- ur vinna. Páll: Þá verðum við að hugsa. Edda Rós: Fyrir marga lítur út fyrir að allar bjargir séu bannað- ar. Það er ógnvænlegt fyrir þjóð sem byggir sína sjálfsmynd á vinnu og dugnaði og þess vegna er mjög mikilvægt að við tökum í taumana strax til að koma bönd- um á krónuna og tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Svafa: Ef vinnan verður tekin frá okkur er mikil hætta á að við bugumst. Þess vegna á ríkisvald- ið að dæla fé og örva nýsköpun svo fólk geti skapað sér sín eigin tækifæri. Páll: Ef fólk ætlar að hugsa skýrt og skynsamlega þá er númer eitt, tvö og þjú að halda ró sinni. Það er grundvallaratriði. Við verðum líka að gefa okkur tíma. Það er erfitt við þessar aðstæður því það dynur svo margt á okkur. En við verðum að gera það. Og þá kemur að því að huga að markmiðunum, huga að tengsl- unum og skapa eitthvað nýtt. Það getur enginn hugsað fyrir annan og nú skipta fjölmiðlarnir gríðarlega miklu máli. Þeir verða að halda ró sinni og hjálpa okkur að hugsa. En við höfum allar for- sendur, við erum ung, kraftmikil og vel menntuð þjóð. Björn: Að öllu þessu sögðu heyrist mér þið telja að full ástæða sé til bjartsýni. Svafa: Það er enginn valkostur. Við verðum að vera bjartsýn. Finnur: Heimurinn í dag er í grundvallaratriðum sá sami og var fyrir sextán mánuðum en gildin og mannleg hegðun hafa breyst. Svafa: Var það ekki Einstein sem sagði; þú leysir ekki vandmál með sama hugarfari og það var skapað. Tækifærið sem við stönd- um frammi fyrir er einmitt að endurhugsa samfélagið með tilliti til frelsis, réttlætis og sjálfstæð- is. Við þurfum að halda efnahags- lífinu gangandi og fólk verður að halda áfram að kaupa hluti svo ekki stoppi hér allt. Finnur: Réttlæti er lykilatriði í því hvernig við vinnum okkur út úr þessu. Við horfum fram á að stór hluti af eignum Íslendinga verður kominn á eina hendi eftir eitt til tvö ár og við þurfum að vinna úr þeirri stöðu af miklu réttlæti. Það var ekki alltaf staðið nægilega vel að einkavæðingum fyrri ára. Það er svo afskaplega óheppilegt að hér verður nánast bara ríkisrekstur eftir eins og eitt ár. Edda Rós: Ég er sammála þessu og legg áherslu á að réttlætis verði ekki bara gætt þegar eignir verða seldar. Það felast svo gríð- arleg völd í að skammta fé og gjaldeyri, skammta afskriftir og hafa áhrif á hver má kaupa og hver fær aðgang að fé til að kaupa þær eignir sem verða seldar. Þetta má ekki gerast með óeðli- legum hætti og það skiptir miklu máli hverjir koma að þessu. Svo verðum við, þegar um hægist, að skoða hvað gerðist bæði í innra kerfi fyrirtækjanna og á hærra plani. Við lærum ekki af þessu nema fara skipulega yfir það. Páll: Hér þarf líka nýsköpun í stjórnmálum. Núverandi kerfi er staðnað. Lýðræðið í þessu landi er mjög lokað, þvert ofaní það sem menn kunna að halda. Stjórn- mál hafa hingað til verið rekin of mikið sem sérhagsmunabarátta einstakra hagsmunaafla og notuð sem leið fyrir hagsmunaöfl að semja sín á milli. Það eru stjórn- mál ekki. Stjórnmál eru endalaus tilraun til að skilgreina almanna- heill upp á nýtt. Hugsa hvað er til góðs fyrir heildina og ekki bara efnahagslega heldur fyrst og fremst menningarlega og siðferð- islega. Stjórnmál eru siðferði. Þórhildur: Það þarf líka nýsköp- un í menntakerfinu. Menntakerf- ið hefur alltof mikið látið teymast út í þarfir, ímyndaðar eða raun- verulegar. Aðrir þættir hafa orðið eftir. Og það þarf að örva hugsun. Í allri afþreyingarvæðingunni þar sem allt snýst um skemmti- legheit hefur gildi alvarleika - sem ekki má blanda saman við leiðindi - verið útrýmt. Fjölmiðl- arnir hafa verið afskaplega upp- teknir af afþreyingarvæðingunni sem á þátt í að svæfa og deyfa fólk. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585-1300 www.heilsugaeslan.is Bólusetning gegn inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli almennings á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á öllum heilsugæslustöðvunum mánudaginn 13. október 2008. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára. • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu og öðrum sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komu- gjald samkvæmt reglugerð nr. 1265/2007. Í síðasttalda hópnum eru það þó einungis heilbrigðis- starfsmenn sem ekki greiða fyrir bóluefnið. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mis- munandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík 11. október 2008. Páll Skúlason heimspekiprófessor Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík Það skipt- ir miklu máli að eyða sem minnstum tíma í reiði og nornaveiðar. Traustið er aðalmálið. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri Vilhjálmur Egilsson framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins Það er mikilvægt ef ráðist verður í raunverulega endur- hugsun að í því felist skapandi kraftur því í skapandi krafti felst orka og bjartsýni. Hér þarf líka ný- sköpun í stjórnmál- um. Núverandi kerfi er staðnað. Lýðræðið í þessu landi er lok- að, þvert ofaní það sem menn kunna að halda. Ég lít á þetta sem tækifæri fyrir þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi og það fólk sem er í háskól- unum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.