Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reyn- ist aðeins smáspotti fyrir fótgang- andi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrind- urnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftir- minnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Á öðrum handleggnum stóð „AFTER DARKNESS“ en á hinum „LIGHT WILL APPEARS“. Letrið var það sama og konur nota þegar þær merkja handklæði. Þegar ég leit út um gluggann minn blöstu við mér setningar úr leikritum Strind- bergs, enda Blái turninn þar sem hann bjó síðustu árin skammt undan. „Klók rotta verður að hafa marga hala“ beið mín í hvert skipti sem ég sté út á götu en nokkru neðar gat að líta setningu sem var eitthvað á þá leið að hagfræði hefði bara verið fundin upp af ríku fólki svo það gæti arðrænt þau sem minna mættu sín. ALLAR þessar orðsendingar, hvort sem þær voru á handleggjum unga mannsins eða steyptar ofan í göt- una, fannst mér hljóta að gefa mér vísbendingar um íslenskt efnahags- líf. Það var nefnilega ekki laust við að ég hefði velt því eilítið fyrir mér, kona sem eitt sinn kom fram í aug- lýsingaherferð fyrir KB-banka og sagði: „Vöxtur – þú færð meira.“ Meira en hvað? Ég var aldrei alveg viss en hvað um það, ég var ung og þurfti á peningunum að halda. Nú þyrfti bara að beita hyggju og bíða þetta af sér. Þá myndi ljósið skína á nýjan leik. ÞRÁTT fyrir alla bjartsýnina kom loks að því að gengið réðist á mig og þá var ekkert annað að gera en að taka á sprett út úr verslunar- höllunum. Ég vafraði inn í Söder malm, fallega hverfið þar sem Greta Garbo ólst upp og var einmitt stödd þar í almennings- garði þegar töfrarnir urðu. Ofan úr undurháum hlynum svifu laufin eitt af öðru, gul, brún og rauð. Ég skimaði í kringum mig og velti því fyrir mér hvort ekki væri örugg- lega selt inn á þessa sýningu en hvergi var lúgu að sjá. Þetta var allt svona líka algjörlega ókeypis. Sá sem lærir að meta það litla í líf- inu fær alveg örugglega meira. Þegar gengið réðst á mig! BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar Í dag er laugardagurinn 11. október, 284. dagur ársins. 8.07 13.14 18.20 7.56 12.59 18.01 395,-/6 í pk. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Svefnpokapláss kr. 1.500 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.