Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 14
 11. október 2008 LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR, 4. OKTÓBER. Búinn! Nú er hátíð í bæ. Í dag tókst mér loksins að ljúka við bókina sem ég er búinn að vera að vinna að svo lengi að ég hélt hún væri að gera mig vitlausan. Þetta þýðir því miður ekki að ég sé kominn í frí og geti lagst í vel- lystingar og iðjuleysi. Nú er eftir heilmikil vinna með ritstjóra sem er reyndar búinn að lesa meiri- hluta bókarinnar og kemur með góð ráð og ábendingar um bæði uppbyggingu, mál og stíl. Ég er svo heppinn að ég er með frábær- an ritstjóra sem heitir Anna Mar- grét sem ekki bara er svo næm að hún skilur textann sem ég skrifa heldur skilur hún líka afhverju ég skrifaði hann og afhverju hann er svona en ekki hinsegin. Það er nú meira hvað konur eru næmar í þessu landi þar sem karlpeningur- inn minnir meira og meira á naut- gripi. SUNNUDAGUR, 5. OKTÓBER. Karlinn á kassanum Nú er ég spenntur að sjá á morgun hvað kemur út úr helgarvinnu stjórnmálamanna. Ef þeir hafa að minnsta kosti ekki döngun í sér til að afnema 1) eftirlaunaósómann fyrir hádegi á morgun og 2) reka seðlabankastjórnina mun ég fá mér ölkassa og flytja ræður á Lækjartorgi gegnt stjórnarráðinu og hvetja fólk til að grípa til vopna, einkum fúleggja og skemmdra tómata. Raunar ætti ekki að þurfa mikil ræðuhöld til að hrinda af stað vopnaðri byltingu hér á landi, því að nóg virðist ofbeldishneigð- in vera. Á visir.is segir þetta um skemmt- analíf gærkvöldsins: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynn- ingar um 13 líkamárásir í nótt, víðs vegar um borgina.“ Það er mannsbragð að þessu eða hitt þó heldur. Látum vera þótt fólk flykk- ist út og hlaði götuvígi til að mót- mæla dugleysi og heimsku stjórn- málamanna, en að menn séu að berja hver annan til að fá útrás fyrir óhamingju sína og umkomu- leysi og kalli það skemmtanalíf finnst mér fyrir neðan allar hell- ur. Fer nú ekki að verða kominn tími á að skera niður vitleysis- ganginn hjá Ríkislögreglustjóra og stormsveitinni og ráða nokkra venjulega flatfætta lögregluþjóna til að ganga vaktir hérna í höfuð- borginni? MÁNUDAGUR, 6. OKTÓBER. Spilaborg frjálshyggj- unnar hrunin Aldrei þessu vant var ég spenntur að skoða fréttirnar í morgun og sjá árangurinn af fundahöldum helgarinnar. Nema hvað Geir Haarde situr við sinn keip í afneit- uninni og segist ekki að ætla að reka Davíð og hirðfífl hans. Það er eins og þessi blessuð mann- eskja skilji ekki að bráðum hættir reiðin að beinast að störfum stjórnar seðlabankans og fer að snúast að forsætisráðherra sjálf- um. Þegar leið á daginn fór fleira og fleira að koma í ljós. Einkavæð- ingin er gengin til baka. Þessir frjálshyggjubesefar entust í fimm ár til að leika sér með traust fyrir- tæki sem þeir fengu á tombólu- verði. Þetta er eftirminnilegur dagur, ekki laust við að þetta hrun frjáls- hyggjunnar minni mann á hruna- dansinn þegar Sovétríkin leystust upp vegna efnahagslegs glund- roða. Það sem blífur er þjóðfélags- lega ábyrgt einkaframtak með sál og samfélagsvitund, temprað af öflugri sósjaldemókratískri stjórnarandstöðu. ÞRIÐJUDAGUR, 7. OKTÓBER. Fyndið eða sárgrætilegt? Ég veit ekki hvort mér finnst fyndið eða sárgrætilegt að fjármálaráðherrann sem seldi útvöldum aðila ríkisbankana á tombóluprís skuli núna sem forsætisráðherra segja í viðtali við BBC að stjórnvöld þurfi að verja bankakerfið – og bæta svo við og íslensku þjóðina eins og eftirþanka til skrauts. MIÐVIKUDAGUR, 8. OKTÓBER. Skuggavaldur og lífverð- ir forsætisráðherra Það er furðulegt að sjá forsætis- ráðherra Íslands ganga um í fylgd tveggja lífvarða. Hann hefur aldrei virkað á mig sem sérstakur kjarkmaður, en að hann væri svona hræddur við Skuggavald gamla í Svörtu loftum vissi ég ekki fyrr en ég sá kjötfjöllin tvö sem eru í fasi eins og skopstæling á amerískum bíólöggum, „Men in Black“. Það væri nær að forsætis- ráðherrann fengi fleiri storm- sveitarmenn í lið með sér og legði til atlögu við brennuvargana í Seðlabankanum sem segjast vera slökkviliðsmenn. FIMMTUDAGUR, 9. OKTÓBER. Norsk fyndni Í morgun fékk ég eftirfarandi tölvuskeyti frá norskum vini mínum. Það er á auðveldri ensku og hljóðar svo með leyfi forseta: An American said: „We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope, and Johnny Cash.“* And an Icelander replied: „We have Geir Haarde, no Wond- er, no Hope, and no Cash.“ KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar Land hinna berrössuðu keisara Í dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um heilu hópana af berrössuð- um keisurum sem spóka sig á götunum hérna eins og ekkert sé, einnig er minnst á næmar konur, nautsterka karla, götuvígi, ábyrgð og nokkra gamla góða flatfætta lögregluþjóna. SA M SETT M YN D /K ID D I Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.