Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.10.2008, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. október 2008 3 Vont fyrir við- kvæma húð TILTEKNAR SPARPERUR ERU TALD- AR HAFA SLÆM ÁHRIF Á VIÐKÆMA HÚÐ. Sérfræðingar óttast að útfjólu- bláir geislar sem stafa frá sumum sparperum geti haft skaðvænleg áhrif á húðina, að því er fram kemur á fréttavef BBC, www. bbc.co.uk. Þeir benda á að standi menn of nálægt tilteknum sparperum í meira en klukkutíma á dag geti tímabundinn roði myndast á húð viðkomandi. Að þeirra sögn gildir þetta eingöngu um þá sem eru með viðkvæma húð frá náttúrunnar hendi, auk þess sem ekkert bendir til að geislarnir geti valdið húðkrabbameini. Harry Moseley, prófessor við Dundee-háskóla, segir besta ráðið við þessu sé að verða sér úti um perur sem varna því að frá þeim stafi útfjólubláir geislar. - rve Mikilvægt er að velja góðar perur. Þeir sem ætla að koma sér í gott form ættu að hug- leiða að útbúa eigin æfinga-tímatöflu og skrá hana í dagbókina rétt eins og önnur mikilvæg stefnumót eða fundi. Láta síðan æfingarnar ganga fyrir öðru. 500 hollráð Fátt er betra en að ganga með sínum nánustu þegar vandi steðjar að segir Ferðafélag Íslands sem efnir til göngu í Esjuhlíðum í dag. Fjölskyldu- og bjartsýnisganga er yfirskrift göngu Ferðafélagsins í dag sem farin verður upp í Esju- hlíðar. Þátttakan í göngunni er ókeypis og áhugasamir hvattir til að mæta fullir bjartsýni og bar- áttuanda, enda ekki annað í boði á þrengingartímum. Ferðafélagið bendir enda á að fátt sé betra þegar vandi steðjar að en að ganga úti í náttúrunni með fjölskyldu og vinum. Reyndir fararstjórar verða með í göng- unni, meðal annars Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags- ins, og er áhersla lögð á að enginn þurfi að fara lengra en hentar hverjum og einum og göngutím- inn því að vali hvers og eins. Göngugörpum er ráðlagt að klæða sig hlýlega og hafa góða skó á fótum. Lagt verður af stað frá bílaplan- inu við Mógilsá klukkan 14 og boðið upp á kakó og bakkelsi þegar komið er aftur niður. - sbt Bjartsýnin að vopni Góð heilsubót er að ganga í Esjuhlíðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Jólahlaðborðið á Hótel Stykkishólmi er í hæsta gæðaflokki í umhverfi sem er einstakt, hér er ekkert til sparað í hráefni, umgjörð eða þjónustu. Hótel Stykkishólmur er glæsilegt, nýuppgert hótel í hinu ægifagra umhverfi Snæfellsness. Öll herbergin eru vel búin með t.d. þráðlausu interneti og hótelið státar af einni glæsilegustu svítu landsins. Laugardaginn 22. nóvember Laugardaginn 29. nóvember Laugardaginn 6. desember Verð á Jólahlaðborði er aðeins 5.500 kr. á mann Gisting á föstudagskvöldið er 4000 kr. á mann með morgunmat Gisting laugardagskvöld er á 4.500 kr. á mann með morgunmat Föstudaginn 21. nóvember Föstudaginn 28. nóvember Föstudaginn 6. desember Úr sjó og vatni Fennel grafinn lax með sinnepssósu Skelfisksalat og paté með ferskum kryddjurtum Reyktur silungur með piparrótarkremi Jólasíld að skandinavískum hætti Ciabatta með kavíar og sýrðum rjóma Villibráð Grafin gæs með kastaníuhnetumauki Hreindýra paté með bláberja- og krækiberja compott Dádýrasteik með ristuðum villisveppum og spergil Kalkúnabringa með súrsuðum sveppum og sætum kartöflum Salöt og meðlæti Epla & sellerí-salat, rauðrófusalat, súrsað gúrkusalat, kartöflusalat, brauðbollur, laufabrauð, rúgbrauð, smjör Aðalréttir Gljáð ofnbökuð hunangsskinka Nautahryggvöðvi „léttreyktur“ með steiktum lauk Hangikjöt með uppstúfi og kartöflum Ofnbakaður saltfiskur með kremuðu bankabyggi Transerað af kokkunum Íslenskt lambalæri & Grísa-purusteik Meðlæti Gratineraðar kartöflur, sykurbrúnaðar kartöflur, ferskt markaðs grænmeti og rauðkál rauðvínssósa, villisveppasósa Eftirréttir Ris a la mande með sólberjasaft og kirsuberjum, Hindberjaberja- og Aprikósuband, Ávaxtasalat, Créme brûllée, Vanillusósa, Hindberjasósa MATSEÐILL Hotel Stykkishólmur hotelstykkisholmur@simnet.is Pantaðu í síma: 430 2100 www.hotelstykkisholmur.is WWW.VAXTARVORUR.COM er tilvalinn vefur fyrir þá sem eru áhugasamir um líkamsrækt. Þar er meðal annars að finna vefverslun og spjallsvæði þar sem notendur geta skipst á skoðunum og aflað sér alls kyns fróðleiks um líkamsrækt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.