Fréttablaðið - 13.10.2008, Page 10

Fréttablaðið - 13.10.2008, Page 10
10 13. október 2008 MÁNUDAGUR DANMÖRK Fjórða stærsta líkams- ræktarkeðja Danmerkur, Equinox sem er í eigu World Class, er talin brjóta danskar neytendareglur með því að gera 36 mánaða bindandi samninga við viðskipta- vini sína. Aðeins er hægt að segja samningunum upp með skrifleg- um hætti hálfu ári fyrirfram. Þetta er í trássi við dönsk lög, að sögn danska blaðsins Politiken, og er málið til skoðunar hjá umboðsmanni neytenda. Sam- kvæmt dönsku lögunum má líkamsræktarstöð aðeins gera bindandi samning í tólf mánuði og uppsagnarfresturinn verður að vera þrír mánuðir. - ghs Dönsk neytendalög: Íslensk keðja til skoðunar DÓMSMÁL Ákvörðun héraðsdóms, um að vísa máli landeiganda við Þjórsá frá, hefur verið kærð til Hæstaréttar. Landeigandinn, Daniela Schmitz, hafði farið fram á að vatnsréttindi ríkisins á jörð hennar, Skálmholtshrauni, féllu úr gildi. Samningarnir voru gerðir um miðja síðustu öld, þegar ríkið yfir- tók samninga Fossafélagsins Titan. Hið sama gildir um meirihluta jarða á svæðinu og með svipuðum hætti eignaðist ríkið yfir níu tíundu hluta vatnsréttinda í ánni. Daniela stefndi ríkinu og Landsvirkjun vegna vatnsréttindanna, en Lands- virkjun hyggst nýta þau fyrir virkj- anir í Þjórsá. Christiane L. Bahner, lögmaður Danielu, hefur fært rök fyrir því að réttur ríkisins til vatns- réttinda jarðarinnar ætti að teljast niður fallinn. Ekki hafi verið lýst kröfu í réttindin árið 1952, þegar þau voru tekin yfir, og eigandi jarð- arinnar fengið að nýta réttindin svo lengi að hefð hafi skapast. Christiane segir málið vera í flýtimeðferð og niðurstöðu því að vænta á næstunni. „Héraðsdómur tekur nú saman öll gögn og færir Hæstarétti. Þetta á ekki að taka of langan tíma.“ Verði krafa landeigandans sam- þykkt verða virkjanaáform í Þjórsá í uppnámi. Til þess þarf þó Hæsti- réttur að snúa frávísun héraðsdóms við svo málið fái efnislega meðferð. - kóp Frávísun í máli landeiganda við Þjórsá um vatnsréttindi kærð: Frávísun héraðsdóms kærð CHRISTIANE L. BAHNER Lögmaður landeiganda segist búast við niðurstöðu frá Hæstarétti á næstunni. Málið er í flýtimeðferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVEITASTJÓRNARMÁL „Við erum að lýsa því yfir að það er verið að treysta velferðarþjónustuna,“ segir Halldór Halldórsson for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið og sam- gönguráðherra sendu frá sér yfirlýsingu á föstudag um að tryggja verði að grunnþjónusta hins opinbera skerðist ekki þrátt fyrir tekjusamdrátt og kostnaðar- hækkanir. Halldór segir að sveitarfélög hafi gert ráð fyrir nokkuð miklum framkvæmdum á þessu ári, sem hafa af hluta verið fjármagnaðar með erlendum lánum. Staðan nú sé hins vegar sú að ekki sé hægt að fá erlend lán. Því sé litið til þess að efla Lánasjóð sveitarfé- laga til að tryggja að sveitarfélögin verði fjármögnuð og velferðarþjón- ustan skerðist ekki. Til að efla Lána- sjóðinn verða gefin út veðhæf skuldabréf, sam- þykki Seðlabank- inn aðgerðina. Vonir standa til að lífeyrissjóðir muni kaupa skuldabréfin og hefur það verið kynnt fyrir landssam- bandi lífeyrissjóða. Samband íslenskra sveitarfé- laga og samgönguráðherra hvetja sveitarfélög til að endurskoða fjárhagsáætlanir sínar, í ljósi efnahagsvandans og forgangsraði verkefni þannig að stoðir grunn- þjónustunnar verði styrktar. Einnig verður leitað til félags- málaráðuneytis, menntamálaráðu- neytis og heilbrigðisráðuneytis um aukið samsstarf. „Við erum ekki að tala um bein- harða peninga,“ segir Halldór. „Heldur að tryggja allt mögulegt samstarf, samhæfingu upplýs- ingagjafar og að tryggja almanna- heillaþjónustu.“ Tryggja á að sveitarfélög geti lokið umsömdum framkvæmdum, en síðar verði litið til nýrra fram- kvæmda. „Hlutverk hins opinbera er að geta knúið efnahagslífið þegar það er í lægð.“ segir Hall- dór. „En þessa dagana erum við að bíða af okkur storminn sem geisar og leggja áherslu á velferðarþjón- ustuna. Þegar storminn linnir getum við skoðað við hvað við ráðum til að örva efnahagslífið.“ Aðspurður segir Halldór að það kæmi sér ekki á óvart ef efnahags- ástandi nú myndi hafa áhrif á sam- einingu sveitarfélaga. „Þetta hefur þau áhrif að reksturinn er miklu dýrari. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að slíkar aðstæð- ur geta ýtt á sameiningu í stærri einingar.“ svanborg@frettabladid.is Sveitarfélög búa sig undir harðara árferði Samband íslenskra sveitarfélag leggur áherslu á að grunn- og velferðarþjónusta skerðist ekki. Auka á samráð við ríkisstjórn og ráðuneyti velferðarmála. Efla á Lánasjóð sveitarfélaga með útgáfu skuldabréfa fyrir innanlandsmarkað. NÝBYGGINGUM FÆKKAR Eitt af því sem hefur valdið sveitarfélögunum á höfuðborg- arsvæðinu vandræðum er fjöldi byggingarlóða sem hefur verið skilað. Bæjarstjóri Garðabæjar segir um 500 auðar íbúðir í sveitarfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HALLDÓR HALL- DÓRSSON LÖGREGLUMÁL Mikill erill var hjá lögreglunni í Borgarnesi aðfara- nótt sunnudagsins. Þrír ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og þrír til viðbótar voru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera með fíkniefni á sér og gerð var húsleit hjá öðrum þar sem fundust loftbyssur og lítið magn fíkni- efna. - þo Erill í Borgarnesi Fundu loftbyss- ur við húsleit TÉKKLAND Kreppan er áminning til okkar um að við eigum ekki að kasta frá okkur grunngildunum í lífsgæðakapp- hlaupinu, segir Vaclav Havel, fyrrum forseti Tékklands. Frelsi og lýðræði snýst ekki um óhefta efnishyggju, segir hann og hvetur fólk til að muna eftir þeim sem ekki fjárfesta; venju- lega fólkinu. Efnahagshrunið sé viðvörun til hagfræðinga, „sem halda að þeir skilji allt og að þeir hafi kortlagt heiminn á vísindalegan hátt,“ segir hann. Havel kennir græðgi og hagnaðarfíkn um hvernig ástatt er í fjármálaheiminum. - kóþ Fyrrum forseti Tékklands: Hugsum um venjulegt fólk Auglýsingasími – Mest lesið EFNAHAGSMÁL „Margt fólk á í vanda þessa dagana. Til dæmis er erfitt að vera óbreyttur banka- maður í dag og finna bylgju andúðar og ergelsis dynja á sér á hverjum degi. Hið sama gildir um verslunarmenn og fleiri,“ segir séra Hjálmar Jónsson Dóm- kirkjuprestur. Tugir fólks hafa komið á bænastundir í Dómkirkj- unni síðustu daga. Séra Hjálmar segir mikilvægt að þjóðin sem heild horfi fram úr erfiðleikunum. „Dómkirkjan hefur staðið í 212 ár og ekki hefur alltaf verið bjart yfir. Nú er verið að vinna í því að við getum haldið áfram. Þetta eru engin endalok,“ segir séra Hjálmar. - kg Séra Hjálmar Jónsson: Bylgja andúðar og ergelsis BÆNASTUND Margir leita hugarróar í kirkjum landsins þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK „Það verslar svo mikið af frægu fólki hérna að maður er hættur að kippa sér mikið upp við þetta, en okkur fannst sniðugt að skrá niður þekktustu nöfnin,“ segir Böðvar Schram, Kvennaskólanemi og starfsmaður hinnar fornfrægu verslunar Pétursbúð- ar við Ránargötu í gamla Vesturbænum. Böðvar og samstarfsmaður hans í búðinni, Hannes Þór Arason, hafa upp á síðkastið skráð niður á lista nöfn þekktra einstaklinga í þjóðfélaginu sem eiga erindi í Pétursbúð. Viðskiptavinir geta svo dundað sér við að skoða listann meðan beðið er eftir afgreiðslu. Spurður hver sé þekktasti einstaklingurinn á listanum góða stendur ekki á svari hjá Böðvari. „Það er án efa forsætisráðherrann okkar, Geir H. Haarde. En annars er nóg af nöfnum á listanum, eins og til dæmis Guðrún Helgadóttir, Gunnar Þórðarson, Megas, Ragnheiður Steinunn, Ragnhildur Gísladótt- ir, Benedikt Erlingsson og Dóri DNA. En Dóri DNA kemur nú samt ekki jafn oft hingað og hinir,“ segir Böðvar. Í Bandaríkjunum tíðkast víða að hengja upp myndir af frægum viðskiptavinum verslana. Böðvar segir þá hugmynd hafa komið upp, en horfið hafi verið frá henni snemma. „Það kemur mikið af fólki úr tónlistar-, sjónvarps- og kvikmyndabransanum hingað og þetta er allt mjög almennilegt fólk. Við erum ekkert „starstruck“ hér,“ segir Böðvar og hlær. - kg Starfsmenn Pétursbúðar á Ránargötu halda skrá yfir þekkta viðskiptavini: Geir Haarde sá frægasti FRÆGÐ OG FRAMI Hannes Þór Arason og Böðvar Schram bíða spenntir komu næsta fræga viðskiptavinar að búðarborðinu í Pétursbúð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKOTIÐ Á LOFT Rússneska geimskipinu Soyuz var skotið á loft í Kasakstan í gærdag. Um borð er meðal annarra auðjöfurinn Richard Garriott, sem er sjötti milljónamæringurinn sem ferð- ast út í geim frá árinu 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VERSLUN Flugfélagið Iceland Express hefur hafið markaðssetn- ingu á verslunarferðum til Íslands. Félagið segir í tilkynn- ingu að aldrei hafi verið mikil- vægara að fá ferðamenn með erlendan gjaldeyri til landins. Félagið auglýsir nú þriggja daga ferðir til Reykjavíkur frá Berlín, Kaupmannahöfn og London. Væntanlegum ferða- mönnum er bent á að vegna lágs gengis íslensku krónunnar sé nú mjög hagstætt að versla í Reykjavík. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bjóða upp á tískuráð- gjöf fyrir ferðamenn í samstarfi við fimm tískuráðgjafa. - þeb Iceland Express: Auglýsa Reykja- vík sem versl- unarborg VACLAV HAVEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.