Fréttablaðið - 13.10.2008, Side 31
MÁNUDAGUR 13. október 2008 19
Söngleikurinn Fólkið í
blokkinni var frumsýndur
í Borgarleikhúsinu á föstu-
dagskvöld. Gestir kunnu
vel að meta verkið og var
aðstandenum vel fagnað að
sýningu lokinni.
Fólkið í blokkinni er eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Meðal leikara
eru Guðjón Davíð Karlsson, Hall-
dór Gylfason, Halldóra Geirharðs-
dóttir, Hallgrímur Ólafsson,
Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir, Jóhannes Haukur
Jóhannesson og Magnús Guð-
mundsson. Unnur Ösp Stefáns-
dóttir er leikstjóri og Geirfugl-
arnir sjá um tónlistina í
sýningunni.
Ljósmyndari Fréttablaðsins
fékk að kíkja baksviðs skömmu
fyrir frumsýninguna á föstudags-
kvöld og var góð stemning meðal
leikaranna. Leikhúsgestir voru
sömuleiðis spenntir að sjá útkom-
una.
Fólkinu í blokkinni fagnað
folk@frettabladid.is
> Í NÝRRI GAMANMYND
Leikarinn Seth Rogen, úr 40 Year Old
Virgin og Knocked Up, hefur samþykkt
að framleiða og fara með aukahlutverk
í gamanmyndinni I´m With Canc-
er. Handritshöfundur myndar-
innar er sjónvarpsframleiðand-
inn Will Reiser sem greindist
með krabbamein á þrítugs-
aldri. Í myndinni verður reynt
að finna spaugilegar hliðar á
þessum alvarlega sjúkdómi.
„Já það kostar svo lítið á þetta að fólk
er á fullu að skrá sig,“ segir Friðrik
Rafnsson, forseti Alliance Francaise,
um súkkulaðismökkunarnámskeið sem
samtökin standa fyrir á morgun,
þriðjudag. Á námskeiðinu verður farið
yfir sögu súkkulaðis og þátttakendum
boðið að smakka átta tegundir af hinu
franska Valrhona-súkkulaði undir
leiðsögn Viggós Vigfússonar kokka-
landsliðsmanns og súkkulaðimeistara.
„Þetta er hluti af þessum lífsnautna-
námskeiðum sem við höfum verið með
og munu halda áfram, líkt og vínsmökk-
un og ilmvatnsnámskeið. Það er mikill
menningarheimur á bak við þetta sem
við þekkjum takmarkað. Þótt ýmislegt
gangi á í efnahagslífinu þarf fólk að
halda áfram að lifa og þarf einmitt núna
ástæðu til að njóta lífsins. Súkkulaði er
gleðigjafi, er sagt vinna á þunglyndi og
veita svipaða vellíðunartilfinningu og
þegar fólk er ástfangið,“ segir Friðrik
og Viggó tekur í sama streng.
„Ég held að þetta sé tilvalin leið til að
fá smá gott í kroppinn og vera jákvæð-
ur. Við munum sýna hvernig kakó er
búið til, frá akri til verksmiðju, og fara
yfir hvernig á að smakka súkkulaði. Það
eru mikil fræði á bak við súkkulaði og
gríðarlega mikill áhugi fyrir þessu.
Þurfa ekki allir á einhverju sætu að
halda núna?“. - ag
Súkkulaðismökkun á krepputíma
SÚKKULAÐI GEGN ÞUNGLYNDI Friðrik Rafnsson
segir súkkulaði vera mikinn gleðigjafa og fólk
þurfi að halda áfram að njóta lífsins þrátt fyrir
storminn sem geisar í efnahagslífinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BROSMILD Í BORGARLEIKHÚSI Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri ásamt leikkonunum Esther Talíu Casey og Maríönnu Clöru
Lúthersdóttur. Þær Esther og Maríanna eru skólasystur leikstjórans, Unnar Aspar, úr Leiklistarskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STOLT Þórunn Sigurðardóttir og Stefán
Baldursson, foreldrar leikstjórans Unnar
Aspar, sjást hér með Magnúsi Geir
leikhússtjóra.
SPENNA Leikararnir slógu á létta strengi
baksviðs skömmu fyrir frumsýningu.
Í STÓLNUM Freyr Eyjólfsson úr Geir-
fuglunum er hér gerður sviðshæfur í
förðunarstólnum.
Söngvarinn Bryan Ferry var brjál-
aður út í Paris Hilton fyrir að spila
harðkjarna techno tónlist á alltof
miklum styrk á Jalouse klúbbnum
í London á dögunum. Þar var gamli
Roxy Music söngvarinn staddur
ásamt sonum sínum, Tara og Merl-
in. Dj Paris var að leysa af fyrir-
sætuna Daisy Lowe sem hafði spil-
að tónlist að skapi Bryans. Þegar
gauragangurinn í Paris byrjaði
flúði Bryan með synina eins langt
og hann komst frá hátölurunum.
Viðstaddir voru sammála um að
viðbjóðurinn hefði ekki leynt sér í
svipbrigðum Bryans, enda er hann
annálaður fagurkeri.
Dj Paris Hilton
böggar Bryan Ferry
Tónlistarmaðurinn Jóhannes Birgir
Pálmason, sem kallar sig Rain, er
að gefa út sína fimmtu sólóplötu,
No Strings Attached. Rain gaf út
tvær plötur á síðasta ári sem voru
báðar á íslensku en sú nýja er aftur
á móti á ensku. „Þessi plata er líka
ólík hinum vegna þess að hún er
mjög mikið spiluð „live“. Hiphop er
yfirleitt samplað en ég held að þetta
sé fyrsta hiphop-platan á Íslandi
sem er spiluð „live“,“ segir hann.
Átta gítarleikarar koma við sögu
á plötunni og tveir bassaleikarar,
auk söngkonunnar Elínar Eyþórs-
dóttur og Braga úr hljómsveitinni
Johnny and the Rest. Lýsir Rain
plötunni sem blöndu af hiphoppi,
blús og kántrítónlist.
Útgáfutónleikar vegna plötunnar
eru fyrirhugaðir í nóvember. Fyrst
mun Rain þó spila á Iceland Airwa-
ves-tónlistarhátíðinni sem hefst í
næstu viku. - fb
Lifandi hiphop
Playboy-kóngurinn Hugh Hefner
er ekki af baki dottinn þrátt fyrir
að tvær úr kvennabúri hans; Holly
Madison og Kendra Wilkinson,
hafi nú yfirgefið hinn roskna
klámkóng.
Hefner virðist hafa úr nógu að
moða þegar kemur að kvenmönn-
um og nýjustu fréttir herma að
þær tvær sem verði við hliðina á
Hef næstu daga séu tvíburarnir
Kristina og Karissa Shannon. Þær
systur sátu nýverið fyrir fáklædd-
ar á síðum Playboy-tímaritsins og
heilluðu hinn aldna höfðingja upp
úr skónum. Þeim hefur víst verið
boðið að búa á Playboy-setrinu en
það er þó aðeins fyrsta inntöku-
skilyrðið fyrir sambúð með Hugh.
Hefner hefur um árabil búið
með þremur Playboy-kanínum á
heimili sínu en þær hafa síðustu
daga flúið í arma annarra og yngri
manna. Hefner ku víst vera niður-
brotinn eftir að Holly hvarf á
braut en er, eins og venjulega,
ekki lengi að ná sér á strik í ásta-
málum sínum.
Hugh Hefner ekki
af baki dottinn
FJÖRUGUR KARL Hefner er fjörugur karl
á níræðisaldri sem hefur bætt tvíbura-
systrum í safn sitt.
HÁVAÐASEGGUR
Paris Hilton
RAIN Tónlistarmaðurinn
Rain er að gefa út sína
fimmtu sólóplötu, No
Strings Attached.