Fréttablaðið - 14.10.2008, Page 4
4 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Vegna fréttar á blaðsíðu 34 á laugar-
dag um Kaupmannahafnarferð
starfsmanna Kaupþings vill Benedikt
Sigurðsson, upplýsingafulltrúi fyrirtæk-
isins, árétta að það voru starfsmenn
eins útibús sem ákváðu í vor að fara
til Kaupmannahafnar með haustinu.
Þeir greiddu sjálfir fyrir sína ferð.
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
London
París
Frankfurt
Friedrichshafen
Berlín
Alicante
Mallorca
Basel
Eindhoven
Las Palmas
New York
Orlando
San Francisco
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
14°
14°
13°
12°
14°
18°
19°
19°
19°
17°
24°
20°
21°
19°
26°
21°
30°
23°
4
Á MORGUN
8-13 m/s austast, annars
3-8 m/s.
FIMMTUDAGUR
8-13 m/s vestan til,
annars 3-8 m/s.
6
5
5
4
3
6
6
7
7
7
1
3
3
3
5
3
3
6
10
6
6
6
2
3
5
5
3
3
5
7
2
UMHLEYPINGAR
Nú rekur hver lægð-
in aðra. Ein í dag og
önnur á fi mmtudag.
Hann sveifl ast því
á milli suðlægra
og norðlægra átta.
Þetta þýðir að um
eða eftir hádegi í
dag og á fi mmtudag
verður væta sunnan
og vestan til og á
morgun norðan til. Á
föstudag verður víða
væta og síðan snjó-
eða slydduél nyrðra
á laugardag.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
ATVINNUMÁL „Það er samt ósköp
einfalt frá því að segja að margir
þeirra sem eru að missa vinnuna
hreinlega gráta sína stöðu,“ segir
Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármála-
fyrirtækja.
Atvinnulausum hefur fjölgað
um tæplega þúsund manns frá
því í síðasta mánuði. Þetta kom
fram á vef Vinnumálastofnunar í
gær.
Að meðaltali voru atvinnulaus-
ir 2.229 í síðasta mánuði en eru nú
3.143. Í fyrra voru atvinnulausir í
september 1.336 talsins.
Friðbert segir að talið sé að alls
eigi 300 starfsmenn Landsbank-
ans og um 100 starfsmenn Glitnis
eftir að missa vinnuna. Ekki sé
vitað um hvernig málum verði
háttað hjá Kaupþingi.
Friðbert segir fólk taka atvinnu-
missinn mjög nærri sér. Oft sé
um að ræða fólk með ung börn
með skuldir á bakinu vegna hús-
næðiskaupa og námslána. Staða
þess nú reyni mjög á og sárnar
mörgum að ráðamenn standi ekki
við orð sín, þá til dæmis Björgvin
G. Sigurðsson viðskiptaráðherra
sem hafi margoft gefið frá sér
misvísandi skilaboð. Í viðtali við
24 stundir hinn 10. október var til
dæmis haft eftir honum: „Ríkið
yfirtekur ekki starfsemina
erlendis og því miður er þar
hópur sem verður eftir. Okkur
þykir það gríðarlega leitt en eins
og við lýstum yfir þá halda allir
þeir starfsmenn sem vinna við
íslensku starfsemina, útibú og
netið vinnu sinni, sem betur fer.“
Þá segir Friðbert Björgvin hafa
í þrígang á
fundi lofað
starfsmönnum
Landsbankans
því að það
myndi halda
kjörum sínum
svo sem skil-
yrðum um upp-
sagnarfresti og
annað yrði því
sagt upp. Síðar
hafi komið í ljós að það var ekki
víst þar sem ákvæði um réttar-
stöðu starfsmanna við aðilaskipti
að fyrirtækjum voru numin úr
gildi þegar ríkisstjórnin setti
neyðarlögin. „Nú hafa nýir stjórn-
endur innan bankanna þó sagt að
þeir sem missi starfið muni halda
kjörum samkvæmt kjarasamn-
ingum. Við trúum því,“ segir
hann.
Karl Sigurðsson, starfsmaður
Vinnumálastofnunar, segir að
ráðningum sé að fækka og
nýskráningum atvinnulausra
fjölgi mjög.
Uppsagnir hafa hingað til fyrst
og fremst verið á höfuðborgar-
svæðinu og á Suðurnesjum en
Karl segir viðbúið að atvinnuleys-
ið fari að aukast annars staðar, til
dæmis á Norðurlandi eystra og
Suðurlandi. karen@frettabladid.is
ghs@frettabladid.is
Gráta uppsagnir og
innhaldslaus loforð
Tæplega þúsund fleiri eru atvinnulausir nú en í síðasta mánuði. Fólk grætur
sína stöðu, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrir-
tækja. Misvísandi skilaboð og innistæðulaus loforð ráðamanna ekki til bóta.
FRIÐBERT
TRAUSTASON
Í LANDSBANKANUM Uppsagnir hafa fyrst og fremst verið á höfuðborgarsvæðinu og
á Suðurnesjum. Hjá Vinnumálastofnun er talið að atvinnuleysið fari að aukast annars
staðar, til dæmis á Norðurlandi eystra og Suðurlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
UMHVERFISMÁL Ekki kemur til
greina að draga til baka ákvörðun
um heildstætt umhverfismat
vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka,
segir Þórunn
Sveinbjarnar-
dóttir umhverf-
isráðherra. Jón
Gunnarsson,
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokks, spurði
hana hvort það
kæmi til greina
að endurskoða
þessa ákvörðun í ljósi þeirra
þrenginga sem nú er við að etja í
íslensku efnahagslífi. Sagði hann
ekki stætt á því að þingið væri að
flækjast fyrir með reglum sem
væru til þess fallnar að tefja fyrir.
Þórunn undraðist orð þingmanns-
ins og spurði hvort hann væri að
mælast til þess að Íslendingar
hundsuðu EES-samninginn og
skuldbindingar sem Íslendingar
hafa tekið á sig. - jse
Álver á Bakka:
Þing á ekki að
flækjast fyrir
JÓN GUNNARSSON
EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherra
Bretlands skýrði frá því í gær að
ríkissjóður landsins hefði lánað
Landsbankanum 100 milljónir
punda, jafnvirði um 20 milljarða
króna, til að standa straum af
greiðslum til innistæðueigenda í
Icesave.
Lánið sem kynnt var í gær er ekki
hluti af samningum um ábyrgðar-
greiðslur Íslendinga vegna Icesave
í Bretlandi. Það mál er enn ófrá-
gengið. Sagt er að ábyrgð Íslend-
inga nemi um 400 milljörðum króna
en að eignir séu fyrir því að mestu.
„Það stendur að okkur brugðið
sverð á annað borðið og fallbyssu-
kjaftur á hitt. Það tekur tíma að
semja við þær aðstæður en það er
búið að taka bráðaspennu úr mál-
inu með viðræðum um helgina,“
segir Össur Skarphéðinsson iðnað-
arráðherra og starfandi utanríkis-
ráðherra, sem kveðst ekki viss um
að samningarnir við Breta verði
leiddir til lykta á allra næstu
dögum.
Össur segir mikilvægt að búið sé
„að leiða málið í jörð“ í ýmsum
öðrum löndum þar sem íslenskætt-
uð fyrirtæki hafi stundað fjármála-
viðskipti af þessum toga. Það eigi til
dæmis við um Noreg, Finnland og
Svíþjóð.
„Það er ýmist verið að ganga frá
málum með praktískum hætti, eða
íslensk stjónvöld hafa haft frum-
kvæði að því að hafa samband við
stjórnvöld í viðkomandi löndum.
Viðskiptaráðherra hefur verið að
þessu síðustu daga.“ - kóp, gar
Samið um Icesave undir brugðnu sverði Breta, segir starfandi utanríkisráðherra:
Bretar lána 100 milljónir punda
LANDSBANKINN Starfandi utanríkisráð-
herra er ekki viss um að samningar náist
á næstu dögum við Breta um Icesave-
reikninga Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í
Norður-Kóreu hafa á ný leyft
erlendum kjarnorkueftirlits-
mönnum að skoða aðalkjarnorku-
ver landsins.
Um miðjan ágúst lokuðu
stjórnvöld á allt kjarnorkueftirlit
og sögðust ætla að gangsetja
kjarnorkubúnað sinn á ný, vegna
þess að Bandaríkin höfðu ekki
staðið við sinn hluta samkomu-
lags, sem fólst meðal annars í því
að Bandaríkin tækju Norður-
Kóreu af lista yfir ríki, sem
styðja hryðjuverkastarfsemi,
gegn því að Norður-Kórea hætti
við kjarnorkuáætlun sína og leyfi
kjarnorkueftirlit.
Bandaríkin tóku Norður-Kóreu
af listanum nú í byrjun vikunnar
og í beinu framhaldi af því tóku
Norður-Kóreumenn til við að efna
sinn hluta samningsins. - gb
Bandaríkin gefa eftir:
Norður-Kórea
leyfir eftirlit
KIM JONG-IL Leiðtogi N-Kóreu sást í
sjónvarpi um helgina í fyrsta sinn eftir
alvarleg veikindi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bretar leita til Gests
Bresk yfirvöld hafa leitað til Gests
Jónssonar hæstaréttarlögmanns um
lögfræðiþjónustu vegna deilunnar við
íslensk stjórnvöld. Vísir.is greindi frá
þessu í gær.
EFNAHAGSMÁL
Sérstakar efnahagsumræður
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis,
greindi frá því í gær að sérstakar
umræður yrðu á Alþingi um stöðuna
í efnahags- og bankamálum í vikunni,
líklega á morgun.
Ný á þingi
Sigríður Andersen, fyrsti varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur-
kjördæmi norður, tók sæti á þingi í
fyrsta sinn í gær.
ALÞINGI
ÁRÉTTING
VINNUMARKAÐUR Friðbert Trausta-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja,
SSF, telur að margir af þeim
bankamönnum sem hafa verið að
fá uppsagnarbréf síðustu daga og
mánuði flýi land og útvegi sér
vinnu í útlöndum ef ekki rætist
hratt úr atvinnuástandinu.
Friðbert bendir á að margt af
þessu fólki tali tungumál
nágrannaþjóðanna, hafi „miklar
og góðar háskólagráður.“
„Ég er sannfærður um að
eitthvað af þessu fólki á heiman-
gengt og hluti af því mun skoða
það að flytja utan ef ekki rætist
úr hér heima,“ segir hann. - ghs
Uppsagnir í bönkum:
Bankamenn
flýja land
GENGIÐ 13.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
199,9911
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
110,36 110,88
190,2 191,12
149,79 150,63
20,095 20,213
17,776 17,88
15,549 15,641
1,0969 1,1033
168,46 169,46
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR