Fréttablaðið - 14.10.2008, Page 10

Fréttablaðið - 14.10.2008, Page 10
10 14. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Enn er verslunarfólk sofandi fyrir þeirri skyldu að verðmerkja hlutina rétt. Það mottó að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér er heldur ekki mikils metið hjá starfs- fólki. Kaupandi sem vildi ekki láta nafns síns getið skrifar: „Ég fór í Debenhams og keypti eina vöru í húsgagnadeildinni. Sá á miðanum að hún kostaði 3.990 kr. Fór á kassa að borga og þegar ég kíki á miðann sá ég að ég hef verið rukkuð um 4.990 kr. Ég aftur inn í búð til að athuga hvort ég hafi ekki örugglega séð 3.990 kr. á vörunni. Þá sá ég að sumar eru verð- merktar 4.990 en aðrar á 3.990 – sama varan. Ég spurði afgreiðslukonuna hvort sé eiginlega rétt. Hún segir að kúnnar stundi að skipta um verðmerkingarnar. Í stað þess að viðurkenna mistök sín þá kennir hún kúnnanum sum sé um. Mér fannst varan alveg nógu dýr áður en ég keypti hana á 3.990, svo ég ákvað bara að skila henni, langaði ekkert í þetta lengur. Við kassann tók það þónokkra stund að koma því inn í hausinn á kassakonunni um hvað málið snerist, en loksins borgaði hún mér til baka. Hún sagði: „Vanalega borgum við ekki til baka nema fólk greiði með kreditkorti.“ Ég svaraði henni að það væri þá lágmark af starfsfólkinu að verðmerkja vörurnar rétt og labbaði út. Fer ekki inn í þessa okurbúllu aftur í bráð. Á meðan ég var á kassanum að fá vöruna endurgreidda var mamma mín enn inni í búðinni. Hún heyrði tvær afgreiðslukonur baktala mig fyrir að vera að spá í svona smáaura.“ Ætli verslanir að lifa kreppuna af, er þá ekki lágmarkskrafa að þær fari eftir lögum og beri virðingu fyrir viðskiptavin- unum? Hinir auðmýkstu og sann- gjörnustu munu lifa af. --- Leiðrétting: Vitlaust verð birtist í gær á slátri hjá Sláturmarkaði Hagkaupa í Skeifunni. Rétt verð er: Þrjú slátur: 2.897 kr., fimm slátur: 4.397 kr. og þrjú lúxus- slátur (brytjað mör, saumaðar vambir): 4.797 kr. Þá var kílóverð á fiskfarsi hjá Fiskisögu (125 krónur) bara tilboð sem stóð í tvo daga í síðustu viku. Það kostar núna 830 kr. kílóið. Neytendur: Hefur kúnninn ekki alltaf rétt fyrir sér? Dónaskapur í verslun Debenhams í Smáralind DÓNASKAPUR OG LÉLEGAR VERÐMERKINGAR Frá Debenhams. STJÓRNSÝSLA „Ríkisstjórnin hefur myndað samstarfshóp ýmissa fjölmiðlafulltrúa ráðherra og fleiri góðra manna. Við fylgj- umst með því hvernig fjallað er um Ísland í erlendum fjölmiðlum og hvernig rétt sé að bregðast við því,“ segir Þorfinnur Ómarsson. Þorfinnur var nýverið ráðinn upplýsingafulltrúi viðskiptaráðu- neytisins, en hefur lengi starfað í fjölmiðlum. Hann segir mikið álag á starfsmönnum ráðuneyta þessa dagana, bæði frá innlendum sem og erlendum blaðamönnum. Almenningur hringi einnig mikið til að leita sér upplýsinga vegna efnahagsástandsins. - kóp Stjórnvöld í ímyndarvinnu: Reynt að bæta ímynd Íslands út á við DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í 83 þúsunda króna sekt fyrir að hafa í tvígang verið með hass þegar lögregla leitaði á honum. Í fyrra skiptið var maðurinn staddur á Laugavegi þegar á honum fundust tæp tíu grömm af hassi. Í síðara skiptið var hann á skemmtistaðnum Mónakó, þegar lögreglan tók hann með lítilræði af hassi. Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Síðast hlaut hann dóm á árinu 2005 fyrir þjófnað og tilraun til fjársvika. Var honum þá gert að sæta fangelsi í átján mánuði, dómurinn var skilorðs- bundinn í fimm ár. - jss Þrítugur karlmaður dæmdur: Sekt fyrir hass KANADA Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, gerði sér góðar vonir um að styrkja stöðu flokksins á þingi þegar hann snemma í september boðaði óvænt til kosninga, löngu áður en kjör- tímabilið átti að renna út. Í dag, rúmum fjórum vikum síðar, verður svo gengið til kosn- inga, en litlar líkur virðast á að Harper verði að ósk sinni um að kjósendur muni fylkja sér um íhaldsmenn. Harper hefur verið í forystu minnihlutastjórnar íhaldsmanna á þingi síðan árið 2006, og naut til þess stuðnings frá Frjálslynda flokknum, sem er miðjuflokkur sem virðist heldur ekki ætla að ná sér mikið á strik í þessum kosningum. Sósíaldemókratar í NDP-flokkn- um virðast ekki heldur ætla að vinna mikla sigra í þessum kosningum, þannig að flest bendir til að Harper muni áfram stjórna minnihlutastjórn með stuðningi frjálslyndra næsta kjörtímabil. Efnahagsvandræðin í heiminum hafa fælt einhverja kjósendur frá stjórnarflokki Harpers, sem hefur fylgt stefnu harðrar frjálshyggju á stjórnartíð sinni. Harper eyðilagði einnig mögu- leika sína á að auka fylgi íhalds- manna í hinu frönskumælandi Que- bec-fylki með yfirlýsingum sínum um að draga eigi úr styrkjum til lista og refsa eigi afbrotamönnum á aldrinum 14-16 ára með sama hætti og fullorðnum brotamönnum. - gb Þingkosningar í Kanada í dag virðast ekki ætla að breyta miklu: Vonir Harpers hafa dvínað STEPHEN HARPER Forsætisráðherra Kan- ada hefur fylgt harðri stefnu frjálshyggju á stjórnartíð sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 39 51 1 0. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Yaris Sol 1300 Bensín 5 gíra Á götuna: 06.07 Ekinn: 37.000 km Verð: 1.760.000 kr. Skr.nr. UO-425 Toyota Avensis 1800 Bensín sjálfsk. Á götuna: 05.07 Ekinn: 43.000 km Verð: 2.920.000 kr. Skr.nr. OI-904 Toyota Corolla S/D Terra Diesel 18" felgur, samlit vindskeið, filmur og Xenon-ljós í stuðara 1400 Dísel 5 gíra Á götuna: 02.08 Ekinn: 4.000 km Verð: 2.990.000 kr. Skr.nr. HZK74 Tilboð: 2.690.000 kr. BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Toyota Yaris 1000 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.07 Ekinn: 19.000 km Verð: 1.550.000 kr. Skr.nr. MU-743 Toyota Auris Luxury MM 1600 Bensín 5 gíra MM Á götuna: 10.08 Ekinn: 0 km Verð: 2.990.000 kr. Skr.nr. SXS97 ÞÚ FÆRÐ MEIRA FYRIR KRÓNUNA Í SUMUM BÍLUM Toyota Land Cruiser 120 VX Dráttarbeisli, filmur, motta í skotti 4000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.07 Ekinn: 18.000 km Verð: 6.350.000 kr. Skr.nr. AL-848 Tilboð: 5.790.000 kr. HLÚÐ AÐ ERNI Þessi örn, sem kúrir undir handklæði, varð fyrir skoti frá veiðiþjófum í Búlgaríu. Honum var þó komið til bjargar af samtökum sem hjálpa villtum dýrum að komast aftur út í náttúruna eftir ýmiss konar áföll. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.