Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 4
6 18. október 2008 LAUGARDAGUR BORGARMÁL Rekstrarniðurstaða framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar við sex mán- aða uppgjör er neikvæð um níu milljarða króna miðað við áætlan- ir fyrir árið 2008. Skýringin ligg- ur aðallega í því að tekjur vegna sölu byggingarréttar og gatna- gerðargjalda eru brotabrot af því sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Halli sjóðsins er áætlaður 6,2 milljarðar á árinu og viðsnúning- urinn því á ellefta milljarð frá áætlunum. Rekstrarniðurstaða sviðsins er neikvæð um 4,6 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 4,3 milljarða. Þessi neikvæði viðsnúningur skýrist af því að sala byggingarréttar er aðeins sjö prósent af áætlun eða 300 milljónir króna í stað 4.524 samkvæmt áætlun. Óskar Bergsson, formaður borgar ráðs og framkvæmda- og eignaráðs, segir árshlutareikning borgarinnar sýna jákvæðar og nei- kvæðar tölur. Aðalsjóður standi vel en viðsnúningurinn komi allur fram í eignasjóðnum. „Eignirnar eru þó áfram til staðar og það sem við ætluðum að úthluta á einu ári mun ganga út á töluvert lengri tíma; þremur til fimm árum. Þetta er ekki tapað fé, þetta er ekki sam- dráttur í skatttekjum heldur tekju- áætlun sem gengur ekki eftir.“ Óskar segir það ekki flókið hvað neikvæður viðsnúningur eigna- sjóðs þýði. „Við bregðumst við með því að draga úr framkvæmd- um.“ Í skýrslu fjármálaskrifstofu varðandi árshlutauppgjörið er bent á að brýnt sé að hraða ákvarð- anatöku um endurskoðun fjárfest- inga og fjármögnun þeirra í ljósi breyttra tekna og aðgengis að láns- fé. Nýlega samþykkti borgarstjórn sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við efnahagsástandinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri kynnti áætlunina og kom fram í máli hennar að í 6,2 millj- arða króna halla á eignasjóði á þessu ári stefni vegna aukins fjár- magnskostnaðar, gengisáhrifa og vegna þess að forsendur eru brostnar í sölu á byggingarrétti. Borgarráð fól framkvæmda- og eignasjóði að endurskoða reglur um lóðaúthlutanir á vegum borg- arinnar í september í því skyni að auðvelda almenningi að eignast lóðir í Reykjavík. Nú liggur fyrir að kaupendum lóða verða boðin hagkvæmari greiðslukjör og minni áhersla verður á að byggja upp ný svæði. svavar@frettabladid.is Lóðasala borgarinnar 93 prósent frá áætlun Neikvæður viðsnúningur framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar er níu milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er áætlaður ellefu milljarðar í árslok. Sala byggingarréttar er sjö prósent af áætlun fyrir árið 2008. NÝ HVERFI Eftir að viðskiptabankarnir hættu að lána fyrir lóðakaupum hefur fjölda lóða verið skilað til sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. MYND/RVK Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Allt hreint með Miele „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is VIÐSKIPTI Breska fjármálaráðuneyt- ið sendi öllum bönkum þarlendis yfirlýsingu um að opnað hafi verið fyrir fjármagnsflutning til Íslands. Þó eru enn hömlur á viðskiptum Landsbankans þar sem bresk yfir- völd vilja koma í veg fyrir að eignir bankans séu fluttar úr landi. „Það er þó of snemmt að fagna því enn geta verið mörg ljón í veg- inum svo viðskiptin verði með eðli- legum hætti á nýjan leik,“ segir Friðrik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Vandinn felst meðal annars í því að breskir lögfræðingar hafa lagt fram þau tilmæli til bankanna að ef þeir sendu pen- inga til Íslands væru þeir að leggja blessun sína yfir fram- göngu íslenskra stjórnvalda en bresk yfirvöld eru enn óörugg um að þau íslensku muni standa við skuld- bindingar sínar gagnvart skuldum Landsbankans. Einnig hafa fjölmörg trygginga- greiðslufyrirtæki fellt niður greiðslutryggingar íslenskra fyrir- tækja. Það þýðir að fyrirtækin njóta ekki lengur lánstrausts hjá viðskiptavinum sínum. Þá verða þau að staðgreiða vörurnar en það er ekki heiglum hent eins og gjald- eyrisviðskiptin hafa gengið fyrir sig frá yfirtöku á Landsbankanum og Kaupþingi. Eitt þeirra fyrir- tækja sem þurft hafa að þola slíka meðferð vegna þessa ástands er röraverksmiðjan Set á Selfossi. „Við höfum enn hráefni til að vinna úr en það gengur á þau,“ segir Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sets. „En á sama tíma er líka minnkandi spurn eftir vörum vegna samdráttar í bygg- ingageiranum.“ - jse Yfirlýsing til bresku bankanna um að opna fyrir fjármagnsstreymið til Íslands: Bresk yfirvöld gefa grænt ljós á Ísland FJÁRMÁLARÁÐHERRA Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Ætlar þú til útlanda á næst- unni? Já 21,4% Nei 78,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt[ur] við að Ísland náði ekki kjöri til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna? Segðu þína skoðun á vísir.is HEILBRIGÐISMÁL „Ef björtustu vonir ganga eftir mun þetta lyf gjör- breyta lífi okkar allra,“ segir Kristinn Guðmundsson, einn fjög- urra íslenskra MND-sjúklinga sem taka þátt í lyfjatilraun á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York. Greitt er fyrir þátttöku þeirra úr „Dollar á mann“-rann- sóknasjóðnum. Í hann safnaðist í fyrra jafnvirði eins dollara á hvern Íslending með hjálp íslenskra fyrirtækja. Lyfið heitir Pyrimethamine og er gamalt malaríulyf. Prófa á hvort notkun þess í stigvaxandi skömmtum geti haft jákvæð áhrif á ákveðið eggjahvítuefni í frum- um sjúklinganna. Efnið er í líkama allra en MND-sjúklingar fram- leiða það í of miklu magni, sem truflar skilaboðin milli tauga og vöðva. Nokkuð misjafnt er hvernig MND-sjúkdómurinn leggst á fólk en í öllum tilfellum veldur hann hægfara lömun. Vonast er til að lyfið ýmist dragi úr því ferli, stöðvi það eða jafnvel snúi því við. Mikil þörf er á lyfjalausnum fyrir fólk haldið sjúkdómnum, eða eins og Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, orðaði það á blaða- mannafundi: „Bankakreppan er engin kreppa miðað við þá lyfja- kreppu sem við MND-sjúklingar búum við.“ Á Íslandi greinast þrír til fimm með MND-sjúkdóminn á ári hverju. - hhs LÆKNIRINN OG FJÓRMENNINGARNIR Grétar Guðmundsson taugalæknir, Arn- mundur Jónasson, Kristinn Guðmunds- son, Edda Heiðrún Backman og Guðjón Sigurðsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjórir MND-sjúklingar taka þátt í lyfjatilraun í Bandaríkjunum: Vonast eftir gjörbreyttu lífi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.