Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 5
8 18. október 2008 LAUGARDAGUR 1. Hvaða líkfundarmaður var handtekinn vegna amfetamín- verksmiðju í Hafnarfirði? 2. Hvaða íslenski söngvari hyggst gefa út plötu sína Meira í Moskvu? 1. Hvað fræga poppsöngkona gekk í hjónaband í Dómkirkj- unni um síðustu helgi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 STJÓRNMÁL Óvíst er hvenær frum- varp um breytingar á eftirlaun- um þingmanna og ráðherra verð- ur lagt fram. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, frá síðasta þingi átti að vinna frekar í sumar og er það komið á forræði forsæt- isráðherra. Í ljósi umræðu um að mögulega þurfi að skerða lífeyrisgreiðslur almennings vegna taps lífeyris- sjóðanna, hefur umræðan um breytingar á eftirlaunafrumvarp- inu orðið æ háværari. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, segir ríkt tilefni til að endurskoða lögin. „Það hefur alltaf staðið til, enda er kveðið á um það í stjórn- arsáttmála. Nú er ríkara tilefni en ella að formenn flokkanna komi sér saman um sameiginleg- ar breytingar á lögunum. Það gengur ekki að þingmenn og ráð- herrar búi við sérkjör í lífeyris- málum. Ég segi bara burt með lögin.“ „Það væri manndómsbragur af því að hreinsa þau ósköp af okkur,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. Hann segir það vera á forræði ríkisstjórnarinnar. „Við höfum lýst því yfir að við værum til í uppstokkun á því kerfi. Ef raun- verulegur vilji er til þess stendur ekki á okkur. Það kemur ekki annað til greina en að æðstu emb- ættismenn deili kjörum með þjóð- inni.“ „Þetta hefur nú ekki komið til tals akkúrat núna, það er nóg af öðru ati í augnablikinu,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Hún segist reikna með því að fljótlega komi tillögur í málinu, enda sé kveðið á um það í stjórnarsáttmálanum. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vísar í umræður formanna flokkanna um málið. „Eftirlaunamálið hefur verið í ákveðnum farvegi en ekki er komin nein lausn á því. Menn hafa haft um annað að funda und- anfarna daga. Forsætisráðherra hefur fundað tvívegis með okkur formönnunum síðsumars, en engin samstaða var komin um málið þá. Til þess getur auðvitað komið, við þessar hamfarir allar, að við þurfum að stilla allt samfé- lagið upp á nýtt og þetta þar með,“ segir Guðni. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokkinn tilbúinn til að afgreiða frumvarpið um leið og það er til. „Ég hef alltaf sagst vera reiðubúinn til þess að endur- skoða þetta. Það er samt hálfaumt þegar 43 manna ríkisstjórn kemur máli ekki í gegn og þarf að koma því á stjórnarandstöðuna.“ kolbeinn@frettabladid.is Eftirlaunafrumvarp er enn þá óútkljáð Óvíst er hvenær eftirlaunafrumvarpið verður tekið aftur fyrir á Alþingi. Tals- menn allra flokka lýsa sig reiðubúna til að útkljá málið og varaformaður Sam- fylkingar vill lögin burt. Unnið hefur verið að málinu í sumar. VIÐ ÞINGSETNINGU Töluverðar líkur eru á því að lífeyrisgreiðslur almennings skerðist vegna efnahagskreppunnar. Háværar raddir hafa verið uppi um að breytingar verði gerðar á eftirlaunafrumvarpi þingmanna og ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is LÖGGÆSLA Um þriðjungur fólks telur sig vera öruggan í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar. Þetta er lægra hlutfall heldur en í könnun sem gerð var árið 2004. Þá töldu 36 prósent svarenda sig örugga í miðborg- inni, en rétt rúm 32 prósent nú. Þetta kemur fram í árlegri könn- un Ríkislögreglustjóra á reynslu landsmanna af afbrotum og við- horfi til lögreglunnar. Í könnun- inni sem framkvæmd var í sumar var meðal annars spurt um örygg- istilfinningu almennings í heima- byggð og í miðborg Reykjavíkur, um þjónustu lögreglunnar og sýni- leika hennar. Um 32 prósent svarenda sáu lögreglubíl í sínu hverfi eða byggðalagi oft eða nær daglega. Tæp níu prósent sögðust aldrei sjá lögreglumann eða lögreglu. Á höf- uðborgarsvæðinu voru svör þrett- án prósent svarenda á þann veg. Þegar spurt var um hvaða afbroti fólk óttast mest að verða fyrir svöruðu ríflega 40 prósent innbrot. Næstflestir eða 36 prósent óttast ofbeldi og líkamsárásir. Um 88 prósent svarenda í könn- unni telja að lögreglan vinni nokk- uð eða mjög gott starf. - jss Þolendakönnun á viðhorfum til lögreglu og reynslu almennings af afbrotum: Færri öruggir í miðborginni LÖGREGLAN Í MIÐBORGINNI Um 88 prósent telja lögreglu vinna gott starf. Heldur færri eru þó öruggir í miðborginni. EFNAHAGSMÁL „Ný sjálfstæðisbar- átta [er] óhjákvæmileg til að end- urheimta og treysta fjárhagslegan styrk þjóðarinnar,“ sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra í ræðu sinni á Hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í gær. Þingið var haldið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því lagakennsla hófst á Íslandi. „Bresk stjórnvöld beita hrammi hryðjuverkalaga gegn íslenskum fyrirtækjum. Hollendingar hóta með aðgerðum á vettvangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fallist Íslendingar ekki á kröfur þeirra,“ sagði Björn. Hann sagði ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að beita hryðjuverkalögum til að sölsa undir sig eignir íslenskra banka og starfsemi í Bretlandi hafa hugs- anlega dramatíkst, táknrænt gildi og vitnaði þar til greinar í The Washington Post, undir fyrirsögn- inni Næsta heimstyrjöldin, frá síð- astliðnum sunnudegi. Sagði hann greinarhöfunda segja að sú styrj- öld gæti orðið fjármálaleg. „Greinarhöfundar líkja ástand- inu í banka- og fjármálaheiminum við heimsstríð og Ísland hefur að margra áliti orðið fyrst ríkja til að lúta í lægra haldi í þeim átökum.“ Þá hafi umræður á innlendum stjórnmálavettvangi réttilega snú- ist um það undanfarið, hvar Íslend- ingar geti leitað stuðnings og skjóls, þegar hvarvetna ríkir upp- nám. - ovd Björn Bjarnason segir Ísland fyrsta ríkið til að lúta í lægra haldi í heimsátökum: Ný sjálfstæðisbarátta óhjákvæmileg DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarna- son segir bresk stjórnvöld hafa beitt hrammi hryðjuverkalaga gegn íslenskum fyrirtækjum. UMHVERFISMÁL Frekari efnistaka Björgunar ehf. í Hvalfirði kemur til með að hafa óveruleg umhverf- isáhrif samkvæmt frummats- skýrslu fyrirtækisins vegna mats á umhverfisáhrifum efnistöku af hafsbotni í Hvalfirði. Skýrslan barst Skipulagsstofnun í síðustu viku og þar segir meðal annars að á umræddu svæði í Hvalfirði séu 6 námur. Áætlað er að efnistaka á svæðinu á næsta leyfistímabili, 2008-2018 verði um 10 milljón rúmmetrar af þeim 27 milljón rúmmetrum efnis sem áætlað er að sé að finna í námum í Hvalfirði. Frestur til athugasemda er til 28. nóvember. - ovd Efnistaka á botni Hvalfjarðar: Umhverfisáhrif sögð óveruleg MÓTMÆLI „Við teljum bankamenn bera mikla ábyrgð, ríkisstjórnina bera meiri ábyrgð og Davíð Oddson bera mesta ábyrgð á núverandi efnahagsástandi, og viljum losna við hann,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir, sem stendur fyrir mótmælum á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Aðrir aðstandenur mótmæl- anna eru Hörður Torfason, Birgir Þórarinsson, Dr. Gunni og Andri Sigurðsson. Kolfinna segir að ef dæma eigi af undirskriftalistum á netinu megi búast við þúsundum manna á Austurvöll í dag. - kg Mótmæli á Austurvelli í dag: Davíð verði vikið úr starfi KOLFINNA BALDVINSDÓTTIR Tapa ekki miklu Finnska fjármálaeftirlitið áætlar að finnsku bankarnir geti tapað 20 milljónum evra í mesta lagi, eða um þremur milljörðum króna, á íslensku bönkunum Fyrri áætlanir höfðu sýnt mögulegt tap upp á 210 milljónir. FINNLAND Fann kind á hafsbotni Norski kafarinn Hans Harald Ylvisåker fann nýlega kind á sextán metra dýpi við Noreg. Steinn hafði verið bundinn við þrjár af löppum dýrsins og því kastað út í sjóinn. NOREGUR Endurvekja árshátíð Bæjarráð Akraness hefur tekið undir áskorun leikskólastjóra í bænum um að Akraneskaupstaður endurveki árshátíð bæjarstarfsmanna og sýni þannig að störf þeirra allra séu metin að verðleikum. AKRANES VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.