Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 31
heimili&hönnun ● Þ essi bekkur gengur undir heitinu 334 og er hluti af svokölluðu X days verkefni, þar sem endurvinnsla leikur stórt hlutverk í vöruframleiðslu. Bekkurinn, sem er eftir hönnuðinn Oscar Lhermitte, samanstendur af þremur járnstöng- um sem hvorki meira né minna en 334 dagblöðum hefur verið raðað þétt ofan á. Allt að fimm manns geta setið á honum í einu og það án þess að dagblöðin séu límd saman, þótt ótrúlegt megi virðast. En í verkefn- inu er eftir fremsta magni reynt að forðast notkun á lími, skrúfum eða lóðmálmum. Ekki stendur til að selja 334 bekkinn heldur er honum ætlað að vera almenningi til umhugsunar um umhverfisvernd og veita honum innblástur í hvernig megi endur- vinna hluti. Sjá oscarlhermitte.com. Endurvinnsla höfð í öndvegi Bekkurinn 334 er samansettur af 334 dagblöðum. S koski listamaðurinn Jim Lambie hefur frá árinu 1999 notað glansandi borða í öllum regnbogans litum til að þekja gólffleti og stiga. Úr límbandinu býr hann til regluleg en litskrúðug munstur sem breyta látlausum herbergjum í kraftmikið rými sem örvar skynfærin. „Borðarnir skapa svo margar brún- ir að þær leysast í rauninni upp og sá sem í rýminu stendur veit ekki hvort það sé að stækka eða minnka,“ segir Lambie, sem er tónlistarmenntað- ur en líkt og tónlistarbylgjur fylla inn- setningar hans út í umhverfið. Sjá nánar á www.webexhibits.org/ colorart/lambie.html. Örvar skynfærin Listamaðurinn Jim Lambie notar glans- andi borða til að þekja gólffleti og stiga. SNÚIÐ Á KULDABOLA Nú er kalt úti enda styttist í fyrsta dag vetrar. Kveftíðin er í algleymingi og kuldahrollurinn hríslast eftir bakinu þegar ísköld haustrigning- in lemur sér leið ofan í hálsmálið á leiðinni í vinnuna. Það getur tekið heilan dag að ná hrollinum úr en svo kemur hann aftur á leiðinni heim. Ákveðnir hlutir eru því nauðsynlegir á þessum tíma svo sem þykkt teppi, inniskór og kakó. Smeygðu þér í hnausþykka inniskó og hitaðu kakó heima. Laumaðu þér svo undir teppi og komdu ekki undan því fyrr en hrollurinn er farinn. LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 2008 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.