Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 52
40 18. október 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FH-ingar hafa komið hressilega á óvart í N1-deild karla í hand- bolta og eru nú sem stendur í öðru sæti deildarinnar eftir að hafa spilað fimm leiki og tapað aðeins einu sinni. Flestra augu hafa þar beinst að leikstjórnandanum efnilega Aroni Pálmars- syni en fleiri efnilegir leikmenn hafa einnig kveðið sér hljóðs hjá Hafnarfjarðarliðinu. Skyttan Ólafur Guðmundsson er einn þeirra og hann fór til að mynda á kostum í jafnteflisleik gegn Fram í fyrrakvöld þegar hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tólf mörk. Hinn átján ára Ólafur segir velgengni FH í upphafi móts ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Þessi byrjun kemur okkur leikmönnunum í sjálfu sér ekkert á óvart þar sem við erum aldir upp við að vinna leiki og höfum unnið allt sem í boði er með yngri flokkum FH, bæði hérlendis og erlendis. Við vorum snemma látnir vita af því að þessi kjarni myndi svo bara taka við meist- araflokknum, þannig að þetta er búið að vera svona ákveðið ferli og við erum mjög ánægðir með að fá þetta tækifæri svona ungir og ætlum að nýta okkur það,“ segir Ólafur. Ólafur er þó með báða fætur á jörðinni og segir markmið- ið hjá FH, að svo stöddu, sé enn fyrst og fremst að halda sér í deildinni. „Við náttúrulega vissum ekki alveg hvar við myndum standa gegn hinum liðunum í deildinni fyrir mót, en við erum núna alltaf að læra með hverjum leik. Mótið er bara rétt byrjað og markmiðið hjá okkur er enn bara að halda okkur í deildinni en síðan kemur bara í ljós seinna hvort við þurfum eitthvað að endurskoða það markmið og setja okkur nýtt. Við ætlum allavega ekkert að fara fram úr okkur og viljum bara halda áfram að bæta okkur og halda sama hraðanum í spilinu, en minnka mistökin. Það hefur verið svolítið einkennandi hjá okkur að þegar líða tekur á leikina og þreytan fer að segja til sín þá dettum við aðeins niður og við þurfum að finna leiðir til þess að bregðast við því,“ segir Ólafur að lokum. SKYTTAN ÓLAFUR GUÐMUNDSSON: HEFUR LEIKIÐ MJÖG VEL MEÐ SPÚTNIKLIÐI FH Í N1-DEILDINNI Í HANDBOLTA Góð byrjun kemur leikmönnum FH ekki á óvart >Ummæli Viggós hugsanlega fyrir aganefnd Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, fór hörðum orðum um Hörð Aðalsteinsson dómara í viðtali við Morgunblaðið eftir leik Fram og FH. „Ekki bætti úr skák að dómgæslan var gjörsamlega út í hött og öll á einn veg allan leikinn. Annar dómarinn, þá er ég ekki að tala um parið, var í „missjón“ gegn okkur frá upphafi til enda,“ sagði Viggó við Mogg- ann. Þjálfarar hafa lent inn á borð aganefnd- ar fyrir ýmis ummæli í gegnum tíðina og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagðist vera að skoða málið en hann getur skotið ummælum Viggós til aganefndar telji hann ástæðu til. FÓTBOLTI Hinn sautján ára Björn Bergmann Sigurðarson mun á morgun gangast undir læknis- skoðun og í framhaldi af því skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Lill- eström. ÍA samþykkti nýlega kauptilboð í framherjann efni- lega. Björn Bergmann var enn stadd- ur í Makedóníu með U-19 ára landsliði Íslands sem tók þar þátt í undankeppni EM en var að búa sig undir heimför þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærdag. Hann mun þó stoppa stutt á Íslandi þar sem hann heldur aftur út á morg- un til þess að ganga frá sínum málum hjá Lilleström. „Ég fer út á sunnudaginn til þess að fara í læknisskoðun og skrifa undir þriggja ára samning við Lilleström og er mjög ánægð- ur með það. Ég fór á dögunum og skoðaði leikvanginn og æfingarað- stöðuna hjá félaginu og leist strax mjög vel á þetta allt saman. Eftir spjall við knattspyrnustjórann þar sem hann sagðist ætla að gefa mér tækifæri þá ákvað ég að kýla á þetta,“ segir Björn Bergmann. En knattspyrnustjóri Lilleström er áhugamönnum um enska boltann að góðu kunnur því það er enginn annar en Henning Berg, fyrrum varnarmaður Manchester United. Björn Bergmann vakti verð- skuldaða athygli í fyrra þegar hann skaust upp á stjörnuhimin- inn með ÍA í Landsbankadeildinni, þá aðeins sextán ára gamall. Fram- herjinn hélt áfram að heilla í sumar og skoraði þá fjögur mörk í nítján leikjum með Skagaliðinu og var undir smásjánni hjá fjölda félaga í Evrópu. Gísli Gíslason, formaður rekstr- arfélags meistara- og 2. flokks ÍA, var ánægður fyrir hönd Björns Bergmanns þegar Fréttablaðið ræddi málin við hann í gær og ósk- aði Birni velfarnaðar en vildi ekk- ert segja til um hvert kaupverðið hafi verið. Gísli staðfesti þó að mörg félög hefðu spurst fyrir um framherjann unga. Gríðarlega eftirsóttur „Það hafa ýmis félög sýnt honum áhuga á undanförnum mánuðum, félög frá Englandi, Austurríki, Hollandi og Noregi þannig að það var engin vöntun á því. Við vildum hins vegar, meðvitað, halda því í lágmarki að senda hann á reynslu hingað og þangað um Evrópu þar sem við töldum hagsmunum hans ekki borgið með því. En forráða- menn Lilleström komu að máli við okkur fyrir svona hálfum mánuði. Það var allt saman mjög vel undir- búið og hann fór þá í framhaldi af því út til þess að skoða aðstæður og annað. Þeir voru búnir að fylgj- ast vel með honum og sáu hann spila með ÍA gegn KR og líka með U-19 ára landsliðinu. Félögin voru heldur ekki lengi að ná endum saman um kaupverðið og það er vonandi að þetta sé heillaskref hjá stráknum,“ segir Gísli. omar@frettabladid.is Björn Bergmann í raðir Lilleström Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson mun að öllu óbreyttu skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Lilleström á morgun en ÍA samþykkti kauptilboð í framherjann á dögunum. EFNILEGUR OG EFTIRSÓTTUR Mörg félög í Evrópu voru á eftir hinum unga og efnilega Birni Bergmann en hann hyggst nú ganga til liðs við Lilleström og skrifa undir þriggja ára samning við norska félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Iceland Express karla Breiðablik-Skallagrímur 78-66 (46-35) Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 26 (16 frák., 5 stolnir), Rúnar Ingi Erlingsson 12, Emil Þór Jóhannsson 10, Aðalsteinn Pálsson 9, Rúnar Pálmarsson 8, Kristján Sigurðsson 7, Halldór Halldórsson 4, Loftur Þór Einarsson 2. Stig Skallagríms: Sveinn Davíðsson 18 (10 frák., 4 stoðs.), Þorsteinn Gunnlaugsson 14 (8 frák., 5 stoðs.), Pálmi Þór Sævarsson 12 (10 frák., 7 varin), Trausti Eiríksson 5, Óðinn Guðmundsson 5, Finnur Jónsson 4, Sigurður Þórarinsson 4, Sig urður Sigurðsson 2, Sigursteinn Hálfdánarson 2. Keflavík-Þór Ak. 94-70 (48-31) Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 17, Sverrir Þór Sverrisson 15, Vilhjálmur Steinarsson 14, Jón Norðdal Hafsteinsson 13, Hörður Axel Vilhjálms- son 13, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9, Elvar Þór Sigurjónsson 2. Stig Þórs: Cedric Isom 34 (9 frák., 5 stoðs.), Óðinn Ásgeirsson 15 (10 frák.), Baldur Stefáns- spon 6, Hrafn Jóhannesson 5, Milorad Damjanac 4 (11 frák.), Guðmundur Jónsson 2, Bjarki Odds- son 2, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell-Tindastóll 55-57 (29-23) NÆSTU LEIKIR Tindastóll-FSu sun. kl. 19.15 Þór Ak.-Breiðablik sun. kl. 19.15 KR-Keflavík sun. kl. 19.15 Njarðvík-Grindavík mán kl. 19.15 Skallagrímur-Snæfell mán kl. 19.15 ÍR-Stjarnan mán kl. 19.15 Þýski handboltinn Gummersbach-HSG Wetzlar 26-24 Róbert Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Gum mersbach í þessum leik. THW Kiel-Füchse Berlin 38-29 Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar fóru á toppinn en Lemgo á leik inni gegn HSV Hamburg í dag og hann er í beinni á Stöð2 Sport klukkan 13.00. ÚRSLITIN Í GÆR V in n in g a r ve rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra lin d . K ó p av o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e yt ið . SENDU SMS BTC MSB Á NÚMERIÐ 1900! ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU IRON MAN Á DVD, DVD MYNDIR, FULLTAF PEPSI, TÖLVULEIKIR, DVD...OGMARGTFLEIRA! HVERVINNUR! 9. HEROES AREN’T BORN. THEY ARE MADE. ÚTGÁFUDAGUR 16.10.08 Dreifing KÖRFUBOLTI Nýliðar Breiðabliks fylgdu eftir árangri kollega þeirra í FSU á fimmtudagskvöld- ið með því að vinna 12 stiga sigur á Skallagrími, 78-66, í vígsluleik nýja parketsins í Smáranum í gær. Á sama tíma unnu Íslands- meistarar Keflavíkur auðveldan sigur á Þór og Tindstóll vann dramatískan tveggja stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi. „Það var rosalega mikilvægt fyrir okkur að ná í þennan sigur í dag. Þeir eru baráttulið og gefa ekkert eftir og fyrir þeim var þetta eins og fyrir okkur gríðar- lega mikilvægur leikur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks. „Þetta eru tvö lið sem eru fyrir fram í botnbaráttu og hver sigur þar á milli er gríðarlega mikil- vægur. Það er líka ánægjulegt að byrja mótið með sigri,“ sagði Einar Árni. „Ég er heilt yfir sáttur við það að menn voru að leggja sig fram og við spiluðum fína vörn og höld- um þeim í 66 stigum,“ sagði Einar sem var sáttur með framlag Nemanja Sovic sem sneri aftur til Blika á dögunum og var með 26 stig, 16 fráköst og 5 stolna bolta í gær. „Ég var mjög ánægð- ur með hans frammistöðu, hann er okkur mikilvægur og er þetta sóknarvopn sem heldur jafnvæg- inu fyrir okkur,“ sagði Einar. Nemanja Sovic átti eins og áður sagði mjög góðan leik en þá var Rúnar Ingi Erlingsson drjúg- ur í lokin, sérstaklega þegar hann stal boltanum og kom Blikum sex stigum yfir þegar aðeins mínúta var eftir og Borgnesingar voru á góðri leið með að ná muninum niður í tvö stig. Sveinn Davíðsson (18 stig, 10 fráköst, 4 stoðsendingar) og Þor- steinn Gunnlaugsson (14 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar) byrjuðu vel í Skallagrímsbúningnum en fyrirliðinn og nú annar þjálfar- inn, Pálmi Þór Sævarsson, fór fyrir liðinu með baráttu sinni og endaði leikinn með 12 stig, 10 fráköst og 7 varin skot. Það vakti athygli að Ken Webb stjórnaði liði Skallagríms í gær en hann er hættur að þjálfa liðið. Keflvíkingar fóru létt með Þórsara og unnu að lokum 24 stiga sigur þar sem sex leikmenn liðsins skoruðu ellefu stig eða meira og sjá sjöundi var með 9 stig. Það dugði lítið fyrir Þór að Cedric Isom skoraði 34 stig því gestirnir að norðan áttu ekki möguleika í breidd Keflavíkur- liðsins. Gunnar Einarsson setti niður 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum og var stigahæstur hjá Keflavík með 17 stig Tindastóll byrjar vel og vann 57-55 sigur á Snæfelli í Hólmin- um þar sem Snæfell var 29-23 yfir í hálfleik. Sigurður Þorvalds- son var stigahæstur Snæfells- manna með 12 stig en Svavar Birgisson skoraði 14 fyrir Tinda- stól. - óój Tindastóll vann sigur í Stykkishólmi í Iceland Express deild karla í gærkvöldi: Blikar vígðu parketið með sigri BARÁTTA Þorsteinn Gunnlaugsson fær hér einn á lúðurinn frá Blikan- um Lofti Þór Enarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.