Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 18. október 2008 13 Margir stærstu vogunarsjóðir heims róa nú lífróður og selja eign- ir í stórum stíl til að bæta eiginfjár- stöðu sína. Bandaríska viðskipta- sjónvarpsstöðin CNBC hefur eftir heimildamönnum sínum að eignir Citadel, sem er einn af stærstu vog- unarsjóðum heims, hafi rýrnað að verðgildi um fjórðung í ár. Til að mæta kröfum lánadrottna hafa sjóðirnir þurft að selja eignir. Með stórfelldri eignasölu hafa vogunarsjóðirnir enn frekar þrýst niður hlutabréfaverði. - msh Vogunarsjóðir hrynja Vanskil á kreditkortaskuldum bandarískra neytenda hafa aukist um 48 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Moody‘s Investor Service. Moodys áætlar að vanskil muni aukast mikið á næstu misserum og að reikna megi með því að afskrift- ir muni halda áfram að hækka út næsta ár og ná 8,5 prósentum. Bankar hafa mætt þessum áföll- um með frekari samdrætti í útlán- um, meðal annars bílalánum og öðrum lánum til neytenda. Sam- kvæmt tölum frá Seðlabanka Bandaríkjanna hafa bankar lækkað úttektarheimildir korthafa og sam- þykkt færri kortaumsóknir. Áætlað hefur verið að 950 millj- arðar dollara séu nú útistandandi í kreditkortaskuldum í Bandaríkjun- um. Þriðjungur þessara skulda hefur verið vafinn inn í ýmsa skuldavafninga og eru hluti hinna „eitruðu“ verðbréfa sem banda- rískir bankar glíma við. - msh Vanskil á kortum aukast Starfshópur Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD) vegna bar- áttu gegn mútum gagnrýnir bresk stjórn- völd harðlega fyrir að hafa ekki uppfært og samræmt löggjöf gegn spillingu og mútugreiðsl- um. Bendir hópurinn á að bresk löggjöf sé bæði gloppótt og ómarkviss og geri að verkum að nærri óger- legt sé að sækja fyrirtæki til saka fyrir mútur. Þótt Bretar hafi sam- þykkt ályktun OECD um baráttu gegn mútuþægni fyrir áratug, hafi enn engum mútumálum gegn spillt- um fyrirtækjum lyktað með sak- fellingu í Bretlandi. Segist starfshópurinn hafa „orðið fyrir miklum vonbrigðum og hafa þungar áhyggjur“ af aðgerðaleysi Breta og varar við því að óvissa um lagaumhverfi í Bretlandi kunni að verða til þess að viðskiptamenn breskra fyrirtækja þurfi að hafa aukinn vara á sér og að alþjóðlegir fjárfestinga- bankar þurfi að auka eftirlit með starfsemi breskra fyrirtækja sem taka þátt í þróunarverkefn- um. Telur hópurinn að bresk stjórn- völd verði að gera það að forgangs- máli að uppfæra löggjöf sína í þessum málum. -msh Bretar taki á mútum GORDON BROWN FORSÆTISRÁÐ- HERRA BRETA Fjármálaeftirlitið skoðar enn aðkomu lífeyrissjóð- anna að Kaupþingi. Málið verður skoðað eftir að nýtt félag verður stofnað um starfsemi bankans. „Fjármálaeftirlitið og skilanefnd Kaupþings vildu ekki taka ábyrgð á erindi lífeyrissjóðanna, töldu hugmyndina ekki nógu þroskaða. Kjósi lífeyrissjóðirnir að koma með fullmótaðri tillögu síðar gera þeir það þegar bankinn verður kominn í eigu ríkisins,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- ráðherra. Áður en Kaup- þing fór í þrot í síðustu viku sendu fimm líf- eyrissjóðir Fjár- málaeftirlitinu og skilanefnd bankans bréf þar sem óskað var eftir við- ræðum um kaup á að minnsta kosti 51 pró- sents hlut í nýjum banka á móti öðrum aðilum. Stórir hluthafar Kaupþings, svo sem Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður bankans, og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Sam- skipa og Alfesca, eru orðaðir við afganginn á móti sjóðunum. Ólafur var með stærstu hluthöf- um Kaupþings en Sigurður var í hópi tuttugu stærstu hluthafa. Engar upphæðir liggja á borð- inu. Eftir því sem næst verður komist þótti ekki verjandi að Kaupþing yrði fært á milli eig- enda með þeim hætti sem stóð til, að einkavæða bankann beint úr skilanefnd til fyrri eigenda. Þannig yrði ekki gætt eðlilegs jafnræðis auk þess sem aðferðin væri í eðli sínu ógagnsæ. Björgvin segir það ekki á ábyrgð Fjármálaeftirlitsins að taka ábyrgð á einkavæðingu Kaup- þings. Heppilegra væri ef slíkt lenti á herðum stjórnvalda eftir stofnun nýs félags um reksturinn. „Það má ekki skilja sem svo að til- boðinu hafi verið hafnað heldur sá Fjármálaeftirlitið ekki grundvöll fyrir því,“ bætir Björgvin við. Nýtt félag verður stofnað um starfsemi Kaupþings á næstu dögum og verður erindið tekið til afgreiðslu að því loknu. Víðar en á Íslandi velta stjórn- völd fyrir sér mögulegri aðkomu lífeyrissjóða að bönkum landsins. Í viðskiptahluta Sunday Tribune á Írlandi segir að ráðamenn þar í landi velti nú fyrir sér möguleika á ríkisvæðingu írskra banka að hluta með aðkomu Lífeyrissjóðs ríkisins. Vilji írskir ráðamenn eiga þessa leið til vara til þess að endurfjármagna írsku bankana. Áður þurfi að vera búið að reyna alla aðra kosti. Hvorki náðist í Jón Sigurðsson, formann stjórnar Fjármálaeftir- litsins, né Þorgeir Eyjólfsson, for- stjóra Lífeyrissjóðs verslunar- manna, vegna málsins í gær. jonab@markadurinn.is / ingimar@markadurinn.is BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON KAUPÞING Erindi lífeyrissjóða um kaup á meirihluta í Kaupþingi verður væntanlega tekið fyrir eftir stofnun nýs félags um starfsemi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífeyrissjóðirnir koma síðar að Nýja-Kaupþingi Allir regnbogans litir og fleira flott, girnilegur matur og margt svo gott. Opið 10–18 í dag Komdu í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.