Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 26
 HEIMILISHALD RAGNHEIÐUR TRYGGVADÓTTIR ● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili HIldigunnar Hjálmarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjór- ar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● heimili&hönnun Þ að eru ákveðin forréttindi að fá að vera heima hjá sér í róleg- heitunum. Nú þegar kólna fer í veðri fjölgar þeim stundum sem við eyðum inni við og þess ættum við að njóta. Það ætla ég að gera. Ég veit ekkert betra en að sýsla eitthvað heima hjá mér meðan haustrigningin dynur á rúðunum. Bestu minningarnar sem ég á úr æsku eru þegar ekki sást út úr húsi fyrir norðlenskum snjóbyl, Silja Aðalsteins las framhaldssöguna um Christinu á Flambardssetr- inu í útvarpinu og mamma var að baka inni í eldhúsi. Mamma var allt- af eitthvað að sýsla í eldhúsinu og steikti heilu fjöllin af kleinum meðan ég sat við eldhúsborð- ið og lærði heimadæmin. Eldhússýsl finnst mér því sérstaklega heimilislegt og ég vil gjarnan ala mín börn upp við slík notalegheit. Verst að ég er ómöguleg þegar kemur að bakstri og öðrum húsverkum. Uppskriftir úr matarbókum eru eins og stjarnlífeðlisfræði- þrautir fyrir mér sem ekki nokkur leið er að leysa úr og þegar ég tek mig til við bakstur er það yfirleitt með það miklum fyrirgangi og óskipulagi að enginn krakki gæti dundað sér undir þeim kringumstæðum. Ég hef margoft notið að- stoðar frú Bettý við baksturinn en finnst það alltaf hálfgert svindl. Sumir segjast líka finna muninn á Bettý eða alvöru köku bakaðri úr Kötlukakói og Royal lyftidufti. Það er eins og ég sé undir álögum því oft er eins og allt gangi að óskum ef ég hef einhvern til aðstoðar, þótt sá hinn sami geri ekkert annað en að smyrja formið. Þannig höfum við systurnar bakað saman fyrir jólin og framleitt lystilegar smákökur í bauka. En þegar ég bjó í erlendri borg ein jólin og reyndi að baka sömu uppskriftir hjálparlaust varð afraksturinn stökkar flatar kexkökur, grunsamlega dökkar og undarlegar á bragðið. Þetta gæti samt þýtt að þessi vanhæfni mín sé af sálrænum toga. Að ég hafi bara það litla trú á sjálfri mér í eldhúsinu að allt sem ég taki mér þar fyrir hendur gangi á afturfótunum. Ég þarf að byggja upp sjálfstraustið og byrja frá grunni. Því hefur bókin Heimilisfræði II fengið heiðurssess í hillunni en hana fékk ég í heimilisfræðitímum í sjötta bekk. Þetta er gul kilja með skilmerkilegum leiðbeiningum í máli og myndum. Þar er útskýrður munurinn á gerbakstri og hrærðu deigi en hann get ég ekki sagt mér sjálf. Þar er einnig farið nákvæmlega yfir hvernig á að hræra deig og þeyta deig og í hvaða röð hráefnin fara út í eftir því hvaða deig er verið að hræra. Nú býst ég við því að jólakökubaksturinn gangi eins og í sögu og ég býð bara eftir því að RÚV endurflytji Flambardssetrið. Heimilisfræði II „Uppskriftir úr mat- arbókum eru eins og stjarnlífeðlis- fræðiþrautir fyrir mér sem ekki nokkur leið er að leysa úr.“ Jóhann Meunier, eigandi Libori- us, á notalegt heimili skammt frá verslun sinni á Laugavegi. Þar er mikið af gömlum húsgögnum héðan og þaðan sem er í talsverðri mótsögn við látlaust yfirbragð verslunarinnar. „Heimili mitt er langt frá því að vera mínimalískt og eru flest húsgögnin gömul,“ segir Jóhann. „Hlutirnir eiga sér ekki neinn vísan stað og fá bókastaflarnir að hrannast upp á víð og dreif. Mig hvorki langar til né hef haft efni á því að eyða peningum í rosalega dýr húsgögn og legg meira upp úr því að eyða í hluti sem eru í mik- illi notkun,“ segir Jóhann sem er afskaplega ánægður með að eiga gaseldavél og góða kaffivél. „Ég held að það dýrasta á heimilinu sé silki- og ullargólfteppi á stofugólf- inu.“ Jóhann segir stofuna vera hjarta heimilisins en þar er bæði borðað, unnið og slakað á. „Þar er ekkert leðursófasett en ég á aftur á móti rosalega góða bók eftir franska ljóðskáldið Arthur Rimbaud sem breytti lífi mínu.“ Á skrifborðinu á páfagaukur- inn Panik sér heiðursess en Jó- hann hefur átt páfagauka frá því að hann man eftir sér. „Þessi er svolítið taugaveiklaður og lítill í sér. Hann er ekki mjög ævintýra- gjarn og fer rétt út úr búrinu til að teygja úr sér,“ lýsir Jóhann en fyrri páfagaukar hans hafa marg- ir verið félagslyndir. „Ég held að þessi þjáist af ofsóknaræði og ber hann því nafn með rentu.“ - ve Ekkert leðursófasett ● Heimili Jóhanns Meunier er langt frá því að vera mínimalískt. Í stofunni er hann með vinnuaðstöðu þar sem páfagaukurinn Panik vakir yfir bókastöflunum. Jóhann á ekkert leðursófasett en aftur á móti góða bók eftir franska ljóðskáldið Arthur Rimbaud sem breytti lífi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● EINSTAKT TÆKIFÆRI Handverk og hönnun stendur fyrir sýn- ingu á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu mánaðamót. Listamennirnir sem taka þátt eru 54 talsins, en þeir voru valdir af sérstakri valnefnd og munu sjálfir kynna vörur sínar á sýningunni. Hún stendur frá 31. október til 3. nóvember og er aðgang- ur ókeypis. Nánari upplýsingar á http://handverkoghonnun.is/default. asp?sid_id=39490&tre_rod=001|016|001|&tId=1. 18. OKTÓBER 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.