Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.10.2008, Blaðsíða 20
24 18. október 2008 LAUGARDAGUR F réttablaðið heldur áfram að leiða saman fólk sem hefur skoðan- ir á framtíðarmögu- leikum Íslands. Að þessu sinni settust niður með Birni Þór Sigbjörnssyni þau Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá Kaupþingi, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital, Guðni Th. Jóhannesson lektor í sagnfræði við Háskólann í Reykja- vík, Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs. Fyrst var rætt um aðkallandi vandamál. Finnur: Það þarf að leysa bráða- vandamál til að koma þjóðfélaginu aftur á einhvern kjöl og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn er mögulegur farseðill inn í slíkt ferli. Það ganga kjaftasögur um að sjóðurinn sé versta stofnun sem hægt er að hugsa sér að fá hér inn en þær sögur eru ekki í samræmi við raun- veruleikann. Þar sem sjóðurinn fer inn þar eru vandamál og það er ekki alltaf hægt að búa til paradís þar sem eru vandamál. Það er kannski eðlilegt að sjóðurinn sé spyrtur við vandamál en yfirleitt hjálpar hann til við að laga hlut- ina. Ásgeir: Það þarf að tryggja stöðug leika í fjármálakerfinu og að sparnaður geti aftur farið að renna til arðbærra verkefna. Að mínu áliti er ljóst að íslenska krón- an er búin sem gjaldmiðill og sá sem neitar því lokar augunum fyrir veruleikanum. Halla: Ég vona að við Íslending- ar höfum auðmýkt og vit til að leita til færustu aðila og okkur vitrara fólks. Margir hafa tekist á við gjaldeyriskreppur, bankakrísur og enduruppbyggingu ríkja sem farið hafa illa. Við þurfum ekki að leita langt, Svíþjóð og Noregur gengu í gegnum þetta. Við hér erum meira og minna öll háð og vanhæf til að gera þetta ein og sjálf. Sigríður: Upplýsingar hafa verið fyrir hendi en almenningur ekki verið upplýstur og það hefur ekki verið gripið til réttra aðgerða. Vegna ógnarstjórnar í pólitíkinni hefur ríkt ótti í samfélaginu. Hér hefur um of langt skeið verið hrammur yfir pólitíkinni, hún er ónýt og hana þarf að endurreisa. Það er ekki nóg að endureisa atvinnulífið og fjármálakerfið. Ásgeir: Ég álít ekki að það þurfi grundvallarbreytingar á íslensku hagkerfi eða þjóðinni. Þetta er bara fjármálaáfall, bankakreppa, aðrar þjóðir hafa orðið fyrir þessu en þetta gerist með ofsafengnari hætti þar sem ríkið er of smátt til þess að geta varið fjármálakerfið. Bankar hafa þann veikleika að fara á hausinn ef lausaféð er dreg- ið úr þeim. Það hefur alltaf verið og þetta snýst því ekki um nýfjrálshyggju eða kapítalisma. Halla: Nýja hagkerfið í öllum heiminum mun einkennast af auk- inni áhættumeðvitund og aukinni samfélagsmeðvitund. Ég held að skilgreining okkar á arði og hagn- aði muni breytast og verða víðari og það verði hugsað meira til lengri tíma. Evrópusambandið Ásgeir: Það þarf að fá Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn hingað inn, ganga svo í Evrópusambandið og taka upp evru í framhaldinu. Atburðir síðustu vikna sýna að íslenska ríkið gat ekki varið fjár- málakerfið og bankana. Ef við hefðum haft evru væru að minnsta kosti einhverjir af bönkunum á lífi. Glitnir átti til að mynda íslenskar eignir sem hann gat ekki umbreytt í erlent lausafé. Bankarnir á Íslandi voru ekki verri en þeir útlensku en ríkið hafði hvorki tæki né getu til að bregðast við. Það þarf að breyt- ast því við getum ekki boðið ungum Íslendingum upp á slíkan óstöðug- leika. Björn: Er sem sagt lífsnauðsyn- legt að ganga í Evrópusambandið? Ásgeir: Algerlega. Með inngöngu verjum við fullveldið. Það felst ekki fullveldi í að vera ein og varnar laus og skolast út með öldum sem lenda á landinu. Það að vera í ríkjabandalagi tryggir stuðning til þess að geta varið fullveldið. Við getum þá haft um okkar mál að segja því við erum hluti af kerfi sem tryggir að við getum fengið okkar vilja fram. Sigríður: Ég hef alltaf verið Evrópusinni og skrifaði grein fyrir nokkrum árum þar sem ég sagði að við ættum að fara í Evrópusam- bandið af hugsjón. Ég hafnaði því að við ættum eingöngu að horfa á þetta út frá efnhagslegum rökum því þau ein og sér eru of þröng. Við erum Evrópuþjóð og eigum menn- ingarlega samleið með Evrópu. Ég er sammála Ásgeiri með fullveldið, þú ert ekki fullvalda nema þú takir þá ábyrgð sem fylgir því að vera í ríkjasambandi. Það var á vissan hátt ábyrgðarleysi gagnvart okkur sjálfum og Evrópu að vera ekki aðilar. Finnur: Það er kaldhæðnislegt að meginástæðan fyrir andstöðu margra við Evrópusambandsaðild var annars vegar fullveldi og hins vegar sjálfstæð peningastefna. Í dag er nánast súrealískt að þetta hafi verið þröskuldarnir. En auð- vitað þarf að taka tillit til hags- muna mismunandi atvinnugreina í þeirri umræðu sem fram undan er. Guðni: Ég hef ekki gert upp hug minn gagnvart aðild heldur haldið því opnu en það er óheppilegt að núna erum við upp við vegg. Í hinum fullkomna heimi hefði verið betra ef afstaða til aðildar að Evrópusambandinu hefði verið tekin undir allt öðrum kringum- stæðum. En núna er staðan þessi og ég óttast að umræður um aðild eða ekki aðild verði afskaplega hat- rammar og hatrammari en þær hefðu verið undir öðrum kringum- stæðum. Uppgjörið Sigríður: Ákveðið uppgjör þarf að fara fram. Við þurfum að vinna jafn vel í því og við þurfum að standa að uppbyggingu Íslands. Grunnur trausts er brostinn og það þarf að endurskapa forsendur fyrir trausti sem er vefurinn sem heldur samfélaginu saman. Halla: En þetta er hættulegt, maður finnur að almenningur treystir ekki fjármálafyrirtækjum og ég held að svona uppgjör muni hella olíu á bál þess fólks sem er brjálað út í fjármálageirann. Það sem gæti gerst er að okkar færasta fólk á þessu sviði kjósi að vera ekki hér og að fjármagn leiti annað og það þýðir að við munum búa í landi án súrefnis. Það þarf að gera hlut- ina upp með eðlilegum hætti en um leið þarf að standa vörð um að við hengjum ekki saklaust fólk. Finnur: Í umræðunni er fullt af fólki brennimerkt. Ekki bara tíu eða fimmtán manns. Þúsundir unnu af heilum hug og öllu hjarta í þess- um fyrirtækjum og ef við höldum áfram á þessari braut ýtum við frá okkur fullt af fólki sem mun finn- ast það óvelkomið hér. Ásgeir: Ef málin verða persónu- gerð með þessum hætti eyðum við orkunni í neikvæða hluti og lokum augunum fyrir þeim kerfisbundnu breytingum sem þarf að ráðast í. Þá drögum við engan lærdóm af þessu. Sigríður: Ef við segjum að þetta fólk hafi bara unnið vinnuna sína þá getum við sagt að það hafi unnið samviskusamlega en samvisku- laust. Við þurfum öll, hvort sem við erum í banka, vísindum, fisk- vinnslu eða hvar sem er, að gera okkur ljóst í hvers þágu við erum að vinna og hvaða samfélagslega þýðingu störf okkar hafa. En það má ekki gera lítið úr því að Hannes Smárason eða hverjir sem það nú voru unnu verk sem koma mjög illa við marga. Þeir ástunduðu rán- yrkjukapítalisma og við og börnin okkar þurfum að borga fyrir þessa menn. Björn: Hvað áttu við með rán- yrkjukapítalisma? Sigríður: Þetta voru sjálftöku- menn. Launin þeirra voru komin úr hófi, þetta var komið út í algjört rugl og við og næsta kynslóð eigum að borga reikninginn. Hvað annað viltu kalla þetta? Ásgeir: Það er mjög misráðið að fókusera á persónur í þessu sam- bandi. Að baki bjuggu hugmynda- fræði og viðhorf og ákvarðanir voru teknar eftir ákveðinni stefnu. Útrásin fór fram fyrir opnum tjöld- um og FL group sem dæmi var skráð félag og starfaði fyrir opnum tjöldum. Þeir sem létu fjármuni í það félag hlutu að vita hvaða áhættu þeir voru að taka. Halla: En það ríkti áhættumeð- vitundarleysi. Ásgeir: Það er allt annað mál. En ekkert af þessu fólki ætlaði að svindla á einhverjum. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst að ein- hverju leyti um of mikla áhættu- sækni og líka það að ríkissjóður gat ekki veitt fjármálakerfinu sama stuðning og þekkist í nágrannalöndunum. Guðni: En hvað með allar viðvaranirnar, áttu ekki bjöllurn- ar að klingja? Ásgeir: Jú að sumu leyti hefðu þær átt að gera það en það liggur samt fyrir að stjórnvöld voru mjög illa undir þetta búin og það hefur gert slæma stöðu enn verri. Það liggur einnig fyrir að trúnað skorti á milli stofnana, svo sem á milli Seðlabankans og viðskiptabank- anna til að geta fundið sameigin- legar lausnir. Halla: Þetta er kannski ekki rétti tíminn til að leita að söku- dólgum en vissulega þarf að fara fram heilbrigt uppgjör. Þegar við drögum fólk til ábyrgðar þarf að athuga að bæði almenningur og lífeyrissjóðirnir höfðu miklar upp- lýsingar um hvernig fyrirtækin voru rekin en ákváðu samt að kaupa í þeim hlutabréf. Þannig að ef við förum að draga til ábyrgðar þá eru ansi margir sem þurfa að bera ábyrgð. Sigríður: Það er alveg rétt en þarna kom að fólk sem ekki bar hag landsins fyrir brjósti og nú þarf að hleypa öðrum að. Spilling- in hefur falist í því að of fáir hafa tekið of mikilvægar ákvarðanir sem lenda á fólki sem á ekki að þurfa að bera þær. Ásgeir: Ef það hafa verið fram- in lögbrot þá þarf náttúrulega að taka á því með viðeigandi hætti. Tækifærin Halla: Núna ættum við að horfa til nýsköpunar og minni fyrirtækja, veita fjármagni og styrkjum í þá Ráðdeild, hógværð og lítillæti Við enduruppbyggingu landsins þurfa Íslendingar að tileinka sér ný gildi. Menntun og nýsköpun verða í öndvegi en byggt verður á gömlum stoðum. Kallað er eftir nýju fólki og nýjum hugmyndum og aðild að Evrópusambandinu. Uppgjör þarf að fara fram. VIÐ HRINGBORÐIÐ Guðni Th. Jóhannesson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Finnur Oddsson, Ásgeir Jónsson og Halla Tómasdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þúsundir unnu af heilum hug og öllu hjarta í þessum fyr- irtækjum og ef við höldum áfram á þessari braut ýtum við frá okkur fullt af fólki sem mun finnast það óvelkomið hér. FINNUR ODDSSON Það felst ekki full- veldi í að vera ein og varnarlaus og skolast út með öldum sem lenda á landinu. ÁSGEIR JÓNSSON Nú þarf að leggja áherslu á aðra þætti í þjóðarsál- inni og það eru ráðdeild, hógværð og lítillæti. GUÐNI TH. JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.